Lífið

Fannst fyndið að selja löggum kleinuhringi

Þórður Ingi Jónsson skrifar
visir/gva
Kleinuhringjavagninn Dons Donuts er búinn að planta sér fyrir framan lögreglustöðina á Hverfisgötu.

„Mér fannst það skondin hugmynd að sækja um þennan stað," segir Grétar Sigurðsson, einn stofnenda kleinuhringjavagnsins Dons Donuts en hann var opnaður fyrir rúmri viku fyrir framan Lögreglustöðina á Hverfisgötu. Fyrir þremur vikum var vagninn opnaður í Fógetagarðinum.

„Við sóttum um leyfi á ýmsum stöðum en það vildi svo skemmtilega til að okkur var úthlutað þessum tveimur stöðum."
Dons Donuts sérhæfa sig í litlum sykruðum kleinuhringjum en að sögn Grétars eru ekki margir lögreglumenn búnir að koma og gæða sér á sætindunum, þótt flestir þekki mýtuna langlífu um ást lögreglumanna á kleinuhringjum.

Uppruni mýtunnar er sá að kleinuhringjabúðir voru lengi vel einu skyndibitastaðirnir sem voru opnir alla nóttina í Bandaríkjunum og var því kleinuhringur og kaffi fullkomin máltíð fyrir svangan og þreyttan lögregluþjón á vakt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×