Áður var búið að tilkynna að hljómsveitin Belle and Sebastian kemur fram á hátíðinni.
Auk fyrrnefndra hljómsveita hafa sveitirnar Iceage, Loop, The Field, White Hills, Ghostigital, Vision Fortune, Younghusband og Tall Firs bæst við á hátíðina.
„Við erum mjög spennt fyrir þriðju ATP hátíðinni á Íslandi og það hefur verið gaman að fylgjast með hátíðinni stækka á milli ára. Næsta hátíð mun skarta þekktum sveitum á borð við Loop og Godspeed en einnig nýrri hljómsveitum á borð við Younghusband og Run the Jewels. Við erum hvergi nærri hætt. Það er miklu meira á leiðinni og eins og staðan er núna lítur út fyrir að þriðja hátíðin verði sú stærsta hingað til,“ segir Barry Hogan, stofnandi ATP, í tilkynningu frá hátíðinni.