Sýn stjórnvalda í menntamálum, aftur til fortíðar Guðríður Arnardóttir og Ólafur Sigurjónsson skrifar 17. september 2014 07:00 Mikil umræða fer nú fram um fjarlagafrumvarp ársins 2015. Viljum við undirrituð vekja athygli á grundvallarstefnubreytingu í aðgengi allra að framhaldsskólum landsins. Ríkisendurskoðun skilaði skýrslu til Alþingis í febrúar á þessu ári sem dró upp vægast sagt dökka mynd af stöðu framhaldsskólanna í landinu. Þar kemur fram að framlög til framhaldsskólanna hafa dregist saman um 2 milljarða á milli áranna 2008 og 2012. Nú þegar hefur verið gripið til flestra tiltækra hagræðingaraðgerða, svo sem að segja upp starfsfólki, fækka námsbrautum, fjölga nemendum í námshópum og draga úr stuðningi við þá. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að bæði fulltrúar mennta- og menningarmálaráðuneytis og framhaldsskólanna eru einu máli um að rekstur skólanna sé kominn að þolmörkum. Það eru því uggvænleg tíðindi sem felast í fjárlagafrumvarpi ársins 2015. Þar er hvergi að sjá viðbrögð við þessari alvarlegu stöðu framhaldsskólanna, gert er ráð fyrir frekari skerðingu m.a. á grundvelli þess að nemendum á að fækka um 4,7% strax á næsta ári. Það mun auðvitað leggjast af tvöföldum þunga á haustönn næsta árs. Í texta frumvarpsins kemur ítrekað fram að fyrirhuguð stytting námstíma til stúdentsprófs muni skila hagræðingu í rekstri framhaldsskólanna. Það hefur sem sagt verið tekin pólitísk ákvörðun um að spara í framhaldsskólanum, ekkert samráð hefur átt sér stað um slíka stefnumörkun enda er hún á engan hátt studd faglegum rökum. – Við höfum ítrekað óskað eftir því að vera kölluð til samráðs og okkar fagþekking virt þegar svo stefnumótandi ákvarðanir eru teknar. En stærstu tíðindin í fjárlagafrumvarpinu er ákvörðun um að nú á að takmarka aðgengi 25 ára og eldri nemenda að námi á framhaldsskólastigi. Þar er talað um að megináhersla verði lögð á að mæta óskum nemenda undir 25 ára aldri um skólavist. Og miðað við tæplega 5% fækkun nemenda í framhaldsskólunum er ljóst að fjölmörgum nemendum sem vilja sækja sér menntun er vísað frá. Meðalaldur nemenda á starfsnámsbrautum er 25,2 ár. Á sama tíma og talað er um eflingu verk- og starfsnáms er hér mörkuð sú meginstefna að nemendur yfir 25 ára verði annars flokks þegnar og hafi ekki sama rétt til náms og áður. Hlutfall fullorðinna án framhaldsskólaprófs er með því lægsta á Íslandi af OECD-ríkjunum og hafa 20% einstaklinga undir 24 ára aldri á Íslandi ekki lokið framhaldsskólaprófi eða eru ekki skráðir í nám. Í Hvítbók um umbætur í menntun eru sett fram markmið um nám í framhaldsskóla um hækkað hlutfall þeirra sem ljúka námi á tilsettum tíma og lækkun brottfalls. Fjárlagafrumvarp 2015 varðar ekki rétta leið að þeim markmiðum – það er ljóst að Hvítbók er ekki pappírsins virði ef orðunum eiga ekki að fylgja efndir – og fjármagn. Í stað þess að styrkja rekstur framhaldsskólanna er aðgengi ungs fólks að námi takmarkað og stúdentsprófið í núverandi mynd gjaldfellt með rýrara innihaldi. Verst mun þetta koma niður á litlum framhaldsskólum á landsbyggðinni og verður vart séð að þeir lifi af. Þá erum við að stíga aftur til fortíðar þar sem íslensk ungmenni búa við mismunun og skert aðgengi að námi á grundvelli búsetu. Það er öllum ljóst að aðhalds er þörf í ríkisrekstri. En ef þetta er afleiðing skattalækkana verða menn að spyrja sig hvort það sé þess virði. Ein af grunnstoðum samfélagsins er góð og traust menntun og jafnt aðgengi allra að námi. Það er vissulega pólitískur viðsnúningur í íslenskri menntastefnu ef þetta frumvarp verður að lögum í óbreyttri mynd. Hvaða Alþingismenn vilja setja stafina sína við afturhvarf til fortíðar í menntamálum á Íslandi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Guðríður Arnardóttir Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða fer nú fram um fjarlagafrumvarp ársins 2015. Viljum við undirrituð vekja athygli á grundvallarstefnubreytingu í aðgengi allra að framhaldsskólum landsins. Ríkisendurskoðun skilaði skýrslu til Alþingis í febrúar á þessu ári sem dró upp vægast sagt dökka mynd af stöðu framhaldsskólanna í landinu. Þar kemur fram að framlög til framhaldsskólanna hafa dregist saman um 2 milljarða á milli áranna 2008 og 2012. Nú þegar hefur verið gripið til flestra tiltækra hagræðingaraðgerða, svo sem að segja upp starfsfólki, fækka námsbrautum, fjölga nemendum í námshópum og draga úr stuðningi við þá. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að bæði fulltrúar mennta- og menningarmálaráðuneytis og framhaldsskólanna eru einu máli um að rekstur skólanna sé kominn að þolmörkum. Það eru því uggvænleg tíðindi sem felast í fjárlagafrumvarpi ársins 2015. Þar er hvergi að sjá viðbrögð við þessari alvarlegu stöðu framhaldsskólanna, gert er ráð fyrir frekari skerðingu m.a. á grundvelli þess að nemendum á að fækka um 4,7% strax á næsta ári. Það mun auðvitað leggjast af tvöföldum þunga á haustönn næsta árs. Í texta frumvarpsins kemur ítrekað fram að fyrirhuguð stytting námstíma til stúdentsprófs muni skila hagræðingu í rekstri framhaldsskólanna. Það hefur sem sagt verið tekin pólitísk ákvörðun um að spara í framhaldsskólanum, ekkert samráð hefur átt sér stað um slíka stefnumörkun enda er hún á engan hátt studd faglegum rökum. – Við höfum ítrekað óskað eftir því að vera kölluð til samráðs og okkar fagþekking virt þegar svo stefnumótandi ákvarðanir eru teknar. En stærstu tíðindin í fjárlagafrumvarpinu er ákvörðun um að nú á að takmarka aðgengi 25 ára og eldri nemenda að námi á framhaldsskólastigi. Þar er talað um að megináhersla verði lögð á að mæta óskum nemenda undir 25 ára aldri um skólavist. Og miðað við tæplega 5% fækkun nemenda í framhaldsskólunum er ljóst að fjölmörgum nemendum sem vilja sækja sér menntun er vísað frá. Meðalaldur nemenda á starfsnámsbrautum er 25,2 ár. Á sama tíma og talað er um eflingu verk- og starfsnáms er hér mörkuð sú meginstefna að nemendur yfir 25 ára verði annars flokks þegnar og hafi ekki sama rétt til náms og áður. Hlutfall fullorðinna án framhaldsskólaprófs er með því lægsta á Íslandi af OECD-ríkjunum og hafa 20% einstaklinga undir 24 ára aldri á Íslandi ekki lokið framhaldsskólaprófi eða eru ekki skráðir í nám. Í Hvítbók um umbætur í menntun eru sett fram markmið um nám í framhaldsskóla um hækkað hlutfall þeirra sem ljúka námi á tilsettum tíma og lækkun brottfalls. Fjárlagafrumvarp 2015 varðar ekki rétta leið að þeim markmiðum – það er ljóst að Hvítbók er ekki pappírsins virði ef orðunum eiga ekki að fylgja efndir – og fjármagn. Í stað þess að styrkja rekstur framhaldsskólanna er aðgengi ungs fólks að námi takmarkað og stúdentsprófið í núverandi mynd gjaldfellt með rýrara innihaldi. Verst mun þetta koma niður á litlum framhaldsskólum á landsbyggðinni og verður vart séð að þeir lifi af. Þá erum við að stíga aftur til fortíðar þar sem íslensk ungmenni búa við mismunun og skert aðgengi að námi á grundvelli búsetu. Það er öllum ljóst að aðhalds er þörf í ríkisrekstri. En ef þetta er afleiðing skattalækkana verða menn að spyrja sig hvort það sé þess virði. Ein af grunnstoðum samfélagsins er góð og traust menntun og jafnt aðgengi allra að námi. Það er vissulega pólitískur viðsnúningur í íslenskri menntastefnu ef þetta frumvarp verður að lögum í óbreyttri mynd. Hvaða Alþingismenn vilja setja stafina sína við afturhvarf til fortíðar í menntamálum á Íslandi?
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar