Alvarlegt mál sem á sér fá fordæmi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. september 2014 12:01 Við aðalmeðferð málsins 22.september síðastliðinn. vísir/gva Málflutningur í máli sérstaks saksóknara á hendur fyrrverandi stjórnendum Landsbankans vegna meintra umboðssvika fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ákæruvaldið segir stjórnendurna, þau Sigurjón Þorvald Árnason og Elínu Sigfúsdóttur, hafa brotið gróflega af sér og segir fá fordæmi um umfang og alvarleika málsins. Þó sé hægt að líkja málinu við Exeter málið svokallaða þar sem stjórnendur sparisjóðsins Byrs voru dæmdir í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Brot Sigurjóns og Elínar gætu varðað við sex ára fangelsi. Lánareglur þverbrotnar „Lánareglur Landsbankans voru þverbrotnar með veitingu sjálfskuldarábyrgðar. Þau fóru út fyrir þær heimildir sem þau höfðu til sjálfskuldarábyrðar og þar með misnotuðu þau aðstæður sínar gróflega,“ sagði Ásmunda Björg Baldursdóttir, saksóknarfulltrúi sérstaks saksóknara í munnlegum málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sigurjón og Elín eru ákærð fyrir fyrir umboðssvik upp á samtals 13,6 milljarða króna sem sneri að aflandsfélögunum Empennage Inc og Zimham Corp sem voru í eigu bankans. Féð var lánað vegna kaupréttarsamninga starfsmanna. Ekkert áhættumat Ákæruvaldið telur að með veitingu sjálfskuldarábyrgðanna á lánasamningum félaganna við Kaupþing, sem afgreiddar voru á milli funda lánanefndar og án utanaðkomandi trygginga, hafi þau brotið lánareglur bankans. Sigurjón og Elín bentu þó á á mánudag að undirliggjandi trygging hefði legið fyrir og algengt væri að afgreiða mál á milli funda. Um sex hundruð slíkir fundir hefðu átt sér stað á þessu tímabili. Ásmunda gagnrýndi harðlega áhættumat félaganna en voru þau metin sem svo að lítil sem engin áhætta fylgdi því að lána félögunum. Þuldi hún upp tæmandi lista yfir þau skilyrði sem fyrirtæki þurfa að uppfylla til þess að hægt sé að meta þau áhættulítil. Þar segir meðal annars að fyrirtæki þurfi að vera með trausta viðskipta- og fjárhagssögu og góða greiðslugetu. „Félögin uppfylla ekkert þessara skilyrða. Hér er um að ræða nýstofnuð skúffufélög með hundrað prósenta lánsfjármögnun. Það virðist ekkert áhættumat hafa farið fram á veitingu sjálfskuldarábyrgða,“ sagði Ásmunda. Sem fyrr segir neita bæði Sigurjón og Elín sök í málinu. Telja þau að með veitingu sjálfskuldarábyrgðanna hafi þau dregið umtalsvert úr áhættu bankans og ávinningurinn hafi verið um 10 milljarðar um mitt ár 2006 og 35 milljarðar um mitt ár 2007. Málflutningur stendur nú yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Tengdar fréttir 13 milljarða umboðssvik: Ítreka sakleysi sitt Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara á hendur Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni og Sigríði Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi stjórnenda Landsbanka Íslands, hófst í Héraðdómi Reykavíkur í morgun. 22. september 2014 11:33 „Hvað ætlið þið að segja við FME?“ "I can explain everything!“ Eins og karlinn sem ráfaði inn í vitlaust herbergi og lenti fyrir vikið uppi í rúmi með vinkonu eiginkonunnar,“ sagði í tölvupósti starfsmanna Landsbankans. 22. september 2014 17:15 Réttað yfir Elínu og Sigurjóni í dag Aðalmeðferð í máli tveggja fyrrverandi stjórnenda Landsbankans, sem ákærðir eru fyrir umboðssvik, hefst við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. 22. september 2014 07:15 „Algjörlega óskiljanlegt að lenda í þessu“ Laun þeirra beggja, Elínar og Sigurjóns, tengdust heildarafkomu bankans með áherslu á eigið fé. Þau neituðu því þó bæði að hafa haft nokkurn ávinning af þessum tilteknu samningum. 22. september 2014 13:02 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Málflutningur í máli sérstaks saksóknara á hendur fyrrverandi stjórnendum Landsbankans vegna meintra umboðssvika fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ákæruvaldið segir stjórnendurna, þau Sigurjón Þorvald Árnason og Elínu Sigfúsdóttur, hafa brotið gróflega af sér og segir fá fordæmi um umfang og alvarleika málsins. Þó sé hægt að líkja málinu við Exeter málið svokallaða þar sem stjórnendur sparisjóðsins Byrs voru dæmdir í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Brot Sigurjóns og Elínar gætu varðað við sex ára fangelsi. Lánareglur þverbrotnar „Lánareglur Landsbankans voru þverbrotnar með veitingu sjálfskuldarábyrgðar. Þau fóru út fyrir þær heimildir sem þau höfðu til sjálfskuldarábyrðar og þar með misnotuðu þau aðstæður sínar gróflega,“ sagði Ásmunda Björg Baldursdóttir, saksóknarfulltrúi sérstaks saksóknara í munnlegum málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sigurjón og Elín eru ákærð fyrir fyrir umboðssvik upp á samtals 13,6 milljarða króna sem sneri að aflandsfélögunum Empennage Inc og Zimham Corp sem voru í eigu bankans. Féð var lánað vegna kaupréttarsamninga starfsmanna. Ekkert áhættumat Ákæruvaldið telur að með veitingu sjálfskuldarábyrgðanna á lánasamningum félaganna við Kaupþing, sem afgreiddar voru á milli funda lánanefndar og án utanaðkomandi trygginga, hafi þau brotið lánareglur bankans. Sigurjón og Elín bentu þó á á mánudag að undirliggjandi trygging hefði legið fyrir og algengt væri að afgreiða mál á milli funda. Um sex hundruð slíkir fundir hefðu átt sér stað á þessu tímabili. Ásmunda gagnrýndi harðlega áhættumat félaganna en voru þau metin sem svo að lítil sem engin áhætta fylgdi því að lána félögunum. Þuldi hún upp tæmandi lista yfir þau skilyrði sem fyrirtæki þurfa að uppfylla til þess að hægt sé að meta þau áhættulítil. Þar segir meðal annars að fyrirtæki þurfi að vera með trausta viðskipta- og fjárhagssögu og góða greiðslugetu. „Félögin uppfylla ekkert þessara skilyrða. Hér er um að ræða nýstofnuð skúffufélög með hundrað prósenta lánsfjármögnun. Það virðist ekkert áhættumat hafa farið fram á veitingu sjálfskuldarábyrgða,“ sagði Ásmunda. Sem fyrr segir neita bæði Sigurjón og Elín sök í málinu. Telja þau að með veitingu sjálfskuldarábyrgðanna hafi þau dregið umtalsvert úr áhættu bankans og ávinningurinn hafi verið um 10 milljarðar um mitt ár 2006 og 35 milljarðar um mitt ár 2007. Málflutningur stendur nú yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Tengdar fréttir 13 milljarða umboðssvik: Ítreka sakleysi sitt Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara á hendur Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni og Sigríði Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi stjórnenda Landsbanka Íslands, hófst í Héraðdómi Reykavíkur í morgun. 22. september 2014 11:33 „Hvað ætlið þið að segja við FME?“ "I can explain everything!“ Eins og karlinn sem ráfaði inn í vitlaust herbergi og lenti fyrir vikið uppi í rúmi með vinkonu eiginkonunnar,“ sagði í tölvupósti starfsmanna Landsbankans. 22. september 2014 17:15 Réttað yfir Elínu og Sigurjóni í dag Aðalmeðferð í máli tveggja fyrrverandi stjórnenda Landsbankans, sem ákærðir eru fyrir umboðssvik, hefst við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. 22. september 2014 07:15 „Algjörlega óskiljanlegt að lenda í þessu“ Laun þeirra beggja, Elínar og Sigurjóns, tengdust heildarafkomu bankans með áherslu á eigið fé. Þau neituðu því þó bæði að hafa haft nokkurn ávinning af þessum tilteknu samningum. 22. september 2014 13:02 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
13 milljarða umboðssvik: Ítreka sakleysi sitt Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara á hendur Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni og Sigríði Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi stjórnenda Landsbanka Íslands, hófst í Héraðdómi Reykavíkur í morgun. 22. september 2014 11:33
„Hvað ætlið þið að segja við FME?“ "I can explain everything!“ Eins og karlinn sem ráfaði inn í vitlaust herbergi og lenti fyrir vikið uppi í rúmi með vinkonu eiginkonunnar,“ sagði í tölvupósti starfsmanna Landsbankans. 22. september 2014 17:15
Réttað yfir Elínu og Sigurjóni í dag Aðalmeðferð í máli tveggja fyrrverandi stjórnenda Landsbankans, sem ákærðir eru fyrir umboðssvik, hefst við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. 22. september 2014 07:15
„Algjörlega óskiljanlegt að lenda í þessu“ Laun þeirra beggja, Elínar og Sigurjóns, tengdust heildarafkomu bankans með áherslu á eigið fé. Þau neituðu því þó bæði að hafa haft nokkurn ávinning af þessum tilteknu samningum. 22. september 2014 13:02