Ef vindhraði væri mældur í km/klst Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. nóvember 2014 22:14 Eigandi þessa hjólhýsis ók af stað í of miklum vindi. vísir/anton Vindur er aftur kominn á fleygiferð eftir að lægt hafði um kaffileytið. Þeir björgunarsveitarmenn sem ekki eru í útkalli eru flestir í viðbragðsstöðu en þónokkuð hefur verið um útköll í allan dag. Mesti vindhraði á landinu samkvæmt heimasíðu Veðurstofunnar hafa mælst á Stórhöfða í Vestmannaeyjum en þar mældist tæpir fjörutíu metrar á sekúndu. „Metrar á sekúndu er mælieingin beint upp úr alþjóðlega SI-kerfinu. Sú mælieingin varð fyrir valinu á vindinn þar sem hún er langnákvæmust,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hér á árum áður var vindur mældur í vindstigum og náði sá skali frá núll upp í tólf. Eitt vindstig kallast andvari, fimm kallast kaldi, tíu rok og tólf eru fárviðri. „Vindstigin gömlu þóttu ekki nógu nákvæm. Oft á tíðum var spáð til að mynda að vindur yrði sjö til átta vindstig en það er þá á bilinu þrettán til tuttugu metrar á sekúndu.“ Nú á dögum erum við vanari því að heyra talað um vindhraða í metrum á sekúndu. Fæst tengjum við það þó við neitt annað en vind. Til gamans höfum við á Vísi umreiknað fáeina vindhraðatölur úr metrum á sekúndu yfir í kílómetra á klukkustund. Mesti vindhraði í Surtsey í dag hefur til að mynda verið 29 m/s en það samsvarar um 105 km/klst. Áðurnefnd vindhviða á Stórhöfða var á 140 km/klst. Í morgun var ökumaður til að mynda tekinn á svipuðum hraða við Smáralind. „Fólk heldur oft að það tengi mjög vel við mælieininguna kílómetra á klukkustund en í oft áttar það sig ekkert á hraðanum fyrr en það lendir í óhappi. Í raun áttar það sig ekkert frekar á því heldur en metrum á sekúndu,“ segir Elín að lokum. Í kjölfar þessa er rétt að minna fólk á að vera ekki á ferli að óþörfu og koma í veg fyrir að lausamunir takist á loft utandyra. Veður Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Vindur er aftur kominn á fleygiferð eftir að lægt hafði um kaffileytið. Þeir björgunarsveitarmenn sem ekki eru í útkalli eru flestir í viðbragðsstöðu en þónokkuð hefur verið um útköll í allan dag. Mesti vindhraði á landinu samkvæmt heimasíðu Veðurstofunnar hafa mælst á Stórhöfða í Vestmannaeyjum en þar mældist tæpir fjörutíu metrar á sekúndu. „Metrar á sekúndu er mælieingin beint upp úr alþjóðlega SI-kerfinu. Sú mælieingin varð fyrir valinu á vindinn þar sem hún er langnákvæmust,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hér á árum áður var vindur mældur í vindstigum og náði sá skali frá núll upp í tólf. Eitt vindstig kallast andvari, fimm kallast kaldi, tíu rok og tólf eru fárviðri. „Vindstigin gömlu þóttu ekki nógu nákvæm. Oft á tíðum var spáð til að mynda að vindur yrði sjö til átta vindstig en það er þá á bilinu þrettán til tuttugu metrar á sekúndu.“ Nú á dögum erum við vanari því að heyra talað um vindhraða í metrum á sekúndu. Fæst tengjum við það þó við neitt annað en vind. Til gamans höfum við á Vísi umreiknað fáeina vindhraðatölur úr metrum á sekúndu yfir í kílómetra á klukkustund. Mesti vindhraði í Surtsey í dag hefur til að mynda verið 29 m/s en það samsvarar um 105 km/klst. Áðurnefnd vindhviða á Stórhöfða var á 140 km/klst. Í morgun var ökumaður til að mynda tekinn á svipuðum hraða við Smáralind. „Fólk heldur oft að það tengi mjög vel við mælieininguna kílómetra á klukkustund en í oft áttar það sig ekkert á hraðanum fyrr en það lendir í óhappi. Í raun áttar það sig ekkert frekar á því heldur en metrum á sekúndu,“ segir Elín að lokum. Í kjölfar þessa er rétt að minna fólk á að vera ekki á ferli að óþörfu og koma í veg fyrir að lausamunir takist á loft utandyra.
Veður Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira