Verðsamráðsmálið tekið fyrir í febrúar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. nóvember 2014 12:22 Mennirnir þrettán eru á öllum aldri og gegndu ólíkum stöðum innan fyrirtækisins allt frá framkvæmdastjórum niður í menn í söluveri. Vísir Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara á hendur þrettán starfsmönnum Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins mun fara fram í febrúar á næsta ári. Þá verða rúmlega fjögur ár liðin síðan rannsókn málsins hófst. Málið er rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness en vegna fjölda sakborninga og verjenda mun aðalmeðferð fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fyrirtaka í málinu fór fram í morgun þar sem verjendur sakbornina lögðu fram greinargerðir þar sem útskýrðar voru ástæður þess hvers vegna farið væri fram á sýknu í málinu. Þá fór einn verjenda fram á að máli á hendur sínum skjólstæðingi yrði vísað frá dómi. Allir þrettán neituðu sök þegar málið var þingfest í héraði í maí síðastliðnum. Sjá einnig: „Við erum að blæða báðir tveir“ Mennirnir eru sakaðir um að hafa átt í verðsamráði til að koma í veg fyrir að verslanirnar ættu í samkeppni. Gögn sérstaks saksóknara telja um 5000 blaðsíður en stór hluti þeirra eru símtöl og tölvupóstssamskipti mannana. Rannsókn stóð yfir í um þrjú ár áður en ákæra var gefin út í maí síðastliðnum.Tankar olíufélaganna úti á Granda.Málið er athyglisvert fyrir þær sakir að um refsimál er að ræða á hendur mönnum þrettán. Aðeins einu sinni áður hefur verið höfðað refsimál á hendur einstaklingum hér á landi. Þá voru forstjórar Olís, Skeljungs og Esso sakaðir um verðsamráð. Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði málinu hins vegar frá vegna annmarka í ákæru. Úrskurðinn í heild má sjá hér. Mennirnir þrettán eru á öllum aldri og gegndu ólíkum stöðum innan fyrirtækisins allt frá framkvæmdastjórum niður í menn í söluverinu. Sá elsti er í dag 74 ára en sá yngsti var tvítugur þegar meint brot áttu sér stað. Athygli vekur að forstjórar fyrirtækjanna þriggja sæta ekki ákæru. Meint brot áttu sér stað á tímabilinu 13. september 2010 til 3. mars 2011 með skipulagðri upplýsingagjöf um verð og tilboðskjör sérgreindra grófvörutegunda, einkum bygginga- og timburvara, í símtölum milli starfsmanna fyrirtækjanna sem var til þess fallin að hafa áhrif á verð, afslætti, álagningu og önnur viðskiptakjör innan umræddra fyrirtækja. Krafist er að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Tengdar fréttir Þrettán manns í ákæru fyrir samkeppnislagabrot BYKO, Húsasmiðjunnar og Úlfsins rettán eiga aðild að samkeppnislagabrotum BYKO, Húsasmiðjunnar og Úlfsins samkvæmt ákæru sem gefin hefur verið út. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Hann segir embættið ekki búa yfir upplýsingum um hversu margir af þeim sem málinu tengjast eru enn starfandi hjá fyrirtækjunum. 8. maí 2014 07:00 Einn starfsmaður Byko sendur í leyfi vegna ákæru um verðsamráð "Fyrirtækið hefur ávallt haft samkeppnislög eins og aðra lagaumgjörð rekstursins í heiðri og það er einlæg von stjórnenda BYKO að dómstólar muni komast að þeirri niðurstöðu að ákæra saksóknara eigi ekki við rök að styðjast.“ 7. maí 2014 19:30 Húsasmiðjan undirritar sátt við Samkeppniseftirlitið Fyrrverandi eigendur Húsasmiðjunnar hafa undirritað sátt við Samkeppniseftirlitið hvað varðar rannsókn á meintu samráði á árunum 2008 til 2011. 10. júlí 2014 18:04 Verðsamráð er gróft lögbrot gegn almenningi Brotin sem starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar eru ákærðir fyrir eru alvarlegustu samkeppnislagabrot sem þekkjast og eru oftast nær almenningi til tjóns. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir að þetta sé með umfangsmestu samráðsmálum sem komið hafi upp hér á landi. 17. maí 2014 18:30 Verðsamráðsmálið: „Við erum að blæða báðir tveir“ "Frá og með bara sko morgundeginum. Þá mun ég ýta öllu upp. Öllu. Alveg sama hvað það er og það verður. Ég mun handstýra allri tilboðsgerð núna í heilan mánuð til að, af því sko....“ 19. maí 2014 12:06 Grunaðir verðsamráðsmenn neituðu allir sök Þrettán starfsmenn Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins byggingavöruverslunar voru viðstaddir þingfestingu gegn sér í dag. 22. maí 2014 13:47 Segir landsmenn hafa tapað á verðsamráði Landsmenn töpuðu á samkeppnislagabrotum Húsasmiðjunnar og Byko og borga nú sektina fyrir það sem aðaleigendur Landsbankans, segir í fréttatilkynningu frá Múrbúðinni. 11. júlí 2014 14:35 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara á hendur þrettán starfsmönnum Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins mun fara fram í febrúar á næsta ári. Þá verða rúmlega fjögur ár liðin síðan rannsókn málsins hófst. Málið er rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness en vegna fjölda sakborninga og verjenda mun aðalmeðferð fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fyrirtaka í málinu fór fram í morgun þar sem verjendur sakbornina lögðu fram greinargerðir þar sem útskýrðar voru ástæður þess hvers vegna farið væri fram á sýknu í málinu. Þá fór einn verjenda fram á að máli á hendur sínum skjólstæðingi yrði vísað frá dómi. Allir þrettán neituðu sök þegar málið var þingfest í héraði í maí síðastliðnum. Sjá einnig: „Við erum að blæða báðir tveir“ Mennirnir eru sakaðir um að hafa átt í verðsamráði til að koma í veg fyrir að verslanirnar ættu í samkeppni. Gögn sérstaks saksóknara telja um 5000 blaðsíður en stór hluti þeirra eru símtöl og tölvupóstssamskipti mannana. Rannsókn stóð yfir í um þrjú ár áður en ákæra var gefin út í maí síðastliðnum.Tankar olíufélaganna úti á Granda.Málið er athyglisvert fyrir þær sakir að um refsimál er að ræða á hendur mönnum þrettán. Aðeins einu sinni áður hefur verið höfðað refsimál á hendur einstaklingum hér á landi. Þá voru forstjórar Olís, Skeljungs og Esso sakaðir um verðsamráð. Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði málinu hins vegar frá vegna annmarka í ákæru. Úrskurðinn í heild má sjá hér. Mennirnir þrettán eru á öllum aldri og gegndu ólíkum stöðum innan fyrirtækisins allt frá framkvæmdastjórum niður í menn í söluverinu. Sá elsti er í dag 74 ára en sá yngsti var tvítugur þegar meint brot áttu sér stað. Athygli vekur að forstjórar fyrirtækjanna þriggja sæta ekki ákæru. Meint brot áttu sér stað á tímabilinu 13. september 2010 til 3. mars 2011 með skipulagðri upplýsingagjöf um verð og tilboðskjör sérgreindra grófvörutegunda, einkum bygginga- og timburvara, í símtölum milli starfsmanna fyrirtækjanna sem var til þess fallin að hafa áhrif á verð, afslætti, álagningu og önnur viðskiptakjör innan umræddra fyrirtækja. Krafist er að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.
Tengdar fréttir Þrettán manns í ákæru fyrir samkeppnislagabrot BYKO, Húsasmiðjunnar og Úlfsins rettán eiga aðild að samkeppnislagabrotum BYKO, Húsasmiðjunnar og Úlfsins samkvæmt ákæru sem gefin hefur verið út. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Hann segir embættið ekki búa yfir upplýsingum um hversu margir af þeim sem málinu tengjast eru enn starfandi hjá fyrirtækjunum. 8. maí 2014 07:00 Einn starfsmaður Byko sendur í leyfi vegna ákæru um verðsamráð "Fyrirtækið hefur ávallt haft samkeppnislög eins og aðra lagaumgjörð rekstursins í heiðri og það er einlæg von stjórnenda BYKO að dómstólar muni komast að þeirri niðurstöðu að ákæra saksóknara eigi ekki við rök að styðjast.“ 7. maí 2014 19:30 Húsasmiðjan undirritar sátt við Samkeppniseftirlitið Fyrrverandi eigendur Húsasmiðjunnar hafa undirritað sátt við Samkeppniseftirlitið hvað varðar rannsókn á meintu samráði á árunum 2008 til 2011. 10. júlí 2014 18:04 Verðsamráð er gróft lögbrot gegn almenningi Brotin sem starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar eru ákærðir fyrir eru alvarlegustu samkeppnislagabrot sem þekkjast og eru oftast nær almenningi til tjóns. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir að þetta sé með umfangsmestu samráðsmálum sem komið hafi upp hér á landi. 17. maí 2014 18:30 Verðsamráðsmálið: „Við erum að blæða báðir tveir“ "Frá og með bara sko morgundeginum. Þá mun ég ýta öllu upp. Öllu. Alveg sama hvað það er og það verður. Ég mun handstýra allri tilboðsgerð núna í heilan mánuð til að, af því sko....“ 19. maí 2014 12:06 Grunaðir verðsamráðsmenn neituðu allir sök Þrettán starfsmenn Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins byggingavöruverslunar voru viðstaddir þingfestingu gegn sér í dag. 22. maí 2014 13:47 Segir landsmenn hafa tapað á verðsamráði Landsmenn töpuðu á samkeppnislagabrotum Húsasmiðjunnar og Byko og borga nú sektina fyrir það sem aðaleigendur Landsbankans, segir í fréttatilkynningu frá Múrbúðinni. 11. júlí 2014 14:35 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Þrettán manns í ákæru fyrir samkeppnislagabrot BYKO, Húsasmiðjunnar og Úlfsins rettán eiga aðild að samkeppnislagabrotum BYKO, Húsasmiðjunnar og Úlfsins samkvæmt ákæru sem gefin hefur verið út. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Hann segir embættið ekki búa yfir upplýsingum um hversu margir af þeim sem málinu tengjast eru enn starfandi hjá fyrirtækjunum. 8. maí 2014 07:00
Einn starfsmaður Byko sendur í leyfi vegna ákæru um verðsamráð "Fyrirtækið hefur ávallt haft samkeppnislög eins og aðra lagaumgjörð rekstursins í heiðri og það er einlæg von stjórnenda BYKO að dómstólar muni komast að þeirri niðurstöðu að ákæra saksóknara eigi ekki við rök að styðjast.“ 7. maí 2014 19:30
Húsasmiðjan undirritar sátt við Samkeppniseftirlitið Fyrrverandi eigendur Húsasmiðjunnar hafa undirritað sátt við Samkeppniseftirlitið hvað varðar rannsókn á meintu samráði á árunum 2008 til 2011. 10. júlí 2014 18:04
Verðsamráð er gróft lögbrot gegn almenningi Brotin sem starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar eru ákærðir fyrir eru alvarlegustu samkeppnislagabrot sem þekkjast og eru oftast nær almenningi til tjóns. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir að þetta sé með umfangsmestu samráðsmálum sem komið hafi upp hér á landi. 17. maí 2014 18:30
Verðsamráðsmálið: „Við erum að blæða báðir tveir“ "Frá og með bara sko morgundeginum. Þá mun ég ýta öllu upp. Öllu. Alveg sama hvað það er og það verður. Ég mun handstýra allri tilboðsgerð núna í heilan mánuð til að, af því sko....“ 19. maí 2014 12:06
Grunaðir verðsamráðsmenn neituðu allir sök Þrettán starfsmenn Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins byggingavöruverslunar voru viðstaddir þingfestingu gegn sér í dag. 22. maí 2014 13:47
Segir landsmenn hafa tapað á verðsamráði Landsmenn töpuðu á samkeppnislagabrotum Húsasmiðjunnar og Byko og borga nú sektina fyrir það sem aðaleigendur Landsbankans, segir í fréttatilkynningu frá Múrbúðinni. 11. júlí 2014 14:35