Upplifa stjórnleysi í stjúpfjölskyldum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 16. janúar 2014 13:17 Valgerður Halldórsdóttir, félagsráðgjafi og formaður Félags stjúpfjölskyldna, gerði könnun meðal stjúpforeldra. Fréttablaðið/Vilhelm Í nýrri könnun um stjúpfjölskyldur kemur meðal annars fram að stjúpforeldrum og foreldrum finnst flóknara að vera í stjúpfjölskyldum en þeir áttu von á og eru óvissir um hlutverk sitt.Valgerður Halldórsdóttir, félagsráðgjafi og formaður Félags stjúpfjölskyldna, gerði könnunina og mun kynna niðurstöður hennar á málþingi um margbreytileika fjölskyldugerða á morgun. „Þessi rannsókn hefur sínar takmarkanir en gefur vísbendingar um stöðuna og ástæðu til að kanna málin nánar,“ segir Valgerður. „Það vantar ef til vill samanburð við aðrar fjölskyldugerðir en það er augljóst að margir stjúpforeldrar eru óvissir um stöðu sína í fjölskyldunni, hvar og hvort þeir megi setja mörk og efast jafnvel um hvort tilfinningar þeirra eigi rétt á sér.“ Valgerður bendir á að fyrr á tímum var hlutverk stjúpforeldris mun skýrara. Yfirleitt var það staðgengill foreldris sem var annaðhvort látið eða fjarverandi. Í dag eru aftur á móti yfirleitt fyrrverandi makar á hliðarlínunni og þátttakendur í lífi barna sinna. „Það kom til dæmis í ljós að um 25 prósent svarenda eru mjög sammála eða sammála því að foreldri eigi ekki að borga meðlag með barni sem býr bæði með foreldri og stjúpforeldri. Umræðuna um fjárhagslegan stuðning í stjúpfjölskyldum þarf að kanna nánar.“ Valgerður segir niðurstöður könnunarinnar staðfesta margt sem hún hefur séð og heyrt í starfi sínu í fjölskylduráðgjöf við stjúpfjölskyldur. „Það er ánægjuefni að finna áhuga þeirra sem standa að málþinginu. Fram til þessa hefur ákveðin stjúpblinda einkennt samfélagið þar sem stjúptengsl hafa nánast verið ósýnileg í opinberri stefnumótun, gögnum, umræðum, rannsóknum sem og markaðssetningu vöru og þjónustu. Það er kannski ekki skrýtið að stjúpforeldrar séu óöryggir í hlutverki sínu.“ Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Í nýrri könnun um stjúpfjölskyldur kemur meðal annars fram að stjúpforeldrum og foreldrum finnst flóknara að vera í stjúpfjölskyldum en þeir áttu von á og eru óvissir um hlutverk sitt.Valgerður Halldórsdóttir, félagsráðgjafi og formaður Félags stjúpfjölskyldna, gerði könnunina og mun kynna niðurstöður hennar á málþingi um margbreytileika fjölskyldugerða á morgun. „Þessi rannsókn hefur sínar takmarkanir en gefur vísbendingar um stöðuna og ástæðu til að kanna málin nánar,“ segir Valgerður. „Það vantar ef til vill samanburð við aðrar fjölskyldugerðir en það er augljóst að margir stjúpforeldrar eru óvissir um stöðu sína í fjölskyldunni, hvar og hvort þeir megi setja mörk og efast jafnvel um hvort tilfinningar þeirra eigi rétt á sér.“ Valgerður bendir á að fyrr á tímum var hlutverk stjúpforeldris mun skýrara. Yfirleitt var það staðgengill foreldris sem var annaðhvort látið eða fjarverandi. Í dag eru aftur á móti yfirleitt fyrrverandi makar á hliðarlínunni og þátttakendur í lífi barna sinna. „Það kom til dæmis í ljós að um 25 prósent svarenda eru mjög sammála eða sammála því að foreldri eigi ekki að borga meðlag með barni sem býr bæði með foreldri og stjúpforeldri. Umræðuna um fjárhagslegan stuðning í stjúpfjölskyldum þarf að kanna nánar.“ Valgerður segir niðurstöður könnunarinnar staðfesta margt sem hún hefur séð og heyrt í starfi sínu í fjölskylduráðgjöf við stjúpfjölskyldur. „Það er ánægjuefni að finna áhuga þeirra sem standa að málþinginu. Fram til þessa hefur ákveðin stjúpblinda einkennt samfélagið þar sem stjúptengsl hafa nánast verið ósýnileg í opinberri stefnumótun, gögnum, umræðum, rannsóknum sem og markaðssetningu vöru og þjónustu. Það er kannski ekki skrýtið að stjúpforeldrar séu óöryggir í hlutverki sínu.“
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira