Saga Garðabæjar kostar um 70 milljónir Kjartan Atli Kjartansson skrifar 17. janúar 2014 08:00 Gunnar Einarsson bæjarstjóri telur verkið vera 70 milljónanna virði. Kostnaður við ritun sögu Garðarbæjar er kominn upp í um 64 milljónir króna. Ofan á þá upphæð bætist við prentkostnaður sem að sögn Gunnars Einarssonar, bæjarstjóra Garðabæjar, verður líklega í kringum sex milljónir króna. Heildarkostnaður ætti því að vera í kringum 70 milljónir. Sagan er skrifuð af Steinari J. Lúðvíkssyni rithöfundi. Hann vann að verkinu frá árinu 2006 til 2012. Alls eru launagreiðslur og launatengd gjöld við verkið 44,3 milljónir króna. Steinar skilaði verkinu af sér í desember árið 2011; Handrit upp á 3000 blaðsíður. Steinar hefur búið í Garðabæ í yfir 40 ár. Bókaútgáfan Opna var fenginn til þess að koma að verkinu árið 2011. Sigurður Svavarsson, annar aðaleigenda fyrirtækisins, sér um ritstjórn verksins og veitir efnislega ráðgjöf. Opna sér einnig um umbrot og útlit bókarinnar. Alls hefur Opna fengið 17,2 milljónir króna í greiðslur frá Garðabæ síðan samningur fyrirtækisins og bæjarins var undirritaður árið 2011, þegar Steinar Lúðvíksson skilaði af sér handritinu. Enn er óljóst hvort verkið verður gefið út í þremur eða fjórum bindum. Minnihlutinn í bæjarstjórn hefur gagnrýnt ýmsa hluti er snúa að framkvæmd verksins. Bent hefur verið á háan kostnað, langan tíma sem vinnsla verksins hefur tekið og hafa fulltrúar M-Listans, Lista Fólksins, bent á að útboðsreglur hafi verið brotnar. Ef kostnaði verksins yrði dreift á hvern íbúa Garðabæjar, að meðtöldum Álftnesingum sem nýlega sameinuðust Garðbæingum, yrði það rétt rúmar fimm þúsund krónur á mann. Gunnar Einarsson bæjarstjóri„Peningum vel varið“ Gunnar Einarsson bæjarstjóri er ánægður með verkið og telur upphæðina ekki mikla þegar tekið sé tillit til þess hversu umfangsmikið það sé. „Að eiga söguna svona frá upphafi jafn vandaða og hún er, skiptir okkur miklu máli. Mér finnst peningnum vel varið í þetta verk,“ útskýrir Gunnar. Hann heldur áfram: „Að sjálfsögðu er hægt að setja þetta í samhengi við eitthvað annað og finnast þetta dýrt. En þetta verk er bæði veigamikið og vel unnið. Það þarf að skoða þetta út frá því." Hann segir mikla vinnu hafa farið í verkið og hrósar Steinari J. Lúðvíkssyni fyrir ritstörfin. „Steinar þekkir ákaflega vel til Garðabæjar, gjörþekkir hvern einasta mann hérna. Þetta verk hefur tekið langan tíma – kannski ekkert sérstaklega langan tíma í samanburði við önnur svipuð verk – og mikið hefur verið lagt í þetta. Ef við horfum á þessa þætti, þá finnst mér upphæðin ekkert sérstaklega mikil.“ Að sögn Gunnars var Steinar ráðinn árið 2006 og voru laun framhaldsskólakennara notuð sem viðmið í launagreiðslum til hans. Gunnar segir það ekki skipta stóru máli að Steinar sé ekki með sagnfræðimenntun. „Nei, Steinar er reynslumikill á þessu sviði og hefur skrifað fjölda bóka. Guðlaugur Rúnarsson sagnfræðingur fór yfir heimildir og annað, þar er aðkoma sagnfræðings,“ útskýrir Gunnar. Hann segir bæjaryfirvöld hafa gert verðkönnun á ritstjórn, efnislegri ráðgjöf og umbroti bókarinnar. Upphaflega hafi Forlagið komið best út úr þeirri könnun en síðan dregið sig út. Þá hafi Bókaútgáfan Opna verið valin og hrósar Gunnar starfsmönnum þess fyrir vel unnin störf. Verkið fór fram úr upphaflegri fjárhagsáætlun, en Gunnar segir að taka þurfi mið af því að umfang verksins jókst eftir að hafist var handa við heimildaöflun og skrif. „Við gerðum nýjar áætlanir árlega og þær stóðust.“ Gunnar segir að útgáfan fari að bresta á. „Við vonumst til þess að ná ákveðnum tekjum upp í kostnaðinn með sölu bókarinnar. Við stefnum einnig að því að gera verkið aðgengilegt á rafrænan hátt. Einnig ætlum við að nota það í skólakerfinu. Vinna úr því verkefni og próf. Fræða ungmenni bæjarins um söguna. Við hlökkum bara til þess að fá verkið í hendurnar,“ segir bæjarstjórinn.Steinþór Einarsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarstjórn segir verkið hafa tekið langan tíma.„Hefur tekið langan tíma“Steinþór Einarsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar telur verkið hafa tekið langan tíma. „Verkið er umfangsmikið en það hefur tekið langan tíma að klára þetta,“ segir Steinar. Hann telur það ekki máli skipta að verkið sé ekki skrifað af sagnfræðingi. „Steinar þekkir vel til Garðabæjar. Það var enginn ágreiningur um hann.“ Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Kostnaður við ritun sögu Garðarbæjar er kominn upp í um 64 milljónir króna. Ofan á þá upphæð bætist við prentkostnaður sem að sögn Gunnars Einarssonar, bæjarstjóra Garðabæjar, verður líklega í kringum sex milljónir króna. Heildarkostnaður ætti því að vera í kringum 70 milljónir. Sagan er skrifuð af Steinari J. Lúðvíkssyni rithöfundi. Hann vann að verkinu frá árinu 2006 til 2012. Alls eru launagreiðslur og launatengd gjöld við verkið 44,3 milljónir króna. Steinar skilaði verkinu af sér í desember árið 2011; Handrit upp á 3000 blaðsíður. Steinar hefur búið í Garðabæ í yfir 40 ár. Bókaútgáfan Opna var fenginn til þess að koma að verkinu árið 2011. Sigurður Svavarsson, annar aðaleigenda fyrirtækisins, sér um ritstjórn verksins og veitir efnislega ráðgjöf. Opna sér einnig um umbrot og útlit bókarinnar. Alls hefur Opna fengið 17,2 milljónir króna í greiðslur frá Garðabæ síðan samningur fyrirtækisins og bæjarins var undirritaður árið 2011, þegar Steinar Lúðvíksson skilaði af sér handritinu. Enn er óljóst hvort verkið verður gefið út í þremur eða fjórum bindum. Minnihlutinn í bæjarstjórn hefur gagnrýnt ýmsa hluti er snúa að framkvæmd verksins. Bent hefur verið á háan kostnað, langan tíma sem vinnsla verksins hefur tekið og hafa fulltrúar M-Listans, Lista Fólksins, bent á að útboðsreglur hafi verið brotnar. Ef kostnaði verksins yrði dreift á hvern íbúa Garðabæjar, að meðtöldum Álftnesingum sem nýlega sameinuðust Garðbæingum, yrði það rétt rúmar fimm þúsund krónur á mann. Gunnar Einarsson bæjarstjóri„Peningum vel varið“ Gunnar Einarsson bæjarstjóri er ánægður með verkið og telur upphæðina ekki mikla þegar tekið sé tillit til þess hversu umfangsmikið það sé. „Að eiga söguna svona frá upphafi jafn vandaða og hún er, skiptir okkur miklu máli. Mér finnst peningnum vel varið í þetta verk,“ útskýrir Gunnar. Hann heldur áfram: „Að sjálfsögðu er hægt að setja þetta í samhengi við eitthvað annað og finnast þetta dýrt. En þetta verk er bæði veigamikið og vel unnið. Það þarf að skoða þetta út frá því." Hann segir mikla vinnu hafa farið í verkið og hrósar Steinari J. Lúðvíkssyni fyrir ritstörfin. „Steinar þekkir ákaflega vel til Garðabæjar, gjörþekkir hvern einasta mann hérna. Þetta verk hefur tekið langan tíma – kannski ekkert sérstaklega langan tíma í samanburði við önnur svipuð verk – og mikið hefur verið lagt í þetta. Ef við horfum á þessa þætti, þá finnst mér upphæðin ekkert sérstaklega mikil.“ Að sögn Gunnars var Steinar ráðinn árið 2006 og voru laun framhaldsskólakennara notuð sem viðmið í launagreiðslum til hans. Gunnar segir það ekki skipta stóru máli að Steinar sé ekki með sagnfræðimenntun. „Nei, Steinar er reynslumikill á þessu sviði og hefur skrifað fjölda bóka. Guðlaugur Rúnarsson sagnfræðingur fór yfir heimildir og annað, þar er aðkoma sagnfræðings,“ útskýrir Gunnar. Hann segir bæjaryfirvöld hafa gert verðkönnun á ritstjórn, efnislegri ráðgjöf og umbroti bókarinnar. Upphaflega hafi Forlagið komið best út úr þeirri könnun en síðan dregið sig út. Þá hafi Bókaútgáfan Opna verið valin og hrósar Gunnar starfsmönnum þess fyrir vel unnin störf. Verkið fór fram úr upphaflegri fjárhagsáætlun, en Gunnar segir að taka þurfi mið af því að umfang verksins jókst eftir að hafist var handa við heimildaöflun og skrif. „Við gerðum nýjar áætlanir árlega og þær stóðust.“ Gunnar segir að útgáfan fari að bresta á. „Við vonumst til þess að ná ákveðnum tekjum upp í kostnaðinn með sölu bókarinnar. Við stefnum einnig að því að gera verkið aðgengilegt á rafrænan hátt. Einnig ætlum við að nota það í skólakerfinu. Vinna úr því verkefni og próf. Fræða ungmenni bæjarins um söguna. Við hlökkum bara til þess að fá verkið í hendurnar,“ segir bæjarstjórinn.Steinþór Einarsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarstjórn segir verkið hafa tekið langan tíma.„Hefur tekið langan tíma“Steinþór Einarsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar telur verkið hafa tekið langan tíma. „Verkið er umfangsmikið en það hefur tekið langan tíma að klára þetta,“ segir Steinar. Hann telur það ekki máli skipta að verkið sé ekki skrifað af sagnfræðingi. „Steinar þekkir vel til Garðabæjar. Það var enginn ágreiningur um hann.“
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira