Mickelson í vandræðum í Abu Dhabi Jón Júlíus Karlsson skrifar 16. janúar 2014 14:51 Spánverjinn Rafael Cabrera-Bello, Frakkinn Romain Wattel og Englendingurinn Matthew Baldwin eru efstir eftir fyrsta hring á Abu Dhabi Championship mótinu sem fram fer á Evrópumótaröðinni. Þeir léku allir á 67 höggum eða fimm höggum undir pari. Jafnræði er á toppnum í mótinu því sjö kylfingar koma jafnir í fjórða sæti á 68 höggum. Af þekktum kylfingum þá eru Rory McIlroy, Martin Kaymer, Luke Donald og Thomas Björn allir á tveimur höggum undir pari. Mótið er mjög sterkt og er Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson á meðal keppenda. Hann fann sig ekki í dag og lék á 73 höggum eða einu höggi yfir pari. Svíinn Henrik Stenson, sem átti frábæru gengi að fagna á síðasta ári, lék á 74 höggum og þarf að gera betur á morgun til að komast í gegnum niðurskurðinn. Spánverjinn Sergio Garcia átti slæman dag og lék á 76 höggum. Hann kvartaði yfir því að karginn á vellinum í Abu Dhabi væri of þykkur og gæti hreinlega valdið kylfingum meiðslum. Abu Dhabi Championship mótið er í beinni útsendingu á Golfstöðinni og er sýnt frá öllum fjórum keppnisdögunum í mótinu. Einnig verður bein útsending frá Humana Challenge mótinu á PGA-mótaröðinni.Staðan í mótinuRory McIlroy lék á 70 höggum í dag.Mynd/APSvíinn Henrik Stenson hefur oft leikið betur en hann gerði í dag.Mynd/AP Golf Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Spánverjinn Rafael Cabrera-Bello, Frakkinn Romain Wattel og Englendingurinn Matthew Baldwin eru efstir eftir fyrsta hring á Abu Dhabi Championship mótinu sem fram fer á Evrópumótaröðinni. Þeir léku allir á 67 höggum eða fimm höggum undir pari. Jafnræði er á toppnum í mótinu því sjö kylfingar koma jafnir í fjórða sæti á 68 höggum. Af þekktum kylfingum þá eru Rory McIlroy, Martin Kaymer, Luke Donald og Thomas Björn allir á tveimur höggum undir pari. Mótið er mjög sterkt og er Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson á meðal keppenda. Hann fann sig ekki í dag og lék á 73 höggum eða einu höggi yfir pari. Svíinn Henrik Stenson, sem átti frábæru gengi að fagna á síðasta ári, lék á 74 höggum og þarf að gera betur á morgun til að komast í gegnum niðurskurðinn. Spánverjinn Sergio Garcia átti slæman dag og lék á 76 höggum. Hann kvartaði yfir því að karginn á vellinum í Abu Dhabi væri of þykkur og gæti hreinlega valdið kylfingum meiðslum. Abu Dhabi Championship mótið er í beinni útsendingu á Golfstöðinni og er sýnt frá öllum fjórum keppnisdögunum í mótinu. Einnig verður bein útsending frá Humana Challenge mótinu á PGA-mótaröðinni.Staðan í mótinuRory McIlroy lék á 70 höggum í dag.Mynd/APSvíinn Henrik Stenson hefur oft leikið betur en hann gerði í dag.Mynd/AP
Golf Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira