Erlent

Oliver fjallar um skosku kosningarnar á kostulegan hátt

Atli Ísleifsson skrifar
John Oliver ræddi meðal annars á gamansaman hátt um 307 ára samband Skota og Englendinga sem hann líkti við skipulagt hjónaband.
John Oliver ræddi meðal annars á gamansaman hátt um 307 ára samband Skota og Englendinga sem hann líkti við skipulagt hjónaband. Mynd/HBO
Breski grínistinn John Oliver fjallaði um komandi kosningar um framtíð Skotlands í þætti sínum Last Week Tonight á bandarísku sjónvarpsstöðinni HBO síðasta sunnudagskvöld.

Oliver ræddi meðal annars á gamansaman hátt um 307 ára samband Skota og Englendinga sem hann líkti við skipulagt hjónaband.

Í innslagi Oliver ber hann saman herferðir fylkinginna sem hann segir báðar hafa kynnt sterk rök máli sínu til stuðnings.

Þá ber hann saman hverjir hafa lagt fé til herferðanna. Bendir hann á að JK Rowling, höfundur bókanna um Harry Potter, hafi lagt einna mest til herferðar sambandssinna, en óþekktir lottóvinningshafar mest til sjálfstæðissinna.

Skotar kjósa um framtíð sína á morgun og er búist við mikilli kosningaþátttöku. Báðar fylkingar gera nú úrslitatilraun til þess að sannfæra kjósendur um að greiða atkvæði annað hvort með eða á móti spurningunni um hvort Skotland eigi að verða sjálfstætt ríki. Skoðanakannanir gefa til kynna að hnífjafnt sé á munum þótt örlítið halli á sjálfstæðissinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×