Billy Hurley efstur á CIMB Classic eftir tvo hringi 31. október 2014 13:10 Sergio Garcia er í toppbaráttunni í Kuala Lumpur AP Bandaríkjamaðurinn Billy Hurley kann greinilega vel við sig í Malasíu en hann leiðir á CIMB Classic eftir tvo hringi á tíu höggum undir pari. Landi hans, Kevin Streelman, er í öðru sæti á átta höggum undir pari en skor kylfinga hefur verið óvenju gott á hinum erfiða Kuala Lumpur velli. Nokkur stór nöfn deila þriðja sætinu á sjö höggum undir pari en þar má helst nefna Sergio Garcia sem er kominn aftur út á golfvöllinn eftir verðskuldað frí eftir Ryder-bikarinn. Þá er sigurvegari síðasta árs, Ryan Moore, einnig á sjö höggum undir pari ásamt Lee Westwood sem fór á kostum á öðrum hring, lék á 65 höggum eða sjö undir pari og fór holu í höggi í þokkabót. Svíinn Rikard Karlberg sem leiddi mótið eftir fyrsta hring fann heldur betur fyrir pressunni á öðrum degi en hann kom inn á 76 höggum eða fjórum yfir pari. Hann féll því langt niður skortöfluna en hann er jafn í 24. sæti á þremur höggum undir pari ásamt mörgum öðrum kylfingum. Bæði verður sýnt frá CIMB Classic og BMW Masters sem er eitt stærsta mót ársins á Erópumótaröðinni á Golfstöðinni um helgina en flestir af bestu kylfingum heims eru skráðir til leiks í öðru hvoru mótinu. Eftir tvo hringi á BMW Masters sem fram fer í Kína er hinn högglangi Nicolas Colsaerts frá Belgíu í forystunni en hann er á 14 höggum undir pari. Golf Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Billy Hurley kann greinilega vel við sig í Malasíu en hann leiðir á CIMB Classic eftir tvo hringi á tíu höggum undir pari. Landi hans, Kevin Streelman, er í öðru sæti á átta höggum undir pari en skor kylfinga hefur verið óvenju gott á hinum erfiða Kuala Lumpur velli. Nokkur stór nöfn deila þriðja sætinu á sjö höggum undir pari en þar má helst nefna Sergio Garcia sem er kominn aftur út á golfvöllinn eftir verðskuldað frí eftir Ryder-bikarinn. Þá er sigurvegari síðasta árs, Ryan Moore, einnig á sjö höggum undir pari ásamt Lee Westwood sem fór á kostum á öðrum hring, lék á 65 höggum eða sjö undir pari og fór holu í höggi í þokkabót. Svíinn Rikard Karlberg sem leiddi mótið eftir fyrsta hring fann heldur betur fyrir pressunni á öðrum degi en hann kom inn á 76 höggum eða fjórum yfir pari. Hann féll því langt niður skortöfluna en hann er jafn í 24. sæti á þremur höggum undir pari ásamt mörgum öðrum kylfingum. Bæði verður sýnt frá CIMB Classic og BMW Masters sem er eitt stærsta mót ársins á Erópumótaröðinni á Golfstöðinni um helgina en flestir af bestu kylfingum heims eru skráðir til leiks í öðru hvoru mótinu. Eftir tvo hringi á BMW Masters sem fram fer í Kína er hinn högglangi Nicolas Colsaerts frá Belgíu í forystunni en hann er á 14 höggum undir pari.
Golf Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira