Lífið

Fésbók hjólreiðamannsins

Strava, app fyrir hjólreiðar
Strava, app fyrir hjólreiðar
„Þetta er eins konar Fésbók hjólreiðamannsins,“ segir Emil um appið Strava, sem notað er af flestum hjólreiðamönnum sem vettlingi geta valdið. Með Strava er hægt að skipuleggja hjólreiðarnar betur og keppa við vini sína.



„Svo getur maður fylgst með því hvar menn eru að hjóla og séð nýjar leiðir. Þetta er algjör snilld.“ Strava virkar þannig að notandinn býr til ákveðna „segmenta“ sem er tiltekin leið og vegalengd.

Þá er hægt að keppa á móti einhverjum öðrum um tímann sem tekur að hjóla þessa leið. Ef maður nær síðan besta tímanum þá verður maður svokallaður KOM, eða „king of the mountain“.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×