Innlent

Austurland myndað í bak og fyrir

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Ómar
Markaðssvið Austurbrúar auglýsti síðastliðið haust eftir ljósmyndum af Austurlandi sem nota mætti til markaðssetningar fyrir landshlutann. Alls bárust 188 myndir eftir 22 ljósmyndara, en 27 myndir voru valdar eftir 13 ljósmyndara.

Í tilkynningu frá Austurbrú segir að nú þegar sé farið að nýta myndirnar. Smábókin East Iceland fyrir árið 2014-2015 mun skarta myndunum. Þá segir að reikna megi með að myndirnar fái góða dreifingu og komi að góðum notum við starf markaðssviðsins fyrir landshlutann.

Óskað var eftir myndum úr eftirfarandi flokkum: Þéttbýli á Austurlandi: „Bærinn minn“, söfn, setur, kirkjur og sögufrægir staðir, áhugaverðir staðir í náttúrunni, áhugaverð flóra á Austurlandi, dýralíf á Austurlandi, menningarlíf á Austurlandi, fólkið á Austurlandi, árstíðir Austurlands og Austurland í öðru ljósi.

„Litið var til þess að myndirnar endurspegluðu Austurland, samspil manns, dýra og náttúru, séð með augum íbúa,“ segir í tilkynningunni.

Hér að neðan má sjá nokkrar af myndunum.

Mynd/Arnar
Mynd/Kristján
Mynd/Arnar
Mynd/Sigrún



Fleiri fréttir

Sjá meira


×