Paul McGinley íhugar að stía Mcilroy og McDowell i sundur 24. september 2014 06:30 McIlroy og McDowell á Medinah vellinum fyrir tveimur árum. Vísir/Getty Paul McGinley, Ryder-fyrirliði Evrópuliðsins, íhugar að para ekki Rory McIlroy og Graeme McDowell saman í Ryder-bikarnum sem hefst á föstudaginn en þeir hafa verið nánast óaðskiljanlegir í síðustu tveimur Ryderum. Þrátt fyrir að hafa spilað sex leiki saman hafa þeir aðeins unnið tvö og hálft stig, sem er tölfræði sem McGinley er ekki sáttur með. Norður-Írarnir eru einnig ekki taldir vera jafn miklir félagar þessa dagana og þeir voru fyrir tveimur árum en ástæðan gæti verið lögsókn McIlroy á hendur umboðsskrifstofunni Horizon Sports, þar sem nafn McDowell kemur oft fyrir. „Ég hafði alltaf hugsað mér að para þá tvo saman en ég hef verið að pæla meira og meira í því að undanförnu að þeir gætu blómstrað með einhverjum öðrum líka, “ sagði Paul McGinley við fréttamenn í gær þegar hann var spurður út í McIlroy og McDowell. „Ég held að sambandið á milli þeirra sé í góðu lagi en það kemur í ljós hvernig þeim verður stillt upp þegar að mótið hefst. Eitt er víst að ég er feginn að hafa þá báða í liðinu þótt að tölfræði þeirra saman sé kannski ekki sú besta.“ Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Paul McGinley, Ryder-fyrirliði Evrópuliðsins, íhugar að para ekki Rory McIlroy og Graeme McDowell saman í Ryder-bikarnum sem hefst á föstudaginn en þeir hafa verið nánast óaðskiljanlegir í síðustu tveimur Ryderum. Þrátt fyrir að hafa spilað sex leiki saman hafa þeir aðeins unnið tvö og hálft stig, sem er tölfræði sem McGinley er ekki sáttur með. Norður-Írarnir eru einnig ekki taldir vera jafn miklir félagar þessa dagana og þeir voru fyrir tveimur árum en ástæðan gæti verið lögsókn McIlroy á hendur umboðsskrifstofunni Horizon Sports, þar sem nafn McDowell kemur oft fyrir. „Ég hafði alltaf hugsað mér að para þá tvo saman en ég hef verið að pæla meira og meira í því að undanförnu að þeir gætu blómstrað með einhverjum öðrum líka, “ sagði Paul McGinley við fréttamenn í gær þegar hann var spurður út í McIlroy og McDowell. „Ég held að sambandið á milli þeirra sé í góðu lagi en það kemur í ljós hvernig þeim verður stillt upp þegar að mótið hefst. Eitt er víst að ég er feginn að hafa þá báða í liðinu þótt að tölfræði þeirra saman sé kannski ekki sú besta.“
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira