Viðskipti innlent

Nýjum rafrænum gjaldmiðli dreift til Íslendinga

Samúel Karl Ólason skrifar
-Dreifingin hefst á miðnætti í kvöld.
-Dreifingin hefst á miðnætti í kvöld. Mynd/Auroracoin.org
Á miðnætti í kvöld verður Íslendingum gert kleift að verða sér út um Auroracoin, sem er nýr rafrænn gjaldmiðill. Á heimasíðu myntarinnar segir að atburðurinn geti skapað aðstæður fyrir Íslendinga til að hefja almenna notkun gjaldmiðilsins.

„Þetta getur þróast á marga vegu, en ég tel líklegt að notkun á Auroracoin muni aukast jafnt og þétt þegar líður á þetta ár sem ég ætla verkefninu,“ segir einstaklingur á bak við gjaldmiðillinn sem gengur undir dulnefninu Baldur Friggjar Óðinsson.

Baldur mun ekki gefa upp með hvaða hætti Íslendingar geta nálgast sinn skammt fyrr en á miðnætti. Hver og einn getur sótt 31,8 AUR, sem samsvarar tæpum 40 þúsund krónum, miðað við markaðsvirði Auroracoin í gærkvöldi.

„Ég tek það fram að þetta verð byggist á mati spákaupmanna á þessari stundu og það getur reynst mjög rangt á hvorn veginn sem er.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×