Þóra Björg: Hefði fengið SMS og snöpp í tíu ár Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. september 2014 19:47 Þóra var létt og kát í leikslok. Vísir/stefán Landsliðsmarkvörðurinn Þóra Björg Helgadóttir kvaddi íslenska landsliðið í kvöld er Ísland vann 9-1 stórsigur á Serbíu. Ferill Þóru spannar 108 leiki á sextán árum en í kvöld skoraði hún sitt fyrst - og eina - landsliðsmark. Þegar Ísland fékk vítaspyrnu í síðari hálfleik kallaði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, að Þóra ætti að taka spyrnuna. „Ég var að farast úr stressi,“ sagði hún við blaðamann Vísis eftir leikinn í kvöld. „Svo af einhverjum ástæðum talaði markvörðurinn þeirra sænsku og byrjaði að bulla eitthvað í már,“ bætti hún við en téður markvörður, Susanne Nilsson, er fædd og uppalin í Svíþjóð en á serbneska móður. „Er það - er hún sænsk?“ sagði Þóra þegar blaðamaður tjáði henni það. „En ég lét eins og ég heyrði ekkert og reyndi að einbeita mér að vítinu. Það var búið að stríða mér svo mikið á því að hafa klúðrað vítinu í bikarleiknum með Fylki að það kom ekki til greina að klikka núna. Ég hefði fengið SMS og „snöpp“ næstu tíu árin.“ „Ég ákvað því bara að bomba á markið. Það eru alltaf góðar líkur á því að boltinn fari þá inn,“ sagði markvörðurinn öflugi. Hún sagði það erfitt að koma því í orð hvernig henni liði við þessi tímamót en að hún væri sátt við ákvörðunina. „Ég verð sátt þegar ég vakna á morgun en kannski svolítið leið. Maður hefur upplifað svo margt - bæði gott og slæmt en fyrst og fremst frábærar stundir með ótal góðum félögum.“ „Það eru örugglega 100 manns sem ég gæti þakkað. Þakklætið er gríðarlegt,“ sagði Þóra. Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Serbía 9-1 | Þóra kvaddi með marki Þóra Björg kvaddi íslenska landsliðið með marki og stórsigri á Serbum. 17. september 2014 15:00 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Sjá meira
Landsliðsmarkvörðurinn Þóra Björg Helgadóttir kvaddi íslenska landsliðið í kvöld er Ísland vann 9-1 stórsigur á Serbíu. Ferill Þóru spannar 108 leiki á sextán árum en í kvöld skoraði hún sitt fyrst - og eina - landsliðsmark. Þegar Ísland fékk vítaspyrnu í síðari hálfleik kallaði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, að Þóra ætti að taka spyrnuna. „Ég var að farast úr stressi,“ sagði hún við blaðamann Vísis eftir leikinn í kvöld. „Svo af einhverjum ástæðum talaði markvörðurinn þeirra sænsku og byrjaði að bulla eitthvað í már,“ bætti hún við en téður markvörður, Susanne Nilsson, er fædd og uppalin í Svíþjóð en á serbneska móður. „Er það - er hún sænsk?“ sagði Þóra þegar blaðamaður tjáði henni það. „En ég lét eins og ég heyrði ekkert og reyndi að einbeita mér að vítinu. Það var búið að stríða mér svo mikið á því að hafa klúðrað vítinu í bikarleiknum með Fylki að það kom ekki til greina að klikka núna. Ég hefði fengið SMS og „snöpp“ næstu tíu árin.“ „Ég ákvað því bara að bomba á markið. Það eru alltaf góðar líkur á því að boltinn fari þá inn,“ sagði markvörðurinn öflugi. Hún sagði það erfitt að koma því í orð hvernig henni liði við þessi tímamót en að hún væri sátt við ákvörðunina. „Ég verð sátt þegar ég vakna á morgun en kannski svolítið leið. Maður hefur upplifað svo margt - bæði gott og slæmt en fyrst og fremst frábærar stundir með ótal góðum félögum.“ „Það eru örugglega 100 manns sem ég gæti þakkað. Þakklætið er gríðarlegt,“ sagði Þóra.
Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Serbía 9-1 | Þóra kvaddi með marki Þóra Björg kvaddi íslenska landsliðið með marki og stórsigri á Serbum. 17. september 2014 15:00 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Serbía 9-1 | Þóra kvaddi með marki Þóra Björg kvaddi íslenska landsliðið með marki og stórsigri á Serbum. 17. september 2014 15:00