Útlendingur í eigin landi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 17. mars 2014 20:00 Þingið á Krímskaga hefur formlega lýst yfir sjálfstæði frá Úkraínu og beðið um að sameinast Rússlandi. Úkraínsk kona búsett hér á landi segir furðulegt að hugsa til þess að hún hafi komið til Íslands sem Úkraínumaður en fari líklega héðan sem Rússi. 97% íbúa Krímskaga ákváðu með atkvæðagreiðslu í gær að ganga Rússum á hönd og kljúfa sig frá Úkraínu en ríkisstjórn Úkraínu viðurkennir ekki niðurstöðu kosningarinnar. ESB hefur þegar lýst því yfir að atkvæðagreiðslan hafi verið ólögleg en rússneskar hersveitir tóku öll völd á skaganum í síðasta mánuði. Barack Obama bandaríkjaforseti sagði í yfirlýsingu í dag að alþjóðasamfélagið myndi aldrei viðurkenna kosninguna og hafa bandarísk yfirvöld fryst eignir ellefu einstaklinga sem sagðir eru bera ábyrgð á atkvæðagreiðslunni og sett á þá farbann. Usniie Ganiieva er frá bænum Feodosiya á Krímskaga. Hún hefur verið búsett hér á landi í tvö og hálft ár og leggur stund á nám í tölvunarfræði í Háskóla Íslands. Fjölskylda Usniie býr á Krímskaga, sem er nú stjórnað af Rússlandi. Hún segir líf þeirra hafa breyst töluvert síðasta sólarhringinn. „Þau voru ein af þeim fáu sem vildu ekki að Krímskagi yrði hluti af Rússlandi svo þetta er furðuleg staða. Allt í einu er Úkraína ekki lengur landið þeirra heldur Rússland,“ segir Usniie. Hún segir skrítið að hugsa til þess að líða eins og útlendingi í eigin landi ef úkraínskt ríkisfang hennar verður rússneskt. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Þingið á Krímskaga hefur formlega lýst yfir sjálfstæði frá Úkraínu og beðið um að sameinast Rússlandi. Úkraínsk kona búsett hér á landi segir furðulegt að hugsa til þess að hún hafi komið til Íslands sem Úkraínumaður en fari líklega héðan sem Rússi. 97% íbúa Krímskaga ákváðu með atkvæðagreiðslu í gær að ganga Rússum á hönd og kljúfa sig frá Úkraínu en ríkisstjórn Úkraínu viðurkennir ekki niðurstöðu kosningarinnar. ESB hefur þegar lýst því yfir að atkvæðagreiðslan hafi verið ólögleg en rússneskar hersveitir tóku öll völd á skaganum í síðasta mánuði. Barack Obama bandaríkjaforseti sagði í yfirlýsingu í dag að alþjóðasamfélagið myndi aldrei viðurkenna kosninguna og hafa bandarísk yfirvöld fryst eignir ellefu einstaklinga sem sagðir eru bera ábyrgð á atkvæðagreiðslunni og sett á þá farbann. Usniie Ganiieva er frá bænum Feodosiya á Krímskaga. Hún hefur verið búsett hér á landi í tvö og hálft ár og leggur stund á nám í tölvunarfræði í Háskóla Íslands. Fjölskylda Usniie býr á Krímskaga, sem er nú stjórnað af Rússlandi. Hún segir líf þeirra hafa breyst töluvert síðasta sólarhringinn. „Þau voru ein af þeim fáu sem vildu ekki að Krímskagi yrði hluti af Rússlandi svo þetta er furðuleg staða. Allt í einu er Úkraína ekki lengur landið þeirra heldur Rússland,“ segir Usniie. Hún segir skrítið að hugsa til þess að líða eins og útlendingi í eigin landi ef úkraínskt ríkisfang hennar verður rússneskt.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira