Týndi kötturinn Örvar kom í leitirnar eftir sjö ár Kjartan Atli Kjartansson skrifar 9. apríl 2014 10:14 Það fer vel um Örvar hjá sínum gamla eiganda. mynd/aðsend „Ég held að alheimurinn hafi verið að tala og ákveðið að sameina okkur að nýju til þess að klára lokakaflann í hans sögu – svo hann geti átt tignarlegt ævikvöld,“ segir Birkir Fjalar Viðarsson um köttinn Örvar sem er nú kominn í leitirnar eftir að hafa verið týndur í tæp sjö ár. Örvar fannst í febrúar og er nú kominn heim til sín. Endurfundirnir voru einstaklega gleðilegir. Birkir fékk tilkynningu frá Kattholti; var beðinn að sækja Örvar. „Ég trúði þessu eiginlega ekki fyrst. Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast. Ég bjó mig bara undir það versta, að hann væri búinn að missa auga eða eyra eða eitthvað. Og jafnvel að það þyrfti að lina þjáningar hans. Þannig að ég gíraði mig upp í þetta andlega og fór upp í Kattholt.“ Þar tók Örvar einstaklega vel á móti honum. „Þegar ég kom í Kattholt sögðu konurnar þar mér að Örvar væri lítill í sér og væri bara úti í horni. Ég gólaði eitthvað á hann og hann kom hlaupandi til mín, klifraði upp á mig, vafði sér utan um mig og það bara eins og hefðum aldrei verið aðskildir,“ segir Birkir og heldur áfram: „Hann byrjaði að þefa af hárinu mínu og skegginu. Þetta var yndislegt. Konurnar í Kattholti sögðu mér að þær hefðu aldrei séð hann haga sér svona. Einni konunni var svo mikið um að hún felldi tár.“Birkir fékk tilkynningu frá Kattholti þar sem hann var beðinn að sækja Örvar.mynd/aðsendHvarf fyrir sjö árum Örvar fór að heiman haustið 2007. „Ég fékk Örvar þegar ég var tvítugur og við vorum miklir vinir. Ég vildi nefna hann Örvar því mér finnst það kúl nafn og ég vissi að þetta yrði kúl köttur. Það gekk allt eins og í sögu hjá okkur þangað til að ég fékk mér hvolp. Örvar meikaði ekki hvolpinn sem var einhvernveginn úti um allt,“ rifjar Birkir upp. Hann segir Örvar hafa byrjað að fara oftar út og vera lengur úti. „Hann var farinn að vera nokkra daga í einu úti. Og ég tengdi það við hvolpinn. Þegar Örvar var heima þá svaf hann stundum í bókahillunum. Ég hélt að þetta myndi lagast. Ég átti annan kött sem kippti sér ekki upp við veru hvolpsins í íbúðinni.“ Síðan var það afdrifaríkt haustkvöld sem Örvar fór út og kom ekki aftur. „Ég leitaði og leitaði af honum og hengdi upp auglýsingar út um allt. En hann kom aldrei í leitirnar. Ég ímyndaði mér tvo möguleika. Annaðhvort hafði hann dáið og fundið hann eða þá að einhver hafi séð hann og tekið hann að sér – svona eiginlega stolið honum. Ég vonaði eiginlega bara að einhver næs hefði stolið honum.“ Birkir hafði einnig reglulega samband við Kattholt og athugaði hvort Örvar væri kominn í leitirnar. En aldrei fannst hann.Var farinn að syrgja hann Birkir segist hafa syrgt köttinn. „Ég kenndi mér um þetta. Ég pældi í því hvernig þetta hefði verið ef ég hefði ekki fengið mér hvolpinn. Það tók mig smá stund að komast yfir að þetta og ég hugsaði reglulega til hans.“ Birkir fékk síðan tölvupóstinn mikilvæga frá Kattholti. Örvar var fundinn. „Þær höfðu reynt að hafa upp á mér í tvær vikur. Allar upplýsingarnar í örmerkingunni voru úreltar, því hann hafði verið týndur svo lengi. Hann fannst í Breiðholti og var nokkuð illa haldinn – orðinn horaður,“ útskýrir Birkir sem bjó í Holtunum þegar Örvar fór að heiman. Eftir tilfinningaríka endurfundi fór Birkir beint með Örvar til dýralæknis. „Ég hafði samband við yfirmanninn minn og fólkinu í vinnunni minni fannst sagan svo æðisleg að ég fékk frí þennan dag og við fórum beint í sprautur og svona. Það er greinilegt að einhver hefur hugsað um hann. Hjartslátturinn var í lagi, felldurinn var fínn og tennurnar í góðu ástandi. Fólkinu á dýraspítalanum fannst þetta æðisleg saga og það voru allir ótrúlega glaðir að svona gamall köttur kæmist heim til sín.“ Birkir vill fá að þakka þeim sem hugsaði um Örvar allan þennan tíma. „Ég vil bara þakka þeim sem hugsaði um hann og myndi gjarnan vilja vita hver það var svo ég geti þakkað fyrir mig persónulega. Þegar hann hvarf fór ég að kynna mér málin og las að kettir eiga oft svona aukaheimili og kannski hefur hann bara sest einhversstaðar að. Hann er allavega kominn heim núna og ég ætla ekki að láta hann frá mér aftur,“ segir hann glaður í bragði.Allir í sjöunda himni Að lokinni heimsókninni á dýraspítalann fór Örvar með Birki heim. „Fyrst var þetta til reynslu. Við vissum ekki hvernig hann myndi bregðast við. En það bendir ekkert til þess að hann vilji fara eitthvað Hann liggur bara í bælinu sínu og hefur það yndislegt,“ útskýrir Birkir. Örvar er nú orðinn sextán ára og er Birkir ákaflega þakklátur að hafa fengið Örvar heim aftur. „Mér finnst yndislegt að fá að taka þátt í þessum lokakafla í ævi Örvars. Við erum sameinaðir að nýju og ég þakka bara fyrir það.“ Vinir Birkis hafa sýnt Örvari mikinn áhuga. „Já, kærastan mín hefur nú ekki verið mikið í kattabransanum og var eiginlega ekki mikið fyrir ketti áður en Örvar kom aftur heim. Þau eru algjörlega heilluð hvort af öðru. Hann er alltaf utan í henni og hún að kemba honum. Svo eru vinir mínir duglegir að fá myndir af sér með Örvari. Þetta er bara stórkostlegt. Það er bara eins og hann hafi aldrei farið.“Örvar þefaði af hári og skeggi Birkis.mynd/aðsendÞakklátur Kattholti Birkir vill þakka þeim á Kattholti fyrir að hafa haft samband við sig. „Þær þurftu örugglega að hafa mikið fyrir því að finna mig. Allar upplýsingarnar í örmerkingunni voru úreltar þannig að þær þurftu örugglega að gúggla mig.Halldóra Björk Ragnarsdóttir hjá Kattholti man eftir endurfundum Örvars og Birkis. „Já, það er alltaf æðislegt þegar kettir komast aftur heim til sín.“ Hún segir ketti oft þekkja raddir eigenda sinna eins og var í þessu tilviki. „Þeir eru oft mjög naskir á raddir fólks. Stundum þegar vafi leikur á því hvort einhver köttur tilheyri fólki biðjum við það að koma hingað til okkar og kanna viðbrögð kattarins. Þeir geta verið alveg ótrúlega minnugir.“ Í Kattholt koma heimilislausir kettir. „Hingað fáum við óskilakisur sem fólk hefur kannski gefið í nokkra daga og vitað að væru týndir. Við reynum að finna eigendur þeirra, en ef það gengur ekki þá reynum við að finna nýtt heimili fyrir þá.“ Fólk sem hefur áhuga að taka að sér ketti getur svo komið í heimsókn í Kattholt á milli tvö og fjögur alla virka daga. „En af virðingu við kettina þá biðjum við fólk sem er ákveðið að taka að sér ketti að koma. Við getum ekki boðið fólki að koma hingað í heimsókn af tilefnislausu því kettirnir eru í nýju umhverfi og eru hræddir. Allur umgangur getur truflað þá.“ Birkir hvetur alla til þess að taka líka að sér eldri ketti – en það er mun algengara að fólk taki að sér kettlinga en þá sem eldri eru. „Það er mikilvægt að veita gömlum köttum heimili líka svo þeir geti átt notalegt ævikvöld sveipað alúð.. Fólk lítur oft ekki við gamlingjunum og þeir mæta svæfingunni á endanum,“ segir Birkir. Halldóra tekur undir með Birki. „Ég hvet fólk til þess að skoða báða möguleikana. Barnafólk tekur yfirleitt frekar kettlingana. Sumir vilja eldri kettina. Þeir eru oft með meiri karakter og eru með reynslu.“ En fyrst og fremst vill Halldóra hvetja fólk til að hugsa vel um kettina. „Það er skuldbinding að eiga kött. Þeir lifa í fimmtán til tuttugu ár.“ Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira
„Ég held að alheimurinn hafi verið að tala og ákveðið að sameina okkur að nýju til þess að klára lokakaflann í hans sögu – svo hann geti átt tignarlegt ævikvöld,“ segir Birkir Fjalar Viðarsson um köttinn Örvar sem er nú kominn í leitirnar eftir að hafa verið týndur í tæp sjö ár. Örvar fannst í febrúar og er nú kominn heim til sín. Endurfundirnir voru einstaklega gleðilegir. Birkir fékk tilkynningu frá Kattholti; var beðinn að sækja Örvar. „Ég trúði þessu eiginlega ekki fyrst. Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast. Ég bjó mig bara undir það versta, að hann væri búinn að missa auga eða eyra eða eitthvað. Og jafnvel að það þyrfti að lina þjáningar hans. Þannig að ég gíraði mig upp í þetta andlega og fór upp í Kattholt.“ Þar tók Örvar einstaklega vel á móti honum. „Þegar ég kom í Kattholt sögðu konurnar þar mér að Örvar væri lítill í sér og væri bara úti í horni. Ég gólaði eitthvað á hann og hann kom hlaupandi til mín, klifraði upp á mig, vafði sér utan um mig og það bara eins og hefðum aldrei verið aðskildir,“ segir Birkir og heldur áfram: „Hann byrjaði að þefa af hárinu mínu og skegginu. Þetta var yndislegt. Konurnar í Kattholti sögðu mér að þær hefðu aldrei séð hann haga sér svona. Einni konunni var svo mikið um að hún felldi tár.“Birkir fékk tilkynningu frá Kattholti þar sem hann var beðinn að sækja Örvar.mynd/aðsendHvarf fyrir sjö árum Örvar fór að heiman haustið 2007. „Ég fékk Örvar þegar ég var tvítugur og við vorum miklir vinir. Ég vildi nefna hann Örvar því mér finnst það kúl nafn og ég vissi að þetta yrði kúl köttur. Það gekk allt eins og í sögu hjá okkur þangað til að ég fékk mér hvolp. Örvar meikaði ekki hvolpinn sem var einhvernveginn úti um allt,“ rifjar Birkir upp. Hann segir Örvar hafa byrjað að fara oftar út og vera lengur úti. „Hann var farinn að vera nokkra daga í einu úti. Og ég tengdi það við hvolpinn. Þegar Örvar var heima þá svaf hann stundum í bókahillunum. Ég hélt að þetta myndi lagast. Ég átti annan kött sem kippti sér ekki upp við veru hvolpsins í íbúðinni.“ Síðan var það afdrifaríkt haustkvöld sem Örvar fór út og kom ekki aftur. „Ég leitaði og leitaði af honum og hengdi upp auglýsingar út um allt. En hann kom aldrei í leitirnar. Ég ímyndaði mér tvo möguleika. Annaðhvort hafði hann dáið og fundið hann eða þá að einhver hafi séð hann og tekið hann að sér – svona eiginlega stolið honum. Ég vonaði eiginlega bara að einhver næs hefði stolið honum.“ Birkir hafði einnig reglulega samband við Kattholt og athugaði hvort Örvar væri kominn í leitirnar. En aldrei fannst hann.Var farinn að syrgja hann Birkir segist hafa syrgt köttinn. „Ég kenndi mér um þetta. Ég pældi í því hvernig þetta hefði verið ef ég hefði ekki fengið mér hvolpinn. Það tók mig smá stund að komast yfir að þetta og ég hugsaði reglulega til hans.“ Birkir fékk síðan tölvupóstinn mikilvæga frá Kattholti. Örvar var fundinn. „Þær höfðu reynt að hafa upp á mér í tvær vikur. Allar upplýsingarnar í örmerkingunni voru úreltar, því hann hafði verið týndur svo lengi. Hann fannst í Breiðholti og var nokkuð illa haldinn – orðinn horaður,“ útskýrir Birkir sem bjó í Holtunum þegar Örvar fór að heiman. Eftir tilfinningaríka endurfundi fór Birkir beint með Örvar til dýralæknis. „Ég hafði samband við yfirmanninn minn og fólkinu í vinnunni minni fannst sagan svo æðisleg að ég fékk frí þennan dag og við fórum beint í sprautur og svona. Það er greinilegt að einhver hefur hugsað um hann. Hjartslátturinn var í lagi, felldurinn var fínn og tennurnar í góðu ástandi. Fólkinu á dýraspítalanum fannst þetta æðisleg saga og það voru allir ótrúlega glaðir að svona gamall köttur kæmist heim til sín.“ Birkir vill fá að þakka þeim sem hugsaði um Örvar allan þennan tíma. „Ég vil bara þakka þeim sem hugsaði um hann og myndi gjarnan vilja vita hver það var svo ég geti þakkað fyrir mig persónulega. Þegar hann hvarf fór ég að kynna mér málin og las að kettir eiga oft svona aukaheimili og kannski hefur hann bara sest einhversstaðar að. Hann er allavega kominn heim núna og ég ætla ekki að láta hann frá mér aftur,“ segir hann glaður í bragði.Allir í sjöunda himni Að lokinni heimsókninni á dýraspítalann fór Örvar með Birki heim. „Fyrst var þetta til reynslu. Við vissum ekki hvernig hann myndi bregðast við. En það bendir ekkert til þess að hann vilji fara eitthvað Hann liggur bara í bælinu sínu og hefur það yndislegt,“ útskýrir Birkir. Örvar er nú orðinn sextán ára og er Birkir ákaflega þakklátur að hafa fengið Örvar heim aftur. „Mér finnst yndislegt að fá að taka þátt í þessum lokakafla í ævi Örvars. Við erum sameinaðir að nýju og ég þakka bara fyrir það.“ Vinir Birkis hafa sýnt Örvari mikinn áhuga. „Já, kærastan mín hefur nú ekki verið mikið í kattabransanum og var eiginlega ekki mikið fyrir ketti áður en Örvar kom aftur heim. Þau eru algjörlega heilluð hvort af öðru. Hann er alltaf utan í henni og hún að kemba honum. Svo eru vinir mínir duglegir að fá myndir af sér með Örvari. Þetta er bara stórkostlegt. Það er bara eins og hann hafi aldrei farið.“Örvar þefaði af hári og skeggi Birkis.mynd/aðsendÞakklátur Kattholti Birkir vill þakka þeim á Kattholti fyrir að hafa haft samband við sig. „Þær þurftu örugglega að hafa mikið fyrir því að finna mig. Allar upplýsingarnar í örmerkingunni voru úreltar þannig að þær þurftu örugglega að gúggla mig.Halldóra Björk Ragnarsdóttir hjá Kattholti man eftir endurfundum Örvars og Birkis. „Já, það er alltaf æðislegt þegar kettir komast aftur heim til sín.“ Hún segir ketti oft þekkja raddir eigenda sinna eins og var í þessu tilviki. „Þeir eru oft mjög naskir á raddir fólks. Stundum þegar vafi leikur á því hvort einhver köttur tilheyri fólki biðjum við það að koma hingað til okkar og kanna viðbrögð kattarins. Þeir geta verið alveg ótrúlega minnugir.“ Í Kattholt koma heimilislausir kettir. „Hingað fáum við óskilakisur sem fólk hefur kannski gefið í nokkra daga og vitað að væru týndir. Við reynum að finna eigendur þeirra, en ef það gengur ekki þá reynum við að finna nýtt heimili fyrir þá.“ Fólk sem hefur áhuga að taka að sér ketti getur svo komið í heimsókn í Kattholt á milli tvö og fjögur alla virka daga. „En af virðingu við kettina þá biðjum við fólk sem er ákveðið að taka að sér ketti að koma. Við getum ekki boðið fólki að koma hingað í heimsókn af tilefnislausu því kettirnir eru í nýju umhverfi og eru hræddir. Allur umgangur getur truflað þá.“ Birkir hvetur alla til þess að taka líka að sér eldri ketti – en það er mun algengara að fólk taki að sér kettlinga en þá sem eldri eru. „Það er mikilvægt að veita gömlum köttum heimili líka svo þeir geti átt notalegt ævikvöld sveipað alúð.. Fólk lítur oft ekki við gamlingjunum og þeir mæta svæfingunni á endanum,“ segir Birkir. Halldóra tekur undir með Birki. „Ég hvet fólk til þess að skoða báða möguleikana. Barnafólk tekur yfirleitt frekar kettlingana. Sumir vilja eldri kettina. Þeir eru oft með meiri karakter og eru með reynslu.“ En fyrst og fremst vill Halldóra hvetja fólk til að hugsa vel um kettina. „Það er skuldbinding að eiga kött. Þeir lifa í fimmtán til tuttugu ár.“
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira