Alltaf verið að spyrja mig út í Mighty Ducks 2 Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. júní 2014 06:30 Stjörnubani. Bandaríski framherjinn Matthew Eliason skoraði sigurmark Þróttar gegn Stjörnunni í 16 liða úrslitum Borgunarbikarsins. Fréttablaðið/Vilhelm Matthew Eliason varð skyndilega heimsfrægur þegar hjólhestaspyrna hans í æfingaleik með Lionel Messi rataði á YouTube. Matthew leikur þessa dagana á Íslandi með Þrótti en hann skaut Þrótti í 8 liða úrslit Borgunarbikarsins á dögunum gegn Stjörnunni. Matthew var nokkuð brattur þegar Fréttablaðið heyrði í honum. „Þessi leikur tók á en það var frábært að ná sigrinum. Það er leikur á föstudaginn svo ég gæti þurft að skella mér í ísbað í dag,“ sagði Matthew sem er ánægður í herbúðum Þróttar. „Það gekk vel allt frá byrjun. Strákarnir voru duglegir að skapa færi fyrir mig sem gerði mér auðveldara fyrir. Við fórum í æfingaferð til Englands þar sem ég lærði inn á liðið og liðsfélagana og það hjálpaði mér gríðarlega. Ég hafði aldrei spilað einn í fremstu víglínu áður en mér hefur tekist það vel hingað til,“ sagði Matthew sem var ánægður með móttökurnar í liðinu. „Ég hef reynt að kynnast strákunum og ég gæti ekki hafa fengið betri hóp, held ég. Þeir hafa hjálpað mér að setjast að í nýju umhverfi. Ég er frá Chicago svo það að flytja til Reykjavíkur er töluverð breyting fyrir mig. Reykjavík er töluvert minni borg. Ég sakna fjölskyldu minnar í Chicago en strákarnir hafa hjálpað mér. Fjölskyldumeðlimir mínir hlógu þegar ég sagðist vera að fara til Íslands að spila. Fólk er alltaf að spyrja mig út í Bláa lónið og myndina Mighty Ducks 2. Ég var spurður hvort allir hérna á Íslandi hétu Gunnar eins og söguhetjan í myndinni,“ sagði Matthew og hló.Heimsfrægur Matthew varð heimsfrægur þegar hann skoraði með hjólhestaspyrnu í æfingaleik fyrir ári. Sendingin kom frá engum öðrum en Thierry Henry en í röðum andstæðinganna var Lionel Messi. „Ég hef lent í því að vera kallaður hjólarastrákurinn. Það var frábært að fá þessa umfjöllun og ég fór á reynslu til nokkurra liða út frá þessu. Þetta var frábær lífsreynsla að taka þátt í þessum leik og allt sem kom út frá þessu. Það hefur komið mér alla leiðina til Íslands svo hlutirnir virkuðu vel. Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, hringdi í mig og bauð mér samning á hárréttum tíma,“ sagði Matthew en hann var fjármálaráðgjafi í Chicago áður en hann hélt til Íslands. Hann er í tímabundnu leyfi frá vinnu. „Ég er enn þá starfsmaður fyrirtækisins en er í tímabundnu leyfi og fæ því ekki laun. Þeir voru afar skilningsríkir á að ég væri að láta drauminn rætast með því að koma til Íslands. Ég átti eflaust inni hjá þeim eftir að markið jók viðskipti fyrirtækisins gríðarlega. Þeir voru skilningsríkir og ég er þakklátur fyrir það.“ Matthew er kominn með aukavinnu sem blaðamaður hjá Iceland Magazine. „Mér leiddist að gera ekkert með fótboltanum og þegar Þróttur talaði um fjölmiðlastarf stökk ég á það. Þetta gefur mér aukið tækifæri til að læra um íslenska menningu,“ sagði Matthew.Skilur Klinsmann Njósnateymi bandaríska landsliðsins er sífellt að reyna að finna leikmenn um allan heim sem hafa ekki spilað landsleik og eiga möguleika á því að fá bandarískan ríkisborgararétt. Flestir Íslendingar ættu að kannast við mál Arons Jóhannssonar en hann er ekki sá eini. Alls eru fimm leikmenn í bandaríska hópnum sem eru upprunalega þýskir. „Fótbolti er á uppleið í Bandaríkjunum og fólk vill eflaust sjá sanna Bandaríkjamenn spila fyrir landsliðið, það gefur ungliðastarfinu byr undir báða vængi. Að mínu mati er þetta hins vegar aðeins jákvætt fyrir knattspyrnuna í Bandaríkjunum. Þýskaland framleiðir betri fótboltamenn og ef þeir eiga bandaríska foreldra er ekkert að því að bjóða þeim að spila með okkur. Það þarf ekkert að skammast sín fyrir þetta, það má sjá þetta hjá stórliðunum líka eins og Diego Costa sannaði,“ sagði Matthew sem telur að aðkoma betri leikmanna geti aðeins styrkt landsliðið til lengri tíma. „Það eykur styrkleikann á æfingum sem er gott fyrir liðið. Ungir leikmenn sem koma inn í landsliðshópinn munu spila með betri leikmönnum og það eykur gæðin í hópnum til lengri tíma,“ sagði Matthew en mark hans gegn Messi og félögum má sjá hér fyrir neðan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Þróttur 0-1 | Eliason hetja Þróttara Þróttur er kominn í 8-liða úrslit Borgunarbikarsins eftir sigur á Stjörnunni í framlengdum leik. 18. júní 2014 12:39 Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Sló út uppáhaldsspilara sonar síns Sport Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Enski boltinn Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira
Matthew Eliason varð skyndilega heimsfrægur þegar hjólhestaspyrna hans í æfingaleik með Lionel Messi rataði á YouTube. Matthew leikur þessa dagana á Íslandi með Þrótti en hann skaut Þrótti í 8 liða úrslit Borgunarbikarsins á dögunum gegn Stjörnunni. Matthew var nokkuð brattur þegar Fréttablaðið heyrði í honum. „Þessi leikur tók á en það var frábært að ná sigrinum. Það er leikur á föstudaginn svo ég gæti þurft að skella mér í ísbað í dag,“ sagði Matthew sem er ánægður í herbúðum Þróttar. „Það gekk vel allt frá byrjun. Strákarnir voru duglegir að skapa færi fyrir mig sem gerði mér auðveldara fyrir. Við fórum í æfingaferð til Englands þar sem ég lærði inn á liðið og liðsfélagana og það hjálpaði mér gríðarlega. Ég hafði aldrei spilað einn í fremstu víglínu áður en mér hefur tekist það vel hingað til,“ sagði Matthew sem var ánægður með móttökurnar í liðinu. „Ég hef reynt að kynnast strákunum og ég gæti ekki hafa fengið betri hóp, held ég. Þeir hafa hjálpað mér að setjast að í nýju umhverfi. Ég er frá Chicago svo það að flytja til Reykjavíkur er töluverð breyting fyrir mig. Reykjavík er töluvert minni borg. Ég sakna fjölskyldu minnar í Chicago en strákarnir hafa hjálpað mér. Fjölskyldumeðlimir mínir hlógu þegar ég sagðist vera að fara til Íslands að spila. Fólk er alltaf að spyrja mig út í Bláa lónið og myndina Mighty Ducks 2. Ég var spurður hvort allir hérna á Íslandi hétu Gunnar eins og söguhetjan í myndinni,“ sagði Matthew og hló.Heimsfrægur Matthew varð heimsfrægur þegar hann skoraði með hjólhestaspyrnu í æfingaleik fyrir ári. Sendingin kom frá engum öðrum en Thierry Henry en í röðum andstæðinganna var Lionel Messi. „Ég hef lent í því að vera kallaður hjólarastrákurinn. Það var frábært að fá þessa umfjöllun og ég fór á reynslu til nokkurra liða út frá þessu. Þetta var frábær lífsreynsla að taka þátt í þessum leik og allt sem kom út frá þessu. Það hefur komið mér alla leiðina til Íslands svo hlutirnir virkuðu vel. Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, hringdi í mig og bauð mér samning á hárréttum tíma,“ sagði Matthew en hann var fjármálaráðgjafi í Chicago áður en hann hélt til Íslands. Hann er í tímabundnu leyfi frá vinnu. „Ég er enn þá starfsmaður fyrirtækisins en er í tímabundnu leyfi og fæ því ekki laun. Þeir voru afar skilningsríkir á að ég væri að láta drauminn rætast með því að koma til Íslands. Ég átti eflaust inni hjá þeim eftir að markið jók viðskipti fyrirtækisins gríðarlega. Þeir voru skilningsríkir og ég er þakklátur fyrir það.“ Matthew er kominn með aukavinnu sem blaðamaður hjá Iceland Magazine. „Mér leiddist að gera ekkert með fótboltanum og þegar Þróttur talaði um fjölmiðlastarf stökk ég á það. Þetta gefur mér aukið tækifæri til að læra um íslenska menningu,“ sagði Matthew.Skilur Klinsmann Njósnateymi bandaríska landsliðsins er sífellt að reyna að finna leikmenn um allan heim sem hafa ekki spilað landsleik og eiga möguleika á því að fá bandarískan ríkisborgararétt. Flestir Íslendingar ættu að kannast við mál Arons Jóhannssonar en hann er ekki sá eini. Alls eru fimm leikmenn í bandaríska hópnum sem eru upprunalega þýskir. „Fótbolti er á uppleið í Bandaríkjunum og fólk vill eflaust sjá sanna Bandaríkjamenn spila fyrir landsliðið, það gefur ungliðastarfinu byr undir báða vængi. Að mínu mati er þetta hins vegar aðeins jákvætt fyrir knattspyrnuna í Bandaríkjunum. Þýskaland framleiðir betri fótboltamenn og ef þeir eiga bandaríska foreldra er ekkert að því að bjóða þeim að spila með okkur. Það þarf ekkert að skammast sín fyrir þetta, það má sjá þetta hjá stórliðunum líka eins og Diego Costa sannaði,“ sagði Matthew sem telur að aðkoma betri leikmanna geti aðeins styrkt landsliðið til lengri tíma. „Það eykur styrkleikann á æfingum sem er gott fyrir liðið. Ungir leikmenn sem koma inn í landsliðshópinn munu spila með betri leikmönnum og það eykur gæðin í hópnum til lengri tíma,“ sagði Matthew en mark hans gegn Messi og félögum má sjá hér fyrir neðan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Þróttur 0-1 | Eliason hetja Þróttara Þróttur er kominn í 8-liða úrslit Borgunarbikarsins eftir sigur á Stjörnunni í framlengdum leik. 18. júní 2014 12:39 Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Sló út uppáhaldsspilara sonar síns Sport Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Enski boltinn Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Þróttur 0-1 | Eliason hetja Þróttara Þróttur er kominn í 8-liða úrslit Borgunarbikarsins eftir sigur á Stjörnunni í framlengdum leik. 18. júní 2014 12:39