Innlent

Slegið á létta strengi í rokinu í Grindavík

Sveinn Arnarsson skrifar
Vitlaust veður er nú í Grindavík, en það stoppaði ekki Sigurjón Veigar og Daníel til að sprella aðeins
Vitlaust veður er nú í Grindavík, en það stoppaði ekki Sigurjón Veigar og Daníel til að sprella aðeins
Sigurjón Veigar Þórðarson og vinur hans, Daníel Árnason, slógu á létta strengi í Grindavík nú í kvöld. "Það er arfavitlaust veður og við ákváðum aðeins að sprella".

Daníel lét sig hafa það að taka létt skokk í rokinu við bryggjuna í veðrinu. Veðurhæðin þarna hefur verið ná um 40 metrum á sekúndum í hviðum. Sigurjón telur þó flesta sem þekkja þá kumpána vita að þetta sé leikinn atburður. "Þeir sem þekkja okkur vita að þetta er bara einhver vitleysa í okkur, ég held að enginn sem okkur þekki haldi að þetta sé ósvikið. Það er að segja að ég hafi keyrt fram á skokkara í þessu veðri.

Björgunarsveitir eru að störfum í bænum og eru að negla fyrir glugga í bæjarfélaginu. Þeir urðu varir við sprellið í strákunum. "Jájá, við sáum þá þarna standa í ströngu við að negla fyrir glugga á meðan við vorum í þessu."

Sigurjón Veigar telur að nú sé hann líklega að ganga niður. Mér finnst svona eins og veðrið hér hafi náð hámarki og er á leið niður. Það er svona aðeins byrjað að lægja aftur frá því rokið var sem mest."  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×