Er Kolbeinn nokkuð kólnaður? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2014 06:00 Kolbeinn Sigþórsson. Vísir/Getty Kolbeinn Sigþórsson hefur ekki skorað í 283 mínútur með íslenska landsliðinu og eftir ótrúlegt markaskor hans í landsliðsbúningnum undanfarin ár er þetta eitthvað sem stuðningsmenn íslenska landsliðsins eiga ekki að venjast.Íslenska þjóðin er vön góðu Íslenska þjóðin hefur heldur betur vanist góðu frá aðalmarkaskorara sínum undanfarin ár sem var, fyrir þessa markaþurrð, búinn að skora í 15 af 24 landsleikjum sínum. Heimsklassatölfræði Kolbeins hefur kallað á meiri kröfur og um leið áhyggjur yfir markaleysinu nú. Kolbeinn hefur aðeins einu sinni þurft að bíða lengur eftir marki með landsliðinu en hann skoraði ekki í 304 mínútur eftir að hann kom til baka eftir axlaraðgerð í ársbyrjun 2013. Umrótið í kringum Kolbein hjá félagsliði hans Ajax er ekki að hjálpa til og margir bíða eftir því að hann komist að hjá liði sem spilar meira upp á styrkleika hans. Íslenska landsliðið náði ekki að halda áfram sigurgöngu sinni í Tékklandi um helgina og fyrsta tapið er staðreynd. Íslenska liðið fékk vissulega færi til að ná í stig en Kolbeinn var meira í því að hjálpa til að búa til færi fyrir félagana en komast í færin sjálfur.Sextánda markið gegn Tyrkjum Kolbeinn skoraði sitt sextánda landsliðsmark í sigrinum á Tyrkjum í fyrsta leik undankeppninnar en hann var þá að spila sinn 24. landsleik. Kolbein vantar aðeins eitt mark til að jafna Ríkharð Jónsson, annan markahæsta leikmann íslenska landsliðsins frá upphafi. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir landsliðsferil Kolbeins og magnað markaskor hans í landsliðsbúningnum.Á undan Eiði í leikjum og árum Eiður Smári á metið en hann hefur átta marka forskot á Kolbein, Eiður Smári jafnaði met Ríkharðs í sínum 41. leik (28 ára gamall) og bætti það sjö leikjum síðar (29 ára gamall). Kolbeinn er enn bara 24 ára gamall og ekki búinn að spila nema 27 landsleiki. Metið hans Eiðs Smára er því enn í stórhættu. Kolbeinn þurfti að bíða eftir landsliðsmarki í 304 mínútur fyrri hluta árs 2013 en þegar markastíflan brast skoraði hann í fimm landsleikjum í röð og setti nýtt met. Sú markaveisla endaði ekki fyrr en hann meiddist illa á ökkla í fyrri hálfleik í fyrri umspilsleiknum við Króata.Brestur stíflan á næsta ári? Það er lífsnauðsynlegt fyrir íslenska landsliðið að koma Kolbeini aftur í gang á næsta ári þegar seinni hluti undankeppninnar fer fram og það mun reyna á íslenska landsliðið við að tryggja sér sæti á stórmóti í fyrsta sinn. Bresti stíflan með sama hætti og síðast ætti íslenska landsliðið hins vegar að vera í góðum málum á árinu 2015.Vísir/AntonGrafík/Garðar Kjartansson. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson hefur ekki skorað í 283 mínútur með íslenska landsliðinu og eftir ótrúlegt markaskor hans í landsliðsbúningnum undanfarin ár er þetta eitthvað sem stuðningsmenn íslenska landsliðsins eiga ekki að venjast.Íslenska þjóðin er vön góðu Íslenska þjóðin hefur heldur betur vanist góðu frá aðalmarkaskorara sínum undanfarin ár sem var, fyrir þessa markaþurrð, búinn að skora í 15 af 24 landsleikjum sínum. Heimsklassatölfræði Kolbeins hefur kallað á meiri kröfur og um leið áhyggjur yfir markaleysinu nú. Kolbeinn hefur aðeins einu sinni þurft að bíða lengur eftir marki með landsliðinu en hann skoraði ekki í 304 mínútur eftir að hann kom til baka eftir axlaraðgerð í ársbyrjun 2013. Umrótið í kringum Kolbein hjá félagsliði hans Ajax er ekki að hjálpa til og margir bíða eftir því að hann komist að hjá liði sem spilar meira upp á styrkleika hans. Íslenska landsliðið náði ekki að halda áfram sigurgöngu sinni í Tékklandi um helgina og fyrsta tapið er staðreynd. Íslenska liðið fékk vissulega færi til að ná í stig en Kolbeinn var meira í því að hjálpa til að búa til færi fyrir félagana en komast í færin sjálfur.Sextánda markið gegn Tyrkjum Kolbeinn skoraði sitt sextánda landsliðsmark í sigrinum á Tyrkjum í fyrsta leik undankeppninnar en hann var þá að spila sinn 24. landsleik. Kolbein vantar aðeins eitt mark til að jafna Ríkharð Jónsson, annan markahæsta leikmann íslenska landsliðsins frá upphafi. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir landsliðsferil Kolbeins og magnað markaskor hans í landsliðsbúningnum.Á undan Eiði í leikjum og árum Eiður Smári á metið en hann hefur átta marka forskot á Kolbein, Eiður Smári jafnaði met Ríkharðs í sínum 41. leik (28 ára gamall) og bætti það sjö leikjum síðar (29 ára gamall). Kolbeinn er enn bara 24 ára gamall og ekki búinn að spila nema 27 landsleiki. Metið hans Eiðs Smára er því enn í stórhættu. Kolbeinn þurfti að bíða eftir landsliðsmarki í 304 mínútur fyrri hluta árs 2013 en þegar markastíflan brast skoraði hann í fimm landsleikjum í röð og setti nýtt met. Sú markaveisla endaði ekki fyrr en hann meiddist illa á ökkla í fyrri hálfleik í fyrri umspilsleiknum við Króata.Brestur stíflan á næsta ári? Það er lífsnauðsynlegt fyrir íslenska landsliðið að koma Kolbeini aftur í gang á næsta ári þegar seinni hluti undankeppninnar fer fram og það mun reyna á íslenska landsliðið við að tryggja sér sæti á stórmóti í fyrsta sinn. Bresti stíflan með sama hætti og síðast ætti íslenska landsliðið hins vegar að vera í góðum málum á árinu 2015.Vísir/AntonGrafík/Garðar Kjartansson.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Sjá meira