Lífið

Verð að vera andlega sterk til að höndla þennan heim

Ellý Ármanns skrifar
myndir/einkasafn
Margrét Edda Gnarr er eini Íslendingurinn með atvinnumannaskírteini hjá Alþjóða Fitness sambandinu sem fékk boð um að keppa á Arnold Classic fitnessmótinu sem fram fer í Ohio í Bandaríkjunum í lok febrúar. Við heyrðum stuttlega í heimsmeistaranum og spurðum um mótið og undirbúninginn.

Einungis sextán fengu boð

,,Ég er ekki 100% á því hvað býður mín í Ohio. Það er stór hópur Íslendinga að fara að keppa sem áhugamenn en einungis fengu sextán stelpur boð til að keppa í atvinnumannaflokki í bikiní fitness og  ég var ein af þeim," segir Margrét.

Af því að Margrét er heimsmeistari í faginu fær hún kostnaðinn sem fylgir því að keppa í móti sem þessu greiddan. Hvernig verður þessu háttað? ,,Mótshaldarar borga flug, gistingu og uppihald og degi fyrir mót er svokallað ,,Meet and Greet the pros'' og þá gefast aðdáendum kostur á að hitta atvinnumennina og fá eiginhandaráritun," svarar hún en því er háttað þannig að þátttakendur fá varla að sjá sjálfan Arnold Schwarzenegger og hvað þá að heilsa honum.

Þetta verður skrýtið

,,Stelpurnar í mínum flokki eru allar mjög þekktar í fitness geiranum og ég er mikill aðdáandi þeirra þannig þetta verður skrýtið," viðurkennir Margrét sem er eins og fyrr segir eini atvinnumaðurinn á meðal Íslendinganna á þessu móti.

Allt annar heimur

,,Atvinnumenn fá mikið lengri tíma á sviðinu og þarf ég að æfa mína rútínu mjög vel. Mér hefur verið sagt að það að fara í atvinnumannageirann er allt annar heimur og að ég verð að vera andlega sterk til að höndla þennan heim," segir hún.

Margrét æfir eins og skepna þessa dagana enda aðeins sex vikur í mótið.

Byrjuð á niðurskurði

,,Undirbúningurinn er þó ekkert ósvipaður og ég er nú þegar byrjuð að skera niður. Það eru einungis sex vikur í mót. Ég æfi einu sinni til tvisvar á dag og er á ströngu mataræði. Þjálfari minn Jóhann Norðfjörð sér um öll æfingaplön og matarplön og ég treysti honum 150% fyrir þeim," segir Margrét og kveður að sinni enda nóg að gera hjá henni.

Blogg Margrétar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.