Innlent

Kefjast þess að lögreglan afhendi öll gögn í Gálgahraunsmálinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/gva
Sakborningar í Gálgahraunsmálinu hafa í tilefni af nýgengnum úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál sent lögreglustjóranum á Höfuðborgarsvæðinu bréf þar sem krafist er upplýsinga um hvort tekin hafi verið saman skýrsla vegna lögregluaðgerðanna sem fram fóru í Gálgahrauni hinn 21. október 2013.

Níumenningarnir sem ákærðir voru vegna mótmælanna í Gálgahrauni voru fyrr í þessum mánuði dæmdir til að greiða 100 þúsund krónur í sekt, á mann, innan fjögurra vikna. Ella fari þeir í fangelsi í átta daga. Þar að auki var þeim gert að greiða 150 þúsund krónur í sakarkostnað.

„Hér er átt við hvort til sé einhver samantekt um undirbúning, skipulagningu eða framkvæmd gríðarlega umfangsmikilla lögregluaðgerða í umrætt sinn gagnvart þeim eða öðrum friðsömum mótmælendum,“ segir í tilkynningu frá níumenningunum.

Það kemur einnig fram að fyrst hafi fengist upplýst að ekki færri en sextíu lögreglumenn munu hafa verið á vettvangi í Gálgahrauni þegar mótmælin fóru fram.

Í bréfi til lögreglustjóra er þess krafist að lögreglan afhendi öll gögn sem hún hafi undir höndum í viðkomandi máli, en þeirri kröfu hefur áður verið alfarið hafnað með vísan til undanþáguákvæðis upplýsingalaga.

Þá er þess krafist í bréfi til lögreglustjóra að því verði svarað undanbragðalaust hvort símar þeirra eða lögmanna þeirra hafi verið hleraðir í tengslum við umrædd mótmæli og lögregluaðgerðir.


Tengdar fréttir

„Þetta var einfaldlega líkamleg árás“

Gunnsteinn Ólafsson, einn af þeim níu sem hafa verið kærð vegna mótmælanna í Gálgahrauni, segist ekki hafa farið inn á vinnusvæðið, fyrr en eftir að hann hafi verið handtekinn.

Hraunavinir dæmdir fyrir friðsamleg mótmæli

Fyrir ári síðan voru Hraunavinir handteknir þegar þeir mótmæltu með friðsamlegum hætti framkvæmdum við lagningu Álftanesvegar. Þeir voru tíndir upp einn af öðrum og settir í fangaklefa,

Samstöðufundur um náttúruvernd og tjáningarfrelsi á Íslandi

Þriðjudaginn 21. október kl 17.00 verður samstöðufundur náttúruverndarsinna og mótmælenda á Íslandi haldinn við Garðastekk við Álftanesveg undir nafninu Gálgahraun – samstöðufundur um náttúruvernd og tjáningarfrelsi á Íslandi.

Óhlýðni

Fái dómur Héraðsdóms Reykjaness yfir níumenningunum í Gálgahrauni að standa hafa stjórnvöld þar með sent okkur landsmönnum svolítið margræð skilaboð um það hvar óhlýðni kunni að vera réttlætanleg og hvar ekki.

Náttúruverndarsamtökin boða til mótmæla

"Náttúruverndarsamtökin á Íslandi mótmæla þessari aðför lögreglu að saklausu fólki sem vildi vernda fallega náttúruperlu og krefjast þess að stjórnvöld láti nú málið niður falla."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×