Jordan Spieth lítið að stressa sig yfir sínum fyrsta Ryder-bikar 24. september 2014 17:45 Jordan Spieth í Masters mótinu fyrr á árinu. AP/Getty Ein stærsta vonarstjarna bandarísks golfs, Jordan Spieth, segir að hann sé ekki stressaður fyrir Ryder-bikarnum sem hefst formlega á morgun en hann er í bandaríska liðinu í fyrsta sinn. Þessi tvítugi strákur hefur vakið verðskuldaða athygli á PGA-mótaröðinni undanfarin tvö ár en hann sigraði á John Deere Classic í fyrra og var nálægt því að sigra á Masters mótinu í ár þar sem hann endaði í öðru sæti á eftir Bubba Watson. „Þetta er ekki allt alveg nýtt fyrir mér þótt að þetta sé minn fyrsti Ryder-bikar,“ sagði Spieth á fréttamannafundi í gær. „Ég var í bandaríska liðinu í Forsetabikarnum í fyrra og það er svipað fyrirkomulag. Auðvitað er Ryder-bikarinn stærri og það er meiri pressa en ég á eftir að höndla hana, ég hlakka til að standa á fyrsta teig þótt að hjartað eigi kannski eftir að slá hraðar en venjulega.“ Fastlega er gert ráð fyrir að fyrirliði bandaríska liðsins, Tom Watson, pari Spieth með reynsluboltanum Matt Kuchar en þeir tveir hafa leikið saman æfingahringi undanfarna tvo daga. Kuchar tjáði sig um það á fréttamannafundinum í gær og segist sjálfur vera mjög spenntur fyrir því að leika með Spieth. „Hann er ungur en mjög þroskaður kylfingur sem sést kannski best á því hversu góður hann er á flötunum. Ég myndi fagna því ef ég fengi tækifæri til þess að spila með honum um helgina.“ Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ein stærsta vonarstjarna bandarísks golfs, Jordan Spieth, segir að hann sé ekki stressaður fyrir Ryder-bikarnum sem hefst formlega á morgun en hann er í bandaríska liðinu í fyrsta sinn. Þessi tvítugi strákur hefur vakið verðskuldaða athygli á PGA-mótaröðinni undanfarin tvö ár en hann sigraði á John Deere Classic í fyrra og var nálægt því að sigra á Masters mótinu í ár þar sem hann endaði í öðru sæti á eftir Bubba Watson. „Þetta er ekki allt alveg nýtt fyrir mér þótt að þetta sé minn fyrsti Ryder-bikar,“ sagði Spieth á fréttamannafundi í gær. „Ég var í bandaríska liðinu í Forsetabikarnum í fyrra og það er svipað fyrirkomulag. Auðvitað er Ryder-bikarinn stærri og það er meiri pressa en ég á eftir að höndla hana, ég hlakka til að standa á fyrsta teig þótt að hjartað eigi kannski eftir að slá hraðar en venjulega.“ Fastlega er gert ráð fyrir að fyrirliði bandaríska liðsins, Tom Watson, pari Spieth með reynsluboltanum Matt Kuchar en þeir tveir hafa leikið saman æfingahringi undanfarna tvo daga. Kuchar tjáði sig um það á fréttamannafundinum í gær og segist sjálfur vera mjög spenntur fyrir því að leika með Spieth. „Hann er ungur en mjög þroskaður kylfingur sem sést kannski best á því hversu góður hann er á flötunum. Ég myndi fagna því ef ég fengi tækifæri til þess að spila með honum um helgina.“
Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira