Tvöfaldur sigur hjá Horschel - Fær 1,3 milljarð í verðlaunafé Jón Júlíus Karlsson skrifar 14. september 2014 22:39 Billy Horschel hefur verið frábær á síðustu vikum. Vísir/Getty Images Bandaríkjamaðurinn Billy Horschel er 1,3 milljörðum króna ríkari eftir sigur sinn á Tour Championship mótinu sem lauk í kvöld á PGA-mótaröðinni. Með sigrinum í kvöld þá tryggði Horschel sér einnig sigur í FedEx-bikarnum og fékk fyrir það um tíu milljónir dala. Horschel lék samtals á 11 höggum undir pari og varð þremur höggum betri en Jim Furyk og Rory McIlroy frá N-Írlandi sem deildu öðru sætinu. McIlroy var jafn Horschel fyrir lokahringinn en fann ekki taktinn í dag. Furyk var sá kylfingur sem sótti helst að Horschel en gaf eftir á lokaholunum. Fáir áttu von á því að Horschel myndi bera sigur úr býtum í keppninni um FedEx-bikarinn en Horschel hafði ekki átt gott tímabil þegar úrslitakeppnin hófst. Segja má að Horschel hafi toppað á hárréttum tíma en hann sigraði einnig í BMW Championship mótinu sem fram fór fyrir viku. Að auki varð Horschel í öðru sæti í Deutsche Bank mótinu sem var annað mótið af fjórum í FedEx-úrslitakeppninni. Frábær frammistaða hjá hinum 27 ára gamla Horschel sem á von á sínu fyrsta barni eftir nokkra daga. Chris Kirk, Jason Day og Justin Rose deildu fjórða sætinu á samtals sjö höggum undir pari. Golf Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fleiri fréttir Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Billy Horschel er 1,3 milljörðum króna ríkari eftir sigur sinn á Tour Championship mótinu sem lauk í kvöld á PGA-mótaröðinni. Með sigrinum í kvöld þá tryggði Horschel sér einnig sigur í FedEx-bikarnum og fékk fyrir það um tíu milljónir dala. Horschel lék samtals á 11 höggum undir pari og varð þremur höggum betri en Jim Furyk og Rory McIlroy frá N-Írlandi sem deildu öðru sætinu. McIlroy var jafn Horschel fyrir lokahringinn en fann ekki taktinn í dag. Furyk var sá kylfingur sem sótti helst að Horschel en gaf eftir á lokaholunum. Fáir áttu von á því að Horschel myndi bera sigur úr býtum í keppninni um FedEx-bikarinn en Horschel hafði ekki átt gott tímabil þegar úrslitakeppnin hófst. Segja má að Horschel hafi toppað á hárréttum tíma en hann sigraði einnig í BMW Championship mótinu sem fram fór fyrir viku. Að auki varð Horschel í öðru sæti í Deutsche Bank mótinu sem var annað mótið af fjórum í FedEx-úrslitakeppninni. Frábær frammistaða hjá hinum 27 ára gamla Horschel sem á von á sínu fyrsta barni eftir nokkra daga. Chris Kirk, Jason Day og Justin Rose deildu fjórða sætinu á samtals sjö höggum undir pari.
Golf Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fleiri fréttir Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira