Innlent

Langt í land hjá kennurum

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Aðalheiður vonast til að samninganefnd ríkisins leggi fram pappíra svo hægt sé að halda viðræðum áfram.
Aðalheiður vonast til að samninganefnd ríkisins leggi fram pappíra svo hægt sé að halda viðræðum áfram. Vísir/Vilhelm
Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður samninganefndar framhaldsskólakennara, segir töluvert langt í land þar til kjarasamningar náist. Verkfall hefur nú staðið yfir í viku.

„Þetta hefur gengið mun hægar fyrir sig en við vorum að undirbúa okkur fyrir. Við bjuggumst við að það yrði meiri vinna í málum yfir helgina en það er greinilegt að samninganefnd ríkisins telur sig þurfa meiri tíma sín megin til að fara yfir mál,“ segir Aðalheiður.

Fundað var fram á sjöunda tímann í gær og ætla aðilar að hittast aftur klukkan tíu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×