Spurning hvort Ísland tekur þátt í samkomulagi sem byggir á ofveiði Svavar Hávarðsson skrifar 13. mars 2014 12:46 Kolbeinn Árnason Vísir/Óskar/Arnþór „Það er spurning um það hvort Íslendingar ættu að taka þátt í samkomulagi sem gengur út á ofveiði og ósjálfbærni,“ segir Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, í frétt á heimasíðu sambandsins. Ísland stendur nú fyrir utan samninga í makríldeilunni eftir að ljóst varð síðdegis í gær að Evrópusambandið, Noregur og Færeyjar hefðu samið um skiptingu veiðiheimilda. Íslendingum standi til boðað að taka þátt í samstarfinu á síðari stigum málsins. Eins segir í fréttinni að þetta séu vonbrigði fyrir Íslendinga og niðurstaða sem kemur mjög á óvart ekki síst í ljósi þess að síðasta fimmtudag greindi María Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, frá því á heimasíðu sinni að ljóst hafi verið eftir síðasta fund samningamanna að sambandið hefði lagt fram tilboð sem Íslendingar og Færeyingar hafi samþykkt. Kjöraðstæður hafi verið til þess að ná samkomulagi og því hafi það verið mikil vonbrigði að Norðmenn hafi hafnað samkomulaginu. Evrópusambandið ætli því að hefja næst tvíhliða viðræður við Norðmenn þar sem áhersla verði lögð á sjálfbærar veiðar í samræmi við vísindalega ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknarráðsins (ICES). Kolbeinn segir að í ljósi þessa yfirlýsinga Evrópusambandsins sæti furðu að næstu fréttir af makríldeilunni séu þær að samkomulag hafi náðst til næstu fimm ára um veiðar sem séu nær 18 prósentum umfram ráðgjöf ICES eða 1.047.000 tonna afla í ár. Áherslan á sjálfbærar veiðar sé ekki meiri en svo að Noregur og ESB ætli sér til saman 890 þúsund tonn af makríl sem sé allur ráðlagður heildarafli þessa árs. „Þá á eftir að gera ráð fyrir veiðum Íslendinga, Grænlendinga og Rússa," segir Kolbeinn. Hann telur ástandið háalvarlegt og óttast að veiði sem er komin svo langt uppfyrir ráðgjöf geti skaðað makrílstofninn mjög og jafnvel orðið til þess að hann hætti að ganga á Íslandsmið sem hefði í för með sér gríðarlegan tekjubrest fyrir íslenskt samfélag en heildaraflaverðmæti makríls á síðasta ári nam um 22 milljörðum. „Skilaboðin sem send eru með þessu samkomulagi eru í rauninni þau að ósveigjanleiki og kröfur um ofveiði sé það sem virkar á endanum best," segir Kolbeinn. Tengdar fréttir Munnleg skýrsla um makríldeiluna klukkan þrjú Ráðherra úr ríkisstjórn Íslands mun taka til máls á Alþingi klukkan 15 vegna stöðu mála í makríldeilunni. 13. mars 2014 11:52 "Forkastanleg framkoma vinaþjóða" Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir samning ESB, Noregs og Færeyja forkastanlega framkomu vinaþjóða. 13. mars 2014 12:03 Segir ESB ganga á bak orða sinna Sigurður Ingi Jóhannsson segir ljóst að samningur ESB, Noregs og Færeyja í makríldeilunni feli í sér mikla ofveiði stofnsins. 13. mars 2014 09:57 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
„Það er spurning um það hvort Íslendingar ættu að taka þátt í samkomulagi sem gengur út á ofveiði og ósjálfbærni,“ segir Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, í frétt á heimasíðu sambandsins. Ísland stendur nú fyrir utan samninga í makríldeilunni eftir að ljóst varð síðdegis í gær að Evrópusambandið, Noregur og Færeyjar hefðu samið um skiptingu veiðiheimilda. Íslendingum standi til boðað að taka þátt í samstarfinu á síðari stigum málsins. Eins segir í fréttinni að þetta séu vonbrigði fyrir Íslendinga og niðurstaða sem kemur mjög á óvart ekki síst í ljósi þess að síðasta fimmtudag greindi María Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, frá því á heimasíðu sinni að ljóst hafi verið eftir síðasta fund samningamanna að sambandið hefði lagt fram tilboð sem Íslendingar og Færeyingar hafi samþykkt. Kjöraðstæður hafi verið til þess að ná samkomulagi og því hafi það verið mikil vonbrigði að Norðmenn hafi hafnað samkomulaginu. Evrópusambandið ætli því að hefja næst tvíhliða viðræður við Norðmenn þar sem áhersla verði lögð á sjálfbærar veiðar í samræmi við vísindalega ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknarráðsins (ICES). Kolbeinn segir að í ljósi þessa yfirlýsinga Evrópusambandsins sæti furðu að næstu fréttir af makríldeilunni séu þær að samkomulag hafi náðst til næstu fimm ára um veiðar sem séu nær 18 prósentum umfram ráðgjöf ICES eða 1.047.000 tonna afla í ár. Áherslan á sjálfbærar veiðar sé ekki meiri en svo að Noregur og ESB ætli sér til saman 890 þúsund tonn af makríl sem sé allur ráðlagður heildarafli þessa árs. „Þá á eftir að gera ráð fyrir veiðum Íslendinga, Grænlendinga og Rússa," segir Kolbeinn. Hann telur ástandið háalvarlegt og óttast að veiði sem er komin svo langt uppfyrir ráðgjöf geti skaðað makrílstofninn mjög og jafnvel orðið til þess að hann hætti að ganga á Íslandsmið sem hefði í för með sér gríðarlegan tekjubrest fyrir íslenskt samfélag en heildaraflaverðmæti makríls á síðasta ári nam um 22 milljörðum. „Skilaboðin sem send eru með þessu samkomulagi eru í rauninni þau að ósveigjanleiki og kröfur um ofveiði sé það sem virkar á endanum best," segir Kolbeinn.
Tengdar fréttir Munnleg skýrsla um makríldeiluna klukkan þrjú Ráðherra úr ríkisstjórn Íslands mun taka til máls á Alþingi klukkan 15 vegna stöðu mála í makríldeilunni. 13. mars 2014 11:52 "Forkastanleg framkoma vinaþjóða" Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir samning ESB, Noregs og Færeyja forkastanlega framkomu vinaþjóða. 13. mars 2014 12:03 Segir ESB ganga á bak orða sinna Sigurður Ingi Jóhannsson segir ljóst að samningur ESB, Noregs og Færeyja í makríldeilunni feli í sér mikla ofveiði stofnsins. 13. mars 2014 09:57 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Munnleg skýrsla um makríldeiluna klukkan þrjú Ráðherra úr ríkisstjórn Íslands mun taka til máls á Alþingi klukkan 15 vegna stöðu mála í makríldeilunni. 13. mars 2014 11:52
"Forkastanleg framkoma vinaþjóða" Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir samning ESB, Noregs og Færeyja forkastanlega framkomu vinaþjóða. 13. mars 2014 12:03
Segir ESB ganga á bak orða sinna Sigurður Ingi Jóhannsson segir ljóst að samningur ESB, Noregs og Færeyja í makríldeilunni feli í sér mikla ofveiði stofnsins. 13. mars 2014 09:57