„Ekkert annað en afgerandi stríðsyfirlýsing“ Heimir Már Pétursson skrifar 27. nóvember 2014 20:26 Dagskrá Alþingis fór úr skorðum í dag þegar upplýst var að stjórnarmeirihlutinn leggur til að átta virkjanir sem nú eru í biðflokki fari í nýtingarflokk. Stjórnarandstaðan segir þetta stríðsyfirlýsingu af hálfu ríkisstjórnarinnar og enn eitt dæmið um hversu átakasækin hún sé. Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í dag þegar upplýst var að stjórnarmeirihlutinn leggði til breytingartillögu á þingsályktun umhverfisráðherra um að auk Hvammsvirkjunar, færu Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun, Skrokkölduvirkjun, tvær Hágönguvirkjanir, Hagavatnsvirkjun og Hólmsá við Atley úr biðflokki í nýtingarflokk. En Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar greindi frá þessu á fundi nefndarinnar í morgun og sagði fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni að aðeins ætti að gefa umsagnaraðilum viku til að gera athugasemdir við þetta. „Mér þetta vera svo ruddaleg vinnubrögð að ég treysti því að forseti grípi hér inn í,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir. Formaður Samfylkingarinnar sagði ríkisstjórnina sýna ótrúlegan fruntaskap í þessu máli. „Það er auðvitað mjög alvarlegt ef það er ekki hægt að treysta því að þessi ríkisstjórn sé tilbúin að standa með lögum sem hér hafa verið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum fyrir örfáum árum síðan. Og fela í sér tilraun til sáttar í erfiðasta deilumáli þjóðarinnar undanfarna áratugi. Þetta er ótrúlegt að upplifa,“ sagði Árni Páll Árnason. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði athyglivert að hlusta á stór orð þeirra sem studdu síðustu ríkisstjórn í þessu máli. „Og hafa greinilega ekki lesið bók háttvirts þingmanns Össurar Skarphéðinssonar sem gerir því góð skil í bókinni hvernig nákvæmlega þetta mál var andlag hrossakaupa fyrri ríkisstjórnar,“ sagði Bjarni Benediktsson. Fyrrverandi umhverfisráðherra sagði að með þessu væri rammaáætlun höfð að engu. „Það er algjörlega óskiljanlegt hvers vegna ríkisstjórnin vill fara í stríð um þetta mál. Það er algjörlega óskiljanlegt. Þetta er ekkert annað en mjög afgerandi stríðsyfirlýsing. Það sem er að gerast með þessari málsmeðferð er að allt landið, Ísland frá fjalli til fjöru er í nýtingarflokki,“ sagði Svandís Svavarsdóttir. Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Fleiri fréttir Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Sjá meira
Dagskrá Alþingis fór úr skorðum í dag þegar upplýst var að stjórnarmeirihlutinn leggur til að átta virkjanir sem nú eru í biðflokki fari í nýtingarflokk. Stjórnarandstaðan segir þetta stríðsyfirlýsingu af hálfu ríkisstjórnarinnar og enn eitt dæmið um hversu átakasækin hún sé. Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í dag þegar upplýst var að stjórnarmeirihlutinn leggði til breytingartillögu á þingsályktun umhverfisráðherra um að auk Hvammsvirkjunar, færu Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun, Skrokkölduvirkjun, tvær Hágönguvirkjanir, Hagavatnsvirkjun og Hólmsá við Atley úr biðflokki í nýtingarflokk. En Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar greindi frá þessu á fundi nefndarinnar í morgun og sagði fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni að aðeins ætti að gefa umsagnaraðilum viku til að gera athugasemdir við þetta. „Mér þetta vera svo ruddaleg vinnubrögð að ég treysti því að forseti grípi hér inn í,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir. Formaður Samfylkingarinnar sagði ríkisstjórnina sýna ótrúlegan fruntaskap í þessu máli. „Það er auðvitað mjög alvarlegt ef það er ekki hægt að treysta því að þessi ríkisstjórn sé tilbúin að standa með lögum sem hér hafa verið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum fyrir örfáum árum síðan. Og fela í sér tilraun til sáttar í erfiðasta deilumáli þjóðarinnar undanfarna áratugi. Þetta er ótrúlegt að upplifa,“ sagði Árni Páll Árnason. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði athyglivert að hlusta á stór orð þeirra sem studdu síðustu ríkisstjórn í þessu máli. „Og hafa greinilega ekki lesið bók háttvirts þingmanns Össurar Skarphéðinssonar sem gerir því góð skil í bókinni hvernig nákvæmlega þetta mál var andlag hrossakaupa fyrri ríkisstjórnar,“ sagði Bjarni Benediktsson. Fyrrverandi umhverfisráðherra sagði að með þessu væri rammaáætlun höfð að engu. „Það er algjörlega óskiljanlegt hvers vegna ríkisstjórnin vill fara í stríð um þetta mál. Það er algjörlega óskiljanlegt. Þetta er ekkert annað en mjög afgerandi stríðsyfirlýsing. Það sem er að gerast með þessari málsmeðferð er að allt landið, Ísland frá fjalli til fjöru er í nýtingarflokki,“ sagði Svandís Svavarsdóttir.
Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Fleiri fréttir Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent