Vigdís Hauks og Pétur fá ekki afsökunarbeiðni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. nóvember 2014 14:12 Ellen Calmon formaður Öryrkjabandalagsins (ÖBÍ) hafnar því að nýleg auglýsing bandalagsins sé persónulegt áhlaup á þingmennina Pétur Blöndal og Vigdísi Hauksdóttur. Auglýsingin hefur vakið hörð viðbrögð en Ellen telur ekki tilefni til að biðja þingmennina afsökunar. Pétur tók málið upp á Alþingi í gær og var allt annað en sáttur en í auglýsingunni er spilað myndskeið af fundi sem hann sat og ýjað að því að hann hafi ekki sagt satt á fundinum. „Það sæmir ekki Öryrkjabandalaginu að nota sér erfiðleika fólks í veikindum, klippa í sundur setningar og nota myndskeið án leyfis til að klekkja af fólki, hafa af því æruna og vega að trúverðugleika þess,“ sagði hann. Ellen ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagði að þingmennirnir hefðu verið upplýstir um að upptaka væri í gangi og að ekkert hefði verið slitið úr samhengi. „Þau eru bæði stjórnmálamenn, Pétur búinn að vera lengur í þessum bransa en Vigdís og vita hver ábyrgð þeirra er. Þau eru kjörin til áhrifa. Þau sögðu þetta og þetta var tekið upp. Þau vissu um upptökuna og það er ekkert óeðlilegt að við höfum eftir þeim og spilum það sem þau hafa sagt,“ sagði Ellen og bætti við að auglýsingin hafi verið lítið sem ekkert unnin. Þá vísar hún til þess að önnur umræða fjárlaga hafi hafist í dag. Auglýsingarnar séu tímasettar til þess að hafa áhrif á umræðuna um fjárlögin. Bandalagið vonist til þess að ríkisstjórnin standi við kosningaloforð sín. „Nú hafa þau tækifæri til að standa við þessi orð. Fjárlögin hafa ekki enn verið samþykkt – þetta er enn frumvarp þannig að núna er bara tími til að gera betur,“ sagði Ellen. Umræddar auglýsingar má sjá hér fyrir neðan. Innlegg frá Öryrkjabandalag Íslands. Innlegg frá Öryrkjabandalag Íslands. Tengdar fréttir Pétur Blöndal verulega ósáttur við Öryrkjabandalagið "Það sæmir ekki Öryrkjabandalaginu að nota sér erfiðleika fólks í veikindum, klippa í sundur setningar og nota myndskeið án leyfis til að klekkja af fólki. Hafa af því æruna og vega að trúverðugleika þess,“ sagði hann á þingi í dag. 19. nóvember 2014 15:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Ellen Calmon formaður Öryrkjabandalagsins (ÖBÍ) hafnar því að nýleg auglýsing bandalagsins sé persónulegt áhlaup á þingmennina Pétur Blöndal og Vigdísi Hauksdóttur. Auglýsingin hefur vakið hörð viðbrögð en Ellen telur ekki tilefni til að biðja þingmennina afsökunar. Pétur tók málið upp á Alþingi í gær og var allt annað en sáttur en í auglýsingunni er spilað myndskeið af fundi sem hann sat og ýjað að því að hann hafi ekki sagt satt á fundinum. „Það sæmir ekki Öryrkjabandalaginu að nota sér erfiðleika fólks í veikindum, klippa í sundur setningar og nota myndskeið án leyfis til að klekkja af fólki, hafa af því æruna og vega að trúverðugleika þess,“ sagði hann. Ellen ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagði að þingmennirnir hefðu verið upplýstir um að upptaka væri í gangi og að ekkert hefði verið slitið úr samhengi. „Þau eru bæði stjórnmálamenn, Pétur búinn að vera lengur í þessum bransa en Vigdís og vita hver ábyrgð þeirra er. Þau eru kjörin til áhrifa. Þau sögðu þetta og þetta var tekið upp. Þau vissu um upptökuna og það er ekkert óeðlilegt að við höfum eftir þeim og spilum það sem þau hafa sagt,“ sagði Ellen og bætti við að auglýsingin hafi verið lítið sem ekkert unnin. Þá vísar hún til þess að önnur umræða fjárlaga hafi hafist í dag. Auglýsingarnar séu tímasettar til þess að hafa áhrif á umræðuna um fjárlögin. Bandalagið vonist til þess að ríkisstjórnin standi við kosningaloforð sín. „Nú hafa þau tækifæri til að standa við þessi orð. Fjárlögin hafa ekki enn verið samþykkt – þetta er enn frumvarp þannig að núna er bara tími til að gera betur,“ sagði Ellen. Umræddar auglýsingar má sjá hér fyrir neðan. Innlegg frá Öryrkjabandalag Íslands. Innlegg frá Öryrkjabandalag Íslands.
Tengdar fréttir Pétur Blöndal verulega ósáttur við Öryrkjabandalagið "Það sæmir ekki Öryrkjabandalaginu að nota sér erfiðleika fólks í veikindum, klippa í sundur setningar og nota myndskeið án leyfis til að klekkja af fólki. Hafa af því æruna og vega að trúverðugleika þess,“ sagði hann á þingi í dag. 19. nóvember 2014 15:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Pétur Blöndal verulega ósáttur við Öryrkjabandalagið "Það sæmir ekki Öryrkjabandalaginu að nota sér erfiðleika fólks í veikindum, klippa í sundur setningar og nota myndskeið án leyfis til að klekkja af fólki. Hafa af því æruna og vega að trúverðugleika þess,“ sagði hann á þingi í dag. 19. nóvember 2014 15:45