Allt vitlaust á Alþingi vegna virkjana Heimir Már Pétursson skrifar 27. nóvember 2014 13:26 Upp úr sauð á Alþingi í morgun þegar upplýst var að formaður atvinnuveganefndar leggði til að átta virkjanakostir sem nú eru í biðflokki yrðu færðir yfir í nýtingarflokk. Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina sýna ótrúlegan átakavilja og þingflokksformaður Vinstri grænna sagði þessa ákvörðun stríðsyfirlýsingu. Í upphafi þingfundar í morgun upplýsti Lilja Rafney Magnúsdóttir fulltrúi Vinstri grænna í atvinnuveganefnd Alþingis að á fundi nefndarinnar í morgun hefði Jón Gunnarsson formaður nefndarinnar lagt til afgerandi breytingu á þingsályktunartillögu umhverfisráðherra um breytingar á rammaáætlun um virkjanakosti. En í tillögu ráðherra var lagt til að Hvammsvirkjun yrði færð úr biðflokki yfir í nýtingarflokk. Jón Gunnarsson leggur hins vegar til að átta virkjanakostir í biðflokki verði færðir yfir í nýtingarflokk og aðeins verði gefin vika til umsagna um þessa tillögu í atvinnuveganefnd. Lilja Rafney sagði að með þessu væri verið að sniðganga rammaáætlun. „Nóg er það að menn ætla að hafa hér uppi þau óvönduðu vinnubrögð að vinna algerlega framhjá verkefnastjórninni og treysta henni ekki áfram til að vinna að þessu verkefni. En að gefa þessu einnrar viku umsagnarferli er hneyksli og ég treysti að forseti grípi þar inn í,“ sagði Lilja Rafney.Hrossakaup fyrri ríkisstjórnar Hver stjórnarandstæðingurinn af öðrum kom upp á eftir henni og talaði um svik við rammaáætlun og náttúru landsins. „Það er hins vegar athyglivert að sjá svona stór orð falla af vörum stjórnarandstæðinga nú sem studdu síðustu ríkisstjórn og hafa greinilega ekki lesið bók hæstvirts þingmanns Össurar Skarphéðinssonar. Sem gerir því góð skil í bókinni hvernig nákvæmlega þetta mál var andlag hrossakaupa fyrri ríkisstjórnar,“ sagði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. Margir urðu til að mótmæla þessum orðum hans og sögðu undarlegt að stjórnarmeirihlutinn ætlaði sér að vísa til endurminninga fyrrverandi utanríkisráðherra til að fjölga virkjunarkostum í landinu í stað þess að styðjast við faglegt mat og tillögur verkefnisstjórnar sem ekki hafi treyst sér til að mæla með flutnngi fleiri virkjana en Hvammsvirkjunar úr biðflokki í nýtingarflokk. „Það er ótrúlegur átakavilji af hálfu þessarar ríkisstjórnar að vilja rjúfa alla mögulega sátt um virkjanamál í landinu og færa umræðu um náttúruvernd og nýtingu aftur fyrir aldamót,“ sagði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar.Afgerandi stríðsyfirlýsing „Það er algerlega óskiljanlegt af hverju ríkisstjórnin vill fara í stríð um þetta mál. Það er algerlega óskiljanlegt og þetta er ekkert annað en mjög afgerandi stríðsyfirlýsing. Það sem er að gerast með þessari málsmeðferð er að allt landið, Ísland frá fjalli til fjöru, er í nýtingarflokki,“ sagði Svandís Svavarsdóttir fyrrverandi umhverfisráðherra og þingflokksformaður Vinstri grænna. „Þetta er auðvitað stríðshanski. Þetta endurspeglar alveg ótrúlegt virðingarleysi gagnvart þessu tæki sem við þó höfum og við verðum að bera virðingu fyrir sem er rammaáætlun,“ sagði Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar. „Og ég óska eftir inngripi forseta Alþingis í að tryggja að almennilegur umsagnatími verði settur á málið og þetta verði sett í annað ferli. Því þarna er verið að rjúfa friðinn sem mun hafa mjög mikil áhrif á margt annað hér inni á Alþingi,“ sagði Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata.Fá lengri umsagnarfrest Jón Gunnarsson sagði rangt að aðeins yrði gefin ein vika til umsagna um þessa breytingartillögu stjórnarmeirihlutans. „Og það þarf ekki að láta hér eins og það eigi ekki eftir að fara fram fagleg umfjöllun um þessa virkjanakosti. Þetta á allt eftir að fara í umhverfismat og það á eftir að fara í gegnum mikið ferli áður en fleiri skref verða stigin. Ef að lætin hér eru öll út af því að umsagnafresturinn sé ekki nógu langur um þetta mál, sem er mikil breyting, þá skal það tekið fram að það er sérstaklega tekið fram í boði til umsagnaraðila að óski þeir eftir lengri umsagnarfresti að þá fá þeir hann,“ sagði Jón Gunnarsson á Alþingi í morgun. Tengdar fréttir Hrossakaupin um Þjórsárvirkjanir og ESB-umsókn eru svakalegur lestur Bjarni Benediktsson sagði að Össur Skarphéðinsson hafi lýst því nákvæmlega í bókinni "Ári drekans“ hvernig Þjórsárvirkjanir voru notaðar í hrossakaupum síðustu ríkisstjórnar. 27. nóvember 2014 12:15 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Sjá meira
Upp úr sauð á Alþingi í morgun þegar upplýst var að formaður atvinnuveganefndar leggði til að átta virkjanakostir sem nú eru í biðflokki yrðu færðir yfir í nýtingarflokk. Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina sýna ótrúlegan átakavilja og þingflokksformaður Vinstri grænna sagði þessa ákvörðun stríðsyfirlýsingu. Í upphafi þingfundar í morgun upplýsti Lilja Rafney Magnúsdóttir fulltrúi Vinstri grænna í atvinnuveganefnd Alþingis að á fundi nefndarinnar í morgun hefði Jón Gunnarsson formaður nefndarinnar lagt til afgerandi breytingu á þingsályktunartillögu umhverfisráðherra um breytingar á rammaáætlun um virkjanakosti. En í tillögu ráðherra var lagt til að Hvammsvirkjun yrði færð úr biðflokki yfir í nýtingarflokk. Jón Gunnarsson leggur hins vegar til að átta virkjanakostir í biðflokki verði færðir yfir í nýtingarflokk og aðeins verði gefin vika til umsagna um þessa tillögu í atvinnuveganefnd. Lilja Rafney sagði að með þessu væri verið að sniðganga rammaáætlun. „Nóg er það að menn ætla að hafa hér uppi þau óvönduðu vinnubrögð að vinna algerlega framhjá verkefnastjórninni og treysta henni ekki áfram til að vinna að þessu verkefni. En að gefa þessu einnrar viku umsagnarferli er hneyksli og ég treysti að forseti grípi þar inn í,“ sagði Lilja Rafney.Hrossakaup fyrri ríkisstjórnar Hver stjórnarandstæðingurinn af öðrum kom upp á eftir henni og talaði um svik við rammaáætlun og náttúru landsins. „Það er hins vegar athyglivert að sjá svona stór orð falla af vörum stjórnarandstæðinga nú sem studdu síðustu ríkisstjórn og hafa greinilega ekki lesið bók hæstvirts þingmanns Össurar Skarphéðinssonar. Sem gerir því góð skil í bókinni hvernig nákvæmlega þetta mál var andlag hrossakaupa fyrri ríkisstjórnar,“ sagði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. Margir urðu til að mótmæla þessum orðum hans og sögðu undarlegt að stjórnarmeirihlutinn ætlaði sér að vísa til endurminninga fyrrverandi utanríkisráðherra til að fjölga virkjunarkostum í landinu í stað þess að styðjast við faglegt mat og tillögur verkefnisstjórnar sem ekki hafi treyst sér til að mæla með flutnngi fleiri virkjana en Hvammsvirkjunar úr biðflokki í nýtingarflokk. „Það er ótrúlegur átakavilji af hálfu þessarar ríkisstjórnar að vilja rjúfa alla mögulega sátt um virkjanamál í landinu og færa umræðu um náttúruvernd og nýtingu aftur fyrir aldamót,“ sagði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar.Afgerandi stríðsyfirlýsing „Það er algerlega óskiljanlegt af hverju ríkisstjórnin vill fara í stríð um þetta mál. Það er algerlega óskiljanlegt og þetta er ekkert annað en mjög afgerandi stríðsyfirlýsing. Það sem er að gerast með þessari málsmeðferð er að allt landið, Ísland frá fjalli til fjöru, er í nýtingarflokki,“ sagði Svandís Svavarsdóttir fyrrverandi umhverfisráðherra og þingflokksformaður Vinstri grænna. „Þetta er auðvitað stríðshanski. Þetta endurspeglar alveg ótrúlegt virðingarleysi gagnvart þessu tæki sem við þó höfum og við verðum að bera virðingu fyrir sem er rammaáætlun,“ sagði Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar. „Og ég óska eftir inngripi forseta Alþingis í að tryggja að almennilegur umsagnatími verði settur á málið og þetta verði sett í annað ferli. Því þarna er verið að rjúfa friðinn sem mun hafa mjög mikil áhrif á margt annað hér inni á Alþingi,“ sagði Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata.Fá lengri umsagnarfrest Jón Gunnarsson sagði rangt að aðeins yrði gefin ein vika til umsagna um þessa breytingartillögu stjórnarmeirihlutans. „Og það þarf ekki að láta hér eins og það eigi ekki eftir að fara fram fagleg umfjöllun um þessa virkjanakosti. Þetta á allt eftir að fara í umhverfismat og það á eftir að fara í gegnum mikið ferli áður en fleiri skref verða stigin. Ef að lætin hér eru öll út af því að umsagnafresturinn sé ekki nógu langur um þetta mál, sem er mikil breyting, þá skal það tekið fram að það er sérstaklega tekið fram í boði til umsagnaraðila að óski þeir eftir lengri umsagnarfresti að þá fá þeir hann,“ sagði Jón Gunnarsson á Alþingi í morgun.
Tengdar fréttir Hrossakaupin um Þjórsárvirkjanir og ESB-umsókn eru svakalegur lestur Bjarni Benediktsson sagði að Össur Skarphéðinsson hafi lýst því nákvæmlega í bókinni "Ári drekans“ hvernig Þjórsárvirkjanir voru notaðar í hrossakaupum síðustu ríkisstjórnar. 27. nóvember 2014 12:15 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Sjá meira
Hrossakaupin um Þjórsárvirkjanir og ESB-umsókn eru svakalegur lestur Bjarni Benediktsson sagði að Össur Skarphéðinsson hafi lýst því nákvæmlega í bókinni "Ári drekans“ hvernig Þjórsárvirkjanir voru notaðar í hrossakaupum síðustu ríkisstjórnar. 27. nóvember 2014 12:15