Mickelson í vandræðum í Abu Dhabi Jón Júlíus Karlsson skrifar 16. janúar 2014 14:51 Spánverjinn Rafael Cabrera-Bello, Frakkinn Romain Wattel og Englendingurinn Matthew Baldwin eru efstir eftir fyrsta hring á Abu Dhabi Championship mótinu sem fram fer á Evrópumótaröðinni. Þeir léku allir á 67 höggum eða fimm höggum undir pari. Jafnræði er á toppnum í mótinu því sjö kylfingar koma jafnir í fjórða sæti á 68 höggum. Af þekktum kylfingum þá eru Rory McIlroy, Martin Kaymer, Luke Donald og Thomas Björn allir á tveimur höggum undir pari. Mótið er mjög sterkt og er Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson á meðal keppenda. Hann fann sig ekki í dag og lék á 73 höggum eða einu höggi yfir pari. Svíinn Henrik Stenson, sem átti frábæru gengi að fagna á síðasta ári, lék á 74 höggum og þarf að gera betur á morgun til að komast í gegnum niðurskurðinn. Spánverjinn Sergio Garcia átti slæman dag og lék á 76 höggum. Hann kvartaði yfir því að karginn á vellinum í Abu Dhabi væri of þykkur og gæti hreinlega valdið kylfingum meiðslum. Abu Dhabi Championship mótið er í beinni útsendingu á Golfstöðinni og er sýnt frá öllum fjórum keppnisdögunum í mótinu. Einnig verður bein útsending frá Humana Challenge mótinu á PGA-mótaröðinni.Staðan í mótinuRory McIlroy lék á 70 höggum í dag.Mynd/APSvíinn Henrik Stenson hefur oft leikið betur en hann gerði í dag.Mynd/AP Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Spánverjinn Rafael Cabrera-Bello, Frakkinn Romain Wattel og Englendingurinn Matthew Baldwin eru efstir eftir fyrsta hring á Abu Dhabi Championship mótinu sem fram fer á Evrópumótaröðinni. Þeir léku allir á 67 höggum eða fimm höggum undir pari. Jafnræði er á toppnum í mótinu því sjö kylfingar koma jafnir í fjórða sæti á 68 höggum. Af þekktum kylfingum þá eru Rory McIlroy, Martin Kaymer, Luke Donald og Thomas Björn allir á tveimur höggum undir pari. Mótið er mjög sterkt og er Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson á meðal keppenda. Hann fann sig ekki í dag og lék á 73 höggum eða einu höggi yfir pari. Svíinn Henrik Stenson, sem átti frábæru gengi að fagna á síðasta ári, lék á 74 höggum og þarf að gera betur á morgun til að komast í gegnum niðurskurðinn. Spánverjinn Sergio Garcia átti slæman dag og lék á 76 höggum. Hann kvartaði yfir því að karginn á vellinum í Abu Dhabi væri of þykkur og gæti hreinlega valdið kylfingum meiðslum. Abu Dhabi Championship mótið er í beinni útsendingu á Golfstöðinni og er sýnt frá öllum fjórum keppnisdögunum í mótinu. Einnig verður bein útsending frá Humana Challenge mótinu á PGA-mótaröðinni.Staðan í mótinuRory McIlroy lék á 70 höggum í dag.Mynd/APSvíinn Henrik Stenson hefur oft leikið betur en hann gerði í dag.Mynd/AP
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira