„Ekkert annað en afgerandi stríðsyfirlýsing“ Heimir Már Pétursson skrifar 27. nóvember 2014 20:26 Dagskrá Alþingis fór úr skorðum í dag þegar upplýst var að stjórnarmeirihlutinn leggur til að átta virkjanir sem nú eru í biðflokki fari í nýtingarflokk. Stjórnarandstaðan segir þetta stríðsyfirlýsingu af hálfu ríkisstjórnarinnar og enn eitt dæmið um hversu átakasækin hún sé. Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í dag þegar upplýst var að stjórnarmeirihlutinn leggði til breytingartillögu á þingsályktun umhverfisráðherra um að auk Hvammsvirkjunar, færu Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun, Skrokkölduvirkjun, tvær Hágönguvirkjanir, Hagavatnsvirkjun og Hólmsá við Atley úr biðflokki í nýtingarflokk. En Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar greindi frá þessu á fundi nefndarinnar í morgun og sagði fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni að aðeins ætti að gefa umsagnaraðilum viku til að gera athugasemdir við þetta. „Mér þetta vera svo ruddaleg vinnubrögð að ég treysti því að forseti grípi hér inn í,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir. Formaður Samfylkingarinnar sagði ríkisstjórnina sýna ótrúlegan fruntaskap í þessu máli. „Það er auðvitað mjög alvarlegt ef það er ekki hægt að treysta því að þessi ríkisstjórn sé tilbúin að standa með lögum sem hér hafa verið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum fyrir örfáum árum síðan. Og fela í sér tilraun til sáttar í erfiðasta deilumáli þjóðarinnar undanfarna áratugi. Þetta er ótrúlegt að upplifa,“ sagði Árni Páll Árnason. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði athyglivert að hlusta á stór orð þeirra sem studdu síðustu ríkisstjórn í þessu máli. „Og hafa greinilega ekki lesið bók háttvirts þingmanns Össurar Skarphéðinssonar sem gerir því góð skil í bókinni hvernig nákvæmlega þetta mál var andlag hrossakaupa fyrri ríkisstjórnar,“ sagði Bjarni Benediktsson. Fyrrverandi umhverfisráðherra sagði að með þessu væri rammaáætlun höfð að engu. „Það er algjörlega óskiljanlegt hvers vegna ríkisstjórnin vill fara í stríð um þetta mál. Það er algjörlega óskiljanlegt. Þetta er ekkert annað en mjög afgerandi stríðsyfirlýsing. Það sem er að gerast með þessari málsmeðferð er að allt landið, Ísland frá fjalli til fjöru er í nýtingarflokki,“ sagði Svandís Svavarsdóttir. Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Dagskrá Alþingis fór úr skorðum í dag þegar upplýst var að stjórnarmeirihlutinn leggur til að átta virkjanir sem nú eru í biðflokki fari í nýtingarflokk. Stjórnarandstaðan segir þetta stríðsyfirlýsingu af hálfu ríkisstjórnarinnar og enn eitt dæmið um hversu átakasækin hún sé. Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í dag þegar upplýst var að stjórnarmeirihlutinn leggði til breytingartillögu á þingsályktun umhverfisráðherra um að auk Hvammsvirkjunar, færu Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun, Skrokkölduvirkjun, tvær Hágönguvirkjanir, Hagavatnsvirkjun og Hólmsá við Atley úr biðflokki í nýtingarflokk. En Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar greindi frá þessu á fundi nefndarinnar í morgun og sagði fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni að aðeins ætti að gefa umsagnaraðilum viku til að gera athugasemdir við þetta. „Mér þetta vera svo ruddaleg vinnubrögð að ég treysti því að forseti grípi hér inn í,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir. Formaður Samfylkingarinnar sagði ríkisstjórnina sýna ótrúlegan fruntaskap í þessu máli. „Það er auðvitað mjög alvarlegt ef það er ekki hægt að treysta því að þessi ríkisstjórn sé tilbúin að standa með lögum sem hér hafa verið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum fyrir örfáum árum síðan. Og fela í sér tilraun til sáttar í erfiðasta deilumáli þjóðarinnar undanfarna áratugi. Þetta er ótrúlegt að upplifa,“ sagði Árni Páll Árnason. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði athyglivert að hlusta á stór orð þeirra sem studdu síðustu ríkisstjórn í þessu máli. „Og hafa greinilega ekki lesið bók háttvirts þingmanns Össurar Skarphéðinssonar sem gerir því góð skil í bókinni hvernig nákvæmlega þetta mál var andlag hrossakaupa fyrri ríkisstjórnar,“ sagði Bjarni Benediktsson. Fyrrverandi umhverfisráðherra sagði að með þessu væri rammaáætlun höfð að engu. „Það er algjörlega óskiljanlegt hvers vegna ríkisstjórnin vill fara í stríð um þetta mál. Það er algjörlega óskiljanlegt. Þetta er ekkert annað en mjög afgerandi stríðsyfirlýsing. Það sem er að gerast með þessari málsmeðferð er að allt landið, Ísland frá fjalli til fjöru er í nýtingarflokki,“ sagði Svandís Svavarsdóttir.
Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira