Örn verpir við þjóðveg og virðist laðast að fólki Kristján Már Unnarsson skrifar 20. júní 2014 17:30 Arnarhreiðrið. Annað foreldrið með bráð í hægri kló en hitt foreldrið virðist sitja vinstra megin. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Hafarnarpar á ónefndum stað á Vestfjörðum virðist óvenju gæft og hefur nú valið að gera sér hreiður aðeins 250 metra frá þjóðvegi. Þegar Stöð 2 var að mynda örninn á dögunum lét hann sér hvergi bregða og sat rólegur í mestu makindum skammt frá veginum. Að höfðu samráði við Náttúrufræðistofnun og Umhverfisstofnun munum við þó ekki geta þess hvar á Vestfjörðum myndirnar voru teknar að öðru leyti en því að myndatökumaðurinn, Baldur Hrafnkell Jónsson, stóð við þjóðveginn þegar hann myndaði örninn. Myndskeiðin voru sýnd í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. „Hann er náttúrlega bara til þess að heilla. En sem betur fer vita kannski ekki margir hvar hann er því það getur orðið svolítið ónæði af fólki ef fólk fer að nálgast hann of mikið,” segir Dagný Bryndís Sigurjónsdóttir, landvörður á Vestfjörðum hjá Umhverfisstofnun.Dagný Bryndís Sigurjónsdóttir, landvörður hjá Umhverfisstofnun.Stöð 2/Baldur Hrafnkell JónssonÞarna urðum við vitni að því þegar annað foreldrið kom með vænan bita í hreiðrið. Hitt foreldrið virtist sitja við hreiðrið. Hér háttar svo til að örninn hefur valið sér varpsstað aðeins um 250 metra frá þjóðvegi. Reglur segja að mönnum sé óheimilt að koma nær arnarhreiðrum en 500 metra. En hvernig vegnar erninum með hreiðrið svona nálægt veginum? „Mér sýnist þetta líta bara vel út. Það er kominn ungi,” segir Dagný Bryndís og segist fylgjast spennt með. Þarna sjáum við unga bregða fyrir en það er talið hugsanlegt að ungarnir séu tveir í þessu hreiðri. Að sögn Kristins Hauks Skarphéðinssonar hjá Náttúrufræðistofnun virðist sem 48 hafarnarpör hafi orpið á landinu í ár en hann segir of snemmt að segja til um árangur varpsins. Tíðarfar hafi þó verið hagstætt. Kristinn segir að hafernir séu venjulega styggir og viðkvæmir gagnvart umgengni manna en þetta par sé mjög óvenjulegt, og undir það tekur landvörðurinn. „Hann virðist bara laðast að fólki hérna. Þegar Vegagerðin var að vinna þá fikraði sig hann bara nær þeim frekar en hitt og bara leið vel í návist þeirra,” sagði Dagný Bryndís. Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Hafarnarpar á ónefndum stað á Vestfjörðum virðist óvenju gæft og hefur nú valið að gera sér hreiður aðeins 250 metra frá þjóðvegi. Þegar Stöð 2 var að mynda örninn á dögunum lét hann sér hvergi bregða og sat rólegur í mestu makindum skammt frá veginum. Að höfðu samráði við Náttúrufræðistofnun og Umhverfisstofnun munum við þó ekki geta þess hvar á Vestfjörðum myndirnar voru teknar að öðru leyti en því að myndatökumaðurinn, Baldur Hrafnkell Jónsson, stóð við þjóðveginn þegar hann myndaði örninn. Myndskeiðin voru sýnd í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. „Hann er náttúrlega bara til þess að heilla. En sem betur fer vita kannski ekki margir hvar hann er því það getur orðið svolítið ónæði af fólki ef fólk fer að nálgast hann of mikið,” segir Dagný Bryndís Sigurjónsdóttir, landvörður á Vestfjörðum hjá Umhverfisstofnun.Dagný Bryndís Sigurjónsdóttir, landvörður hjá Umhverfisstofnun.Stöð 2/Baldur Hrafnkell JónssonÞarna urðum við vitni að því þegar annað foreldrið kom með vænan bita í hreiðrið. Hitt foreldrið virtist sitja við hreiðrið. Hér háttar svo til að örninn hefur valið sér varpsstað aðeins um 250 metra frá þjóðvegi. Reglur segja að mönnum sé óheimilt að koma nær arnarhreiðrum en 500 metra. En hvernig vegnar erninum með hreiðrið svona nálægt veginum? „Mér sýnist þetta líta bara vel út. Það er kominn ungi,” segir Dagný Bryndís og segist fylgjast spennt með. Þarna sjáum við unga bregða fyrir en það er talið hugsanlegt að ungarnir séu tveir í þessu hreiðri. Að sögn Kristins Hauks Skarphéðinssonar hjá Náttúrufræðistofnun virðist sem 48 hafarnarpör hafi orpið á landinu í ár en hann segir of snemmt að segja til um árangur varpsins. Tíðarfar hafi þó verið hagstætt. Kristinn segir að hafernir séu venjulega styggir og viðkvæmir gagnvart umgengni manna en þetta par sé mjög óvenjulegt, og undir það tekur landvörðurinn. „Hann virðist bara laðast að fólki hérna. Þegar Vegagerðin var að vinna þá fikraði sig hann bara nær þeim frekar en hitt og bara leið vel í návist þeirra,” sagði Dagný Bryndís.
Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira