Leggja fram nýja kæru á hendur MS Stefán Árni Pálsson skrifar 24. september 2014 19:14 Kæru Mjólkursamsöluna fyrir að hafa undanfarin tvö ár selt Mjólkurbúinu rjóma á um 20% hærra verði en Mjólku. visir/pjetur Forsvarsmenn Mjólkurbúsins KÚ hafa ákveðið leggja fram nýja kæru á hendur Mjólkursamsölunni fyrir að hafa undanfarin tvö ár selt Mjólkurbúinu rjóma á um 20% hærra verði en Mjólku og fyrirtækjum sem eru tengd MS. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mjólkurbúinu. Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins KÚ hefur falið lögmanni fyrirtækisins að kæra Mjólkursamsöluna. Að mati forsvarsmanna Mjólkurbúsins er hér um að ræða samkeppnishamlandi mismunun sem er brot á 11. gr. Samkeppnislaga. Eftir langa og ítarlega rannsókn sektaði Samkeppniseftirlitið Mjólkursamsöluna fyrr í þessari viku um 370 milljónir króna vegna annars brots sem laut að verðlagningu á hrámjólk, sem MS seldi Mjólkurbúinu á 17% hærra verði en Mjólku og öðrum tengdum fyrirtækjum. „Samkvæmt okkar upplýsingum hefur þessi mismunun í rjómasölu til okkar staðið í um það bil tvö ár og skekkt samkeppnisstöðu okkar gagnvart Mjólku og öðrum útvöldum vildarvinum MS,“ segir Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins. Hann segir að í kjölfar úrskurðar Samkeppniseftirlitsins um brot MS fyrr í vikunni telji hann rétt að gera grein fyrir öðrum Samkeppnislagabrotum MS sem bitnað hafi á starfsemi Mjólkurbúsins undanfarin misseri. „Brotið sem MS var sektað fyrir er því miður ekki einangrað dæmi um óeðlilega viðskiptahætti þessa einokunarrisa. Það er mikilvægt að löggjafinn dragi réttan lærdóm af þeim upplýsingum sem hafa komið fram um starfshætti MS að undanförnu og felli niður undanþágur MS frá Samkeppnislögum,“ segir Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins KÚ. Tengdar fréttir Uggandi yfir athöfnum MS „Markaðsmisnotkun er glæpur gagnvart neytendum og í því getum við ekki tekið þátt,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður, á Alþingi í dag. 23. september 2014 15:21 Notkun gervisykurs jafnvel hætt hjá Mjólkursamsölunni Ný rannsókn bendir til brenglaðs sykurþols vegna neyslu á gervisykri. Vöruþróunarstjóri MS segir að boðið hafi verið upp á mjólkurvörur með gervisykri sem valkost. Alltaf sé litið til Matvælaöryggisstofnunar Evrópu. 24. september 2014 07:00 Höfðar skaðabótamál á hendur Mjólkursamsölunni Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú ætlar að höfða skaðabótamál á hendur Mjólkursamsölunni í kjölfar úrskurðar Samkeppniseftirltisins um að MS hafi brotið samkeppnislög. 22. september 2014 17:12 Samkeppnisbrot Mjólkursamsölunnar kalli á endurskoðun búvörulaga Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að samkeppnislagabrot Mjólkursamsölunnar kalli á tafarlausa endurskoðun búvörulaga. Hann segir ljóst að neytendur hafi orðið fyrir miklu tjóni vegna þessa og segir nauðsynlegt að Mjólkursamsölunni verði gert að keppa á sömu forsendum og aðrir. 23. september 2014 12:57 Áætlar tjón sitt 200 milljónir króna vegna brota MS Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú og stofnandi Mjólku áætlar að fyrirtæki á sínum vegum hafi tapað 200 milljónum króna vegna samkeppnisbrota Mjólkursamsölunnar (MS). 22. september 2014 20:11 MS sektað um 370 milljónir króna Samkeppniseftirlitið lítur brot MS á samkeppnislögum alvarlegum augum. Niðurstaðan kemur fyrirtækinu á óvart og hyggst það áfrýja málinu. 22. september 2014 11:40 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Forsvarsmenn Mjólkurbúsins KÚ hafa ákveðið leggja fram nýja kæru á hendur Mjólkursamsölunni fyrir að hafa undanfarin tvö ár selt Mjólkurbúinu rjóma á um 20% hærra verði en Mjólku og fyrirtækjum sem eru tengd MS. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mjólkurbúinu. Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins KÚ hefur falið lögmanni fyrirtækisins að kæra Mjólkursamsöluna. Að mati forsvarsmanna Mjólkurbúsins er hér um að ræða samkeppnishamlandi mismunun sem er brot á 11. gr. Samkeppnislaga. Eftir langa og ítarlega rannsókn sektaði Samkeppniseftirlitið Mjólkursamsöluna fyrr í þessari viku um 370 milljónir króna vegna annars brots sem laut að verðlagningu á hrámjólk, sem MS seldi Mjólkurbúinu á 17% hærra verði en Mjólku og öðrum tengdum fyrirtækjum. „Samkvæmt okkar upplýsingum hefur þessi mismunun í rjómasölu til okkar staðið í um það bil tvö ár og skekkt samkeppnisstöðu okkar gagnvart Mjólku og öðrum útvöldum vildarvinum MS,“ segir Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins. Hann segir að í kjölfar úrskurðar Samkeppniseftirlitsins um brot MS fyrr í vikunni telji hann rétt að gera grein fyrir öðrum Samkeppnislagabrotum MS sem bitnað hafi á starfsemi Mjólkurbúsins undanfarin misseri. „Brotið sem MS var sektað fyrir er því miður ekki einangrað dæmi um óeðlilega viðskiptahætti þessa einokunarrisa. Það er mikilvægt að löggjafinn dragi réttan lærdóm af þeim upplýsingum sem hafa komið fram um starfshætti MS að undanförnu og felli niður undanþágur MS frá Samkeppnislögum,“ segir Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins KÚ.
Tengdar fréttir Uggandi yfir athöfnum MS „Markaðsmisnotkun er glæpur gagnvart neytendum og í því getum við ekki tekið þátt,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður, á Alþingi í dag. 23. september 2014 15:21 Notkun gervisykurs jafnvel hætt hjá Mjólkursamsölunni Ný rannsókn bendir til brenglaðs sykurþols vegna neyslu á gervisykri. Vöruþróunarstjóri MS segir að boðið hafi verið upp á mjólkurvörur með gervisykri sem valkost. Alltaf sé litið til Matvælaöryggisstofnunar Evrópu. 24. september 2014 07:00 Höfðar skaðabótamál á hendur Mjólkursamsölunni Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú ætlar að höfða skaðabótamál á hendur Mjólkursamsölunni í kjölfar úrskurðar Samkeppniseftirltisins um að MS hafi brotið samkeppnislög. 22. september 2014 17:12 Samkeppnisbrot Mjólkursamsölunnar kalli á endurskoðun búvörulaga Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að samkeppnislagabrot Mjólkursamsölunnar kalli á tafarlausa endurskoðun búvörulaga. Hann segir ljóst að neytendur hafi orðið fyrir miklu tjóni vegna þessa og segir nauðsynlegt að Mjólkursamsölunni verði gert að keppa á sömu forsendum og aðrir. 23. september 2014 12:57 Áætlar tjón sitt 200 milljónir króna vegna brota MS Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú og stofnandi Mjólku áætlar að fyrirtæki á sínum vegum hafi tapað 200 milljónum króna vegna samkeppnisbrota Mjólkursamsölunnar (MS). 22. september 2014 20:11 MS sektað um 370 milljónir króna Samkeppniseftirlitið lítur brot MS á samkeppnislögum alvarlegum augum. Niðurstaðan kemur fyrirtækinu á óvart og hyggst það áfrýja málinu. 22. september 2014 11:40 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Uggandi yfir athöfnum MS „Markaðsmisnotkun er glæpur gagnvart neytendum og í því getum við ekki tekið þátt,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður, á Alþingi í dag. 23. september 2014 15:21
Notkun gervisykurs jafnvel hætt hjá Mjólkursamsölunni Ný rannsókn bendir til brenglaðs sykurþols vegna neyslu á gervisykri. Vöruþróunarstjóri MS segir að boðið hafi verið upp á mjólkurvörur með gervisykri sem valkost. Alltaf sé litið til Matvælaöryggisstofnunar Evrópu. 24. september 2014 07:00
Höfðar skaðabótamál á hendur Mjólkursamsölunni Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú ætlar að höfða skaðabótamál á hendur Mjólkursamsölunni í kjölfar úrskurðar Samkeppniseftirltisins um að MS hafi brotið samkeppnislög. 22. september 2014 17:12
Samkeppnisbrot Mjólkursamsölunnar kalli á endurskoðun búvörulaga Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að samkeppnislagabrot Mjólkursamsölunnar kalli á tafarlausa endurskoðun búvörulaga. Hann segir ljóst að neytendur hafi orðið fyrir miklu tjóni vegna þessa og segir nauðsynlegt að Mjólkursamsölunni verði gert að keppa á sömu forsendum og aðrir. 23. september 2014 12:57
Áætlar tjón sitt 200 milljónir króna vegna brota MS Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins Kú og stofnandi Mjólku áætlar að fyrirtæki á sínum vegum hafi tapað 200 milljónum króna vegna samkeppnisbrota Mjólkursamsölunnar (MS). 22. september 2014 20:11
MS sektað um 370 milljónir króna Samkeppniseftirlitið lítur brot MS á samkeppnislögum alvarlegum augum. Niðurstaðan kemur fyrirtækinu á óvart og hyggst það áfrýja málinu. 22. september 2014 11:40