Kjarabarátta tónlistarskólakennara Aðalheiður Steingrímsdóttir skrifar 20. nóvember 2014 10:59 Tónlistarskólakennarar hafa nú verið samningslausir í hátt í ellefu mánuði og þar af hefur vinnustöðvun þeirra staðið í einn mánuð. Þó að kjaradeilunni hafi verið vísað til sáttasemjara í júní varð það ekki til að hreyfa við samningaviðræðum. Í marga mánuði hefur samninganefnd sveitarfélaga daufheyrst við eðlilegum og sanngjörnum óskum tónlistarskólakennara um að leiðrétta laun þeirra til samræmis við það sem samið var um við aðra kennarahópa. Með þessu háttalagi er viðsemjandinn að segja að störf tónlistarskólakennara séu minna virði en kennara á öðrum skólastigum í kennarasamtökum landsins. Hvað er það þá sem samninganefnd sveitarfélaga hefur séð sér fært að leggja á borðið á undanförnum mánuðum? Jú, tilboð um launahækkanir sem duga engan veginn til að lagfæra laun tónlistarskólakennara til samræmis við laun annarra kennarahópa og tillögur um aukið vinnuframlag tónlistarskólakennara á móti hækkunum. Á mannamáli merkir þetta: Þið skulið bara vinna meira – þá fáið þið launahækkun! Vinnustöðvun tónlistarskólakennara er skýrt merki um að viðsemjandinn hefur gengið fram af þeim með sinnuleysi sínu í marga mánuði. Viðsemjandinn hefur gengið fram af flestu hugsandi fólki í landinu fyrir furðulegt metnaðarleysi í þessum samningaviðræðum. Oft höfum við orðið vitni að mikilli gjá milli orða og efnda í menntamálum en aldrei eins og núna. Ekkert vantar upp á fögru orðin um mikilvægi tónlistarskóla fyrir blómlegt tónlistarlíf í landinu og um allt frábæra tónlistarfólkið sem ber hróður íslensks tónlistarlífs út um heiminn og sem á þátt í að laða þúsundir ferðamanna til landsins. En þegar talið berst að því hvernig búið er að skólunum sjálfum og þeim sem þar starfa kemur annað hljóð í strokkinn. Þá daprast viljinn til að meta að verðleikum það grundvallarstarf sem fram fer í tónlistarskólum landsins. Að undanförnu hefur opinberast einkar skýrt hvernig þrátefli Reykjavíkurborgar og ríkisins um samkomulag um eflingu tónlistarnáms frá 2011 hefur bitnað á rekstri tónlistarskólanna í borginni en sumir þeirra eru á barmi gjaldþrots. Fram hefur komið að upphæðin sem samið var um hafi verið vanáætluð frá upphafi. Reykjavíkurborg telur ekki skylt að greiða það sem upp á vantar og hafa skólarnir því neyðst til að brúa bilið með því að taka af öðru rekstrarfé til að standa undir launagreiðslum kennara en öll önnur sveitarfélög hafa hlaupið undir bagga með sínum skólum með það sem upp á vantar. Umræðan um stöðu tónlistarskólanna hefur varpað skýru ljósi á það tómlæti sem ríkir í garð tónlistarmenntunar, þrátt fyrir fögur orð um gildi hennar. Sá vondi grunur hefur vaknað að túlkun Reykjavíkurborgar á samkomulaginu um tónlistarnámið ráði þeirri pólitík sem samninganefnd sveitarfélaga hefur rekið við samningaborðið við tónlistarskólakennara í marga mánuði. Er þessi pólitík að vilja stjórnar sambands sveitarfélaga og sveitarfélaga landsins? Er það vilji þeirra að störf tónlistarskólakennara eigi að meta minna en kennara á öðrum skólastigum? Er það vilji þeirra að tónlistarskólakennarar greiði sjálfir launahækkanir með meira vinnuframlagi? Þeir sem bera pólitíska ábyrgð á samningaviðræðunum þurfa strax að gera hreint fyrir sínum dyrum. Lífsafkoma 500 kennara og stjórnenda er í húfi, nám þúsunda nemenda og starfsemi skólanna. Kennarasamtökin krefjast þess að tónlistarskólunum verði gert kleift að halda uppi gæðastarfi í þágu nemenda og tónlistarlífsins í landinu. Framtíð tónlistar á Íslandi er undir því komin að vel sé búið að tónlistarskólunum og kennurum þeirra. Kennarasamtökin gera þá kröfu að sveitarfélögin í landinu veiti samninganefnd sinni skýlaust umboð til að ganga strax til samninga við tónlistarskólakennara um eðlilegar og sanngjarnar launaleiðréttingar. Störf þeirra á að meta að verðleikum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Tónlistarskólakennarar hafa nú verið samningslausir í hátt í ellefu mánuði og þar af hefur vinnustöðvun þeirra staðið í einn mánuð. Þó að kjaradeilunni hafi verið vísað til sáttasemjara í júní varð það ekki til að hreyfa við samningaviðræðum. Í marga mánuði hefur samninganefnd sveitarfélaga daufheyrst við eðlilegum og sanngjörnum óskum tónlistarskólakennara um að leiðrétta laun þeirra til samræmis við það sem samið var um við aðra kennarahópa. Með þessu háttalagi er viðsemjandinn að segja að störf tónlistarskólakennara séu minna virði en kennara á öðrum skólastigum í kennarasamtökum landsins. Hvað er það þá sem samninganefnd sveitarfélaga hefur séð sér fært að leggja á borðið á undanförnum mánuðum? Jú, tilboð um launahækkanir sem duga engan veginn til að lagfæra laun tónlistarskólakennara til samræmis við laun annarra kennarahópa og tillögur um aukið vinnuframlag tónlistarskólakennara á móti hækkunum. Á mannamáli merkir þetta: Þið skulið bara vinna meira – þá fáið þið launahækkun! Vinnustöðvun tónlistarskólakennara er skýrt merki um að viðsemjandinn hefur gengið fram af þeim með sinnuleysi sínu í marga mánuði. Viðsemjandinn hefur gengið fram af flestu hugsandi fólki í landinu fyrir furðulegt metnaðarleysi í þessum samningaviðræðum. Oft höfum við orðið vitni að mikilli gjá milli orða og efnda í menntamálum en aldrei eins og núna. Ekkert vantar upp á fögru orðin um mikilvægi tónlistarskóla fyrir blómlegt tónlistarlíf í landinu og um allt frábæra tónlistarfólkið sem ber hróður íslensks tónlistarlífs út um heiminn og sem á þátt í að laða þúsundir ferðamanna til landsins. En þegar talið berst að því hvernig búið er að skólunum sjálfum og þeim sem þar starfa kemur annað hljóð í strokkinn. Þá daprast viljinn til að meta að verðleikum það grundvallarstarf sem fram fer í tónlistarskólum landsins. Að undanförnu hefur opinberast einkar skýrt hvernig þrátefli Reykjavíkurborgar og ríkisins um samkomulag um eflingu tónlistarnáms frá 2011 hefur bitnað á rekstri tónlistarskólanna í borginni en sumir þeirra eru á barmi gjaldþrots. Fram hefur komið að upphæðin sem samið var um hafi verið vanáætluð frá upphafi. Reykjavíkurborg telur ekki skylt að greiða það sem upp á vantar og hafa skólarnir því neyðst til að brúa bilið með því að taka af öðru rekstrarfé til að standa undir launagreiðslum kennara en öll önnur sveitarfélög hafa hlaupið undir bagga með sínum skólum með það sem upp á vantar. Umræðan um stöðu tónlistarskólanna hefur varpað skýru ljósi á það tómlæti sem ríkir í garð tónlistarmenntunar, þrátt fyrir fögur orð um gildi hennar. Sá vondi grunur hefur vaknað að túlkun Reykjavíkurborgar á samkomulaginu um tónlistarnámið ráði þeirri pólitík sem samninganefnd sveitarfélaga hefur rekið við samningaborðið við tónlistarskólakennara í marga mánuði. Er þessi pólitík að vilja stjórnar sambands sveitarfélaga og sveitarfélaga landsins? Er það vilji þeirra að störf tónlistarskólakennara eigi að meta minna en kennara á öðrum skólastigum? Er það vilji þeirra að tónlistarskólakennarar greiði sjálfir launahækkanir með meira vinnuframlagi? Þeir sem bera pólitíska ábyrgð á samningaviðræðunum þurfa strax að gera hreint fyrir sínum dyrum. Lífsafkoma 500 kennara og stjórnenda er í húfi, nám þúsunda nemenda og starfsemi skólanna. Kennarasamtökin krefjast þess að tónlistarskólunum verði gert kleift að halda uppi gæðastarfi í þágu nemenda og tónlistarlífsins í landinu. Framtíð tónlistar á Íslandi er undir því komin að vel sé búið að tónlistarskólunum og kennurum þeirra. Kennarasamtökin gera þá kröfu að sveitarfélögin í landinu veiti samninganefnd sinni skýlaust umboð til að ganga strax til samninga við tónlistarskólakennara um eðlilegar og sanngjarnar launaleiðréttingar. Störf þeirra á að meta að verðleikum.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun