Segir forsetann hafa málfrelsi í stórum sem smáum málum Kristján Már Unnarsson skrifar 24. mars 2014 18:45 Forsætisráðherra sá ástæðu til að hrósa forseta Íslands á Alþingi í dag fyrir að verja hagsmuni þjóðarinnar á erlendum vettvangi. Hann var að svara fyrirspurn þingmanns sem taldi yfirlýsingar forsetans erlendis vera vandamál og skapa rugling. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, taldi ástæðu til að spyrja hver færi með utanríkisstefnu íslands en tilefnið sagði hún fréttir af því að forseti Íslands hefði á Norðurslóðaráðstefnu í Bodö í Noregi í síðustu viku sett ofan í við norska ráðamenn fyrir að tjá sig um ástandið í Úkraínu. „Nú hefur forseti Íslands gjarnan mætt í stóra erlenda fjölmiðla og komið þar með utanríkisstefnu sem ég kannast hvorki við að sé utanríkisstefna fyrrverandi ríkisstjórnar né núverandi ríkisstjórnar. Mér finnst þetta ekki bara vera orðið vandamál heldur er þetta mjög ruglingslegt fyrir vini okkar sem við eigum í samstarfi við í öðrum löndum,“ sagði Birgitta. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði að í umræddri ráðstefnu hefði forseti Íslands sett út á að málefni Úkraínu hefðu verið tekin upp á óviðeigandi vettvangi, en hann hefði ekki lýst afstöðu til ástandsins í landinu. Hann sagði utanríkisráðherra, ríkisstjórn og Alþingi fara með utanríkisstefnu Íslands en sagði eðlilegt að forseti Íslands tjáði sig. „Forseti Íslands hefur málfrelsi. Hann má lýsa skoðun sinni á málum, stórum sem smáum, og hefur á undanförnum árum oft og tíðum gert það ágætlega, einkum og sér í lagi hvað varðar þá áherslu forsetans að verja hagsmuni þjóðarinnar út á við í erfiðum deilumálum sem Íslendingar hafa átt í á undanförnum árum,“ sagði forsætisráðherra. Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Sjá meira
Forsætisráðherra sá ástæðu til að hrósa forseta Íslands á Alþingi í dag fyrir að verja hagsmuni þjóðarinnar á erlendum vettvangi. Hann var að svara fyrirspurn þingmanns sem taldi yfirlýsingar forsetans erlendis vera vandamál og skapa rugling. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, taldi ástæðu til að spyrja hver færi með utanríkisstefnu íslands en tilefnið sagði hún fréttir af því að forseti Íslands hefði á Norðurslóðaráðstefnu í Bodö í Noregi í síðustu viku sett ofan í við norska ráðamenn fyrir að tjá sig um ástandið í Úkraínu. „Nú hefur forseti Íslands gjarnan mætt í stóra erlenda fjölmiðla og komið þar með utanríkisstefnu sem ég kannast hvorki við að sé utanríkisstefna fyrrverandi ríkisstjórnar né núverandi ríkisstjórnar. Mér finnst þetta ekki bara vera orðið vandamál heldur er þetta mjög ruglingslegt fyrir vini okkar sem við eigum í samstarfi við í öðrum löndum,“ sagði Birgitta. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði að í umræddri ráðstefnu hefði forseti Íslands sett út á að málefni Úkraínu hefðu verið tekin upp á óviðeigandi vettvangi, en hann hefði ekki lýst afstöðu til ástandsins í landinu. Hann sagði utanríkisráðherra, ríkisstjórn og Alþingi fara með utanríkisstefnu Íslands en sagði eðlilegt að forseti Íslands tjáði sig. „Forseti Íslands hefur málfrelsi. Hann má lýsa skoðun sinni á málum, stórum sem smáum, og hefur á undanförnum árum oft og tíðum gert það ágætlega, einkum og sér í lagi hvað varðar þá áherslu forsetans að verja hagsmuni þjóðarinnar út á við í erfiðum deilumálum sem Íslendingar hafa átt í á undanförnum árum,“ sagði forsætisráðherra.
Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Sjá meira