Þingmenn Sjálfstæðisflokks ræða breytt viðhorf í fíkniefnamálum Heimir Már Pétursson skrifar 17. febrúar 2014 20:00 Skiptar skoðanir eru innnan þingflokks Sjálfstæðisflokksins um það að aflétta refsingum við neyslu fíkniefna, eins og heilbrigðisráðherra vill skoða. Þeir sem vilja ganga lengst vilja lögleiða fíkniefni á meðan aðrir vilja stíga varlega til jarðar. Töluverð hugarfarsbreyting hefur átt sér stað í fíkniefnaumræðunni á Íslandi á undanförnum misserum og umræðan er orðin hávær innan veggja Alþingis. Þingflokkur Sjálfstæðismanna ræddi málið á fundi sínum í dag.Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sagði fyrir helgi að hann teldi nauðsynlegt að endurskoða þá refsistefnu sem viðhöfð hefur verið marga undanfarna áratugi varðandi neyslu ólöglegra vímuefna. „Menn eru svosem með sitthvora skoðunina á þessu eða áhersluatriði í þessum málaflokki. Þetta er ekki einfalt. En ég held að menn séu á því að þetta er að minnska kosti að hluta til heilbrigðisvandi sem kannski verður ekki leystur með refsingum,“ segir Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem einnig er í stjórn þingflokksins. Að hluta já, vegna þess að ekki eru allir þeir sem neyta ólöglegra vímuefna fíklar og hvorki þurfa því né óska eftir aðstoð vegna neyslu sinnar. Sjálfur telur Brynjar refsistefnuna ekki til góðs. „Það er auðvitað þannig að öll neysla er ekki endilega vandamál. Þá er aftur spurningin hversu frjálslyndur þú ert. Ég persónulega hef þá skoðun að menn eigi að bera ábyrgð á sínum gerðum. Og ef menn eru í neyslu á þessum efnum, eru þeir það og mega það mín vegna,“ segir Brynjar. Viðhorf séu hins vegar mismunandi innan flokksins þótt hann telji að nú sé einstakt tækifæri til að fara yfir þessi mál. „Ég hef horft upp á það í fyrri störfum mínum (sem hæstaréttarlögmaður) að sjá unga menn kannski árum saman í fangelsi á þeirra mótunartíma. Ég tel það ekki bara til skaða fyrir einstaklinginn heldur fyrir samfélagið í heild,“ segir þingmaðurinn og hæstaréttarlögmaðurinn. Öll minniháttar brot á fíkniefnalöggjöfinni rata inn á sakaskrá, sem getur spillt náms- og atinnutækifærum fólks til framtíðar. „Þetta hefur verið mörgum mjög erfitt. Ég veit það,“ segir Brynjar. Þannig að refsingin í þeim efnum er langt umfram það sem kalla mætti hóflegt? „Já, já. Langt umfram það,“ segir hann. Það sé skynsamlegt að endurskoða öll þess mál og yfirhöfuð telji hann að ekki eigi að refsa fyrir vörslu vímuefnaefna þótt reglur verði að vera um viðskiptin með efnin. „En það bara að neyta, að vera með í vörslu sinni, að menn fái refsingu af þessu tagi fyrir það, er auðvitað miklu meiri refsing en fjársektin eða stuttur fangelsisdómur – er þessi ævilanga refsing,“ segir Brynjar Níelsson. Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira
Skiptar skoðanir eru innnan þingflokks Sjálfstæðisflokksins um það að aflétta refsingum við neyslu fíkniefna, eins og heilbrigðisráðherra vill skoða. Þeir sem vilja ganga lengst vilja lögleiða fíkniefni á meðan aðrir vilja stíga varlega til jarðar. Töluverð hugarfarsbreyting hefur átt sér stað í fíkniefnaumræðunni á Íslandi á undanförnum misserum og umræðan er orðin hávær innan veggja Alþingis. Þingflokkur Sjálfstæðismanna ræddi málið á fundi sínum í dag.Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sagði fyrir helgi að hann teldi nauðsynlegt að endurskoða þá refsistefnu sem viðhöfð hefur verið marga undanfarna áratugi varðandi neyslu ólöglegra vímuefna. „Menn eru svosem með sitthvora skoðunina á þessu eða áhersluatriði í þessum málaflokki. Þetta er ekki einfalt. En ég held að menn séu á því að þetta er að minnska kosti að hluta til heilbrigðisvandi sem kannski verður ekki leystur með refsingum,“ segir Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem einnig er í stjórn þingflokksins. Að hluta já, vegna þess að ekki eru allir þeir sem neyta ólöglegra vímuefna fíklar og hvorki þurfa því né óska eftir aðstoð vegna neyslu sinnar. Sjálfur telur Brynjar refsistefnuna ekki til góðs. „Það er auðvitað þannig að öll neysla er ekki endilega vandamál. Þá er aftur spurningin hversu frjálslyndur þú ert. Ég persónulega hef þá skoðun að menn eigi að bera ábyrgð á sínum gerðum. Og ef menn eru í neyslu á þessum efnum, eru þeir það og mega það mín vegna,“ segir Brynjar. Viðhorf séu hins vegar mismunandi innan flokksins þótt hann telji að nú sé einstakt tækifæri til að fara yfir þessi mál. „Ég hef horft upp á það í fyrri störfum mínum (sem hæstaréttarlögmaður) að sjá unga menn kannski árum saman í fangelsi á þeirra mótunartíma. Ég tel það ekki bara til skaða fyrir einstaklinginn heldur fyrir samfélagið í heild,“ segir þingmaðurinn og hæstaréttarlögmaðurinn. Öll minniháttar brot á fíkniefnalöggjöfinni rata inn á sakaskrá, sem getur spillt náms- og atinnutækifærum fólks til framtíðar. „Þetta hefur verið mörgum mjög erfitt. Ég veit það,“ segir Brynjar. Þannig að refsingin í þeim efnum er langt umfram það sem kalla mætti hóflegt? „Já, já. Langt umfram það,“ segir hann. Það sé skynsamlegt að endurskoða öll þess mál og yfirhöfuð telji hann að ekki eigi að refsa fyrir vörslu vímuefnaefna þótt reglur verði að vera um viðskiptin með efnin. „En það bara að neyta, að vera með í vörslu sinni, að menn fái refsingu af þessu tagi fyrir það, er auðvitað miklu meiri refsing en fjársektin eða stuttur fangelsisdómur – er þessi ævilanga refsing,“ segir Brynjar Níelsson.
Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira