Fjölskylda staðin að verki við spellvirki Svavar Hávarðsson skrifar 23. júní 2014 07:00 Teigarhorn í Berufirði. Jörðin er í ríkiseigu og er friðlýst svæði og fólkvangur. Fréttablaðið/GVA Erlendir ferðamenn voru staðnir að verki við að brjóta niður einstakar jarðmyndanir á Teigarhorni við Berufjörð í liðinni viku. Teigarhorn er fólkvangur og friðlýst svæði sem einn þekktasti fundarstaður geislasteina í heimi. Brynja Davíðsdóttir, landvörður á Teigarhorni, stóð fólkið að verki, en um var að ræða hjón á miðjum aldri ásamt tíu til tólf ára syni þeirra. Fjölskyldan var vel búin verkfærum. Hafði bæði með í för hamra og meitla, töskur og efnablöndur til tegundagreiningar á steinum. Brynja segist hafa gengið niður í fjöruna þar sem henni fannst fjölskyldan hafa dvalið þar óvenju lengi. Þegar nær dró gekk hún hins vegar einfaldlega á hljóðið þar sem hamarshöggin heyrðust greinilega. „Maðurinn hljóp undan í flæmingi og reyndi að tæma úr töskunni og fela ummerki. Sonur þeirra var að brjóta þegar ég kom að og var með fulla töskuna. Þau þóttust samt ekki vita að svæðið væri verndað, og báru fyrir sig að þeirra gjörðir skiptu ekki máli þar sem af nógu væri að taka,“ segir Brynja. Hjónin voru ekki kærð til lögreglu og var sú ákvörðun tekin vegna þess að merkingum á svæðinu er ábótavant. Hins vegar varð þetta tiltekna atvik til þess að skýrar verkreglur um brot af þessu tagi, eða sterkur grunur þar um, hafa verið settar á Teigarhorni og verða framvegis kærð til lögreglu. Við brotum sem þessum eiga við refsiákvæði laga um náttúruvernd, enda til þeirra vísað í friðlýsingarskilmálum. Um getur verið að ræða háar sektir eða fangelsi allt að tveimur árum. Brynja segir að Teigarhorn sé lifandi safn á jörð í eigu fólksins í landinu, og því mikil synd að svona sé gengið um. „Það stendur til að útbúa fræðiefni sem býður fólk velkomið og ýti um leið undir skilning og virðingu á því að horfa en ekki snerta, það er forsenda þess að miðstöð geislasteina sem þessi, með sýnilegum eintökum í berglögunum, geti verið gestum opin í framtíðinni.“Þessi einstaki steinn fannst nýlega en hér má sjá gult sykurberg, silfurberg og geislasteininn stilbít.Mynd/BrynjaEftirsóttar gersemar um allan heim - Á Teigarhorni hafa fundist fjöldinn allur af safneintökum geislasteina, einkar stór og falleg. Þau má finna á öllum stærstu og virtustu náttúrugripasöfnum heims, og eru metin á stórfé af steinasöfnurum. - Ekki stóð til að landvörður starfaði á Teigarhorni í sumar vegna niðurskurðar hjá Umhverfisstofnun. Með tilstuðlan sveitastjórnar Djúpavogs fékkst hins vegar fjárveiting frá Umhverfisráðuneytinu til að menntaður starfsmaður sinni land- og verðmætavörslu. Þetta atvik, sem er örugglega aðeins toppurinn á ísjakanum, sannar mikilvægi þess að landvörður starfi að jafnaði á Teigarhorni, segir Brynja. Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Fleiri fréttir Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Sjá meira
Erlendir ferðamenn voru staðnir að verki við að brjóta niður einstakar jarðmyndanir á Teigarhorni við Berufjörð í liðinni viku. Teigarhorn er fólkvangur og friðlýst svæði sem einn þekktasti fundarstaður geislasteina í heimi. Brynja Davíðsdóttir, landvörður á Teigarhorni, stóð fólkið að verki, en um var að ræða hjón á miðjum aldri ásamt tíu til tólf ára syni þeirra. Fjölskyldan var vel búin verkfærum. Hafði bæði með í för hamra og meitla, töskur og efnablöndur til tegundagreiningar á steinum. Brynja segist hafa gengið niður í fjöruna þar sem henni fannst fjölskyldan hafa dvalið þar óvenju lengi. Þegar nær dró gekk hún hins vegar einfaldlega á hljóðið þar sem hamarshöggin heyrðust greinilega. „Maðurinn hljóp undan í flæmingi og reyndi að tæma úr töskunni og fela ummerki. Sonur þeirra var að brjóta þegar ég kom að og var með fulla töskuna. Þau þóttust samt ekki vita að svæðið væri verndað, og báru fyrir sig að þeirra gjörðir skiptu ekki máli þar sem af nógu væri að taka,“ segir Brynja. Hjónin voru ekki kærð til lögreglu og var sú ákvörðun tekin vegna þess að merkingum á svæðinu er ábótavant. Hins vegar varð þetta tiltekna atvik til þess að skýrar verkreglur um brot af þessu tagi, eða sterkur grunur þar um, hafa verið settar á Teigarhorni og verða framvegis kærð til lögreglu. Við brotum sem þessum eiga við refsiákvæði laga um náttúruvernd, enda til þeirra vísað í friðlýsingarskilmálum. Um getur verið að ræða háar sektir eða fangelsi allt að tveimur árum. Brynja segir að Teigarhorn sé lifandi safn á jörð í eigu fólksins í landinu, og því mikil synd að svona sé gengið um. „Það stendur til að útbúa fræðiefni sem býður fólk velkomið og ýti um leið undir skilning og virðingu á því að horfa en ekki snerta, það er forsenda þess að miðstöð geislasteina sem þessi, með sýnilegum eintökum í berglögunum, geti verið gestum opin í framtíðinni.“Þessi einstaki steinn fannst nýlega en hér má sjá gult sykurberg, silfurberg og geislasteininn stilbít.Mynd/BrynjaEftirsóttar gersemar um allan heim - Á Teigarhorni hafa fundist fjöldinn allur af safneintökum geislasteina, einkar stór og falleg. Þau má finna á öllum stærstu og virtustu náttúrugripasöfnum heims, og eru metin á stórfé af steinasöfnurum. - Ekki stóð til að landvörður starfaði á Teigarhorni í sumar vegna niðurskurðar hjá Umhverfisstofnun. Með tilstuðlan sveitastjórnar Djúpavogs fékkst hins vegar fjárveiting frá Umhverfisráðuneytinu til að menntaður starfsmaður sinni land- og verðmætavörslu. Þetta atvik, sem er örugglega aðeins toppurinn á ísjakanum, sannar mikilvægi þess að landvörður starfi að jafnaði á Teigarhorni, segir Brynja.
Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Fleiri fréttir Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Sjá meira