Meirihluti bílaflota slökkviliðanna í flokki fornbíla Svavar Hávarðsson skrifar 13. mars 2014 07:00 Starf slökkviliðanna er hulið óvissu og verkefnin ólík. Það er því bráð nauðsyn að búnaður þeirra hæfi verkefnunum. Fréttablaðið/Anton Bílafloti slökkviliðanna í landinu er kominn til ára sinna, en sex af hverjum tíu slökkvibílum eru eldri en 25 ára og væru því gjaldgengir á fornbílaskrá. Aðeins tólf bílar af um 180 hafa verið keyptir á síðasta áratug. Þjálfun og endurmenntun slökkviliðsmanna um allt land hefur setið á hakanum á undanförnum árum. Eins og Fréttablaðið hefur fjallað um að undanförnu er útbreidd skoðun að gæta verði að uppbyggingu brunavarna í landinu. Brunavarnaáætlanir hafa ekki verið gerðar eða eru ekki uppfærðar, en í lögum segir að brunavarnaáætlun eigi að tryggja að slökkvilið hvers svæðis sé þannig mannað, skipulagt, útbúið tækjum, menntað og þjálfað að það ráði við þau verkefni sem því eru falin.Fornbílaklúbbar? Slökkviliðin í landinu eru 37 og bílakosturinn telur um 180 slökkvibíla. Innan við fjórðungur bílaflotans er yngri en 20 ára, og aðeins 6% bílanna keypt á síðasta áratug.Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins, samsinnir því að búnað slökkviliðanna þurfi að bæta og endurnýja.Jón Viðar Matthíasson„Þetta er sá þáttur þessarar starfsemi sem þarf sífellt að vinna í. Þjóðin varð hins vegar fyrir áfalli og þá hægði allverulega á uppbyggingu á búnaði slökkviliðanna. „Samkvæmt skilgreiningu tryggingafélaganna er stór hluti bílaflota slökkviliðanna fornbílar. Ég tek undir það að tölurnar er sláandi,“ segir Jón Viðar og nefnir bilanahættu í samhengi við þá staðreynd að rekstur gamalla tækja geti verið flókinn. „Það er ekkert sjálfsagt að finna varahluti. Það þekkist að menn leiti fyrir sér á e-bay til þess,“ segir Jón Viðar. Bedford Á árunum 1970 til 1972 var gert risaátak í að endurnýja búnað slökkviliðanna og voru um sjötíu bílar fluttir inn á þessu tímabili. Oft er talað um „Bedford-væðinguna“, eftir bílum af þessari gerð sem margir voru af 1962 árgerð. Margir þessara bíla eru enn í notkun, þótt þeir sitji við hliðarlínuna ef mikið stendur til. Mun afkastageta og áreiðanleiki dælu Bedfordsins vera ástæðan fyrir því að þessum bílum hefur ekki verið fyrir löngu komið fyrir á safni. Spurður hvort viðlíka átaks, á landsvísu, sé þörf svarar Jón Viðar að kannski sé sá tímapunktur að nálgast að huga verði að því. „Þarna þurfa menn hins vegar nýja hugsun. Samvinna og samnýting verður að vera ofarlega á baugi. Fjárfestingarnar verða að byggja á greiningum hvað hentar á hverju svæði fyrir sig,“ segir Jón Viðar, sem segir þetta eiga við um atvinnuslökkviliðin jafnt sem minni liðin úti um land. Hvað varðar slökkvilið höfuðborgarsvæðisins þurfi að huga að bílakaupum. „Maður finnur samt á sveitarstjórnarmönnum að þeir eru meðvitaðir um þennan vanda. Það er enginn að líta fram hjá þessu, en vandinn er kannski það stór að hendur manna eru bundnar. En við fáum þó góðan stuðning frá þessum stóru sveitarfélögum sem standa að baki okkur, og má nefna nýja og dýra bækistöð í Mosfellsbæ. Þannig að stuðningurinn er ekki bara í orði heldur líka á borði.“ Búnaður slökkviliða er fleira en bílarnir, þó þeir komi fyrst upp í hugann. Sama skurk þarf við endurnýjun annars búnaðar, hlífðarfatnaðar til dæmis. Nefnt hefur verið að gróðureldar útheimti sérstakan búnað, léttari og meðfærilegri, en slíkt er vandfundið hér. Spurður um þjálfun og endurmenntun slökkviliðsmanna segir Jón Viðar það renna í sama farvegi og tækjakaupin, vegna fjárhagsvandans. „Það liggur fyrir að endurmenntun og þjálfun þarf að vera betri hjá öllum. Það liggur í hlutarins eðli að þessir þættir sitja á hakanum þegar glíma þarf við stærri mál,“ segir Jón Viðar.Of mörg og smá Jón Viðar heldur því fram að slökkviliðin í landinu séu of mörg og vanmáttug mörg hver. Víða eru slökkviliðsstjórar í hlutastarfi og geta engan veginn uppfyllt kröfur, til dæmis um forvarnastarf, og margt sem fylgir stjórnsýslu dagsins í dag. Jón Viðar telur að líta megi til þess þegar málefni fatlaðra voru flutt til sveitarfélaganna frá ríkinu, og þá þess að átta þúsund manns væru að baki hvers þjónustusvæðis. Í Noregi til dæmis séu uppi raddir um að lögbinda lágmarksfjölda íbúa að baki slökkviliðs. „Það er engin spurning í mínum huga að víða á landinu muni verða mjög til bóta að sameina slökkvilið í stærri og sterkari einingar, og í raun aðeins tímaspursmál hvenær í þetta verður ráðist. Nú þegar hefur slökkviliðum fækkað verulega og atvinnuslökkviliðum fjölgað. Kröfurnar fara vaxandi og fólk er betur meðvitað um þessa þjónustu. Sveitarfélögin eru líka orðin meðvituð um það að ef þessi þjónusta er ekki ásættanleg þá spyrji bæði stór og lítil fyrirtæki sig þeirrar spurningar hvort fýsilegt sé að setja sig niður á viðkomandi svæði.“Hröð uppbygging Um þessar mundir er mikil uppsveifla í ferðaþjónustu, og eins og nauðsyn krefur fylgir uppbygging innviða. Hótel munu spretta upp sem gorkúlur ef áform ganga eftir, en færri ræða hvað verður að fylgja slíkri uppbyggingu. „Það er alltaf hættan í hraðri uppbyggingu að ekki séu allir þættir teknir inn í jöfnuna. Aukin umferð fólks og farartækja skapar óumflýjanlega aukna áhættu. Þá er alltaf stóra spurningin, ef eitthvað kemur fyrir, hvernig við erum í stakk búin til að bregðast við. Það er til dæmis ekkert gefið, þegar nýtt hótel er byggt á nýjum stað út um land, að til staðar séu innviðir í samræmi við það, og geti svarað kallinu,“ segir Jón Viðar og nefnir að í nýrri byggingareglugerð er tekið sérstaklega til þess að ef viðbragðstími og burðir viðkomandi slökkviliðs á svæði eru ónógir þá skuli gert ráð fyrir því í viðkomandi byggingu – til að vega upp á móti löngum viðbragðstíma eða getu slökkviliðs. Jón Viðar nefnir sem dæmi þegar álver Alcoa Fjarðaáls við Reyðarfjörð var byggt, að þá tóku sveitarfélögin á svæðinu sig saman ásamt fyrirtækinu og byggðu upp atvinnuslökkvilið. „Það hefur þegar sannað sig, og það hefur verið nefnt að þegar kviknaði í spennistöð verksmiðjunnar hafi starfsemin verið í hættu. Það er í raun þrekvirki slökkviliðsins á staðnum að þakka að ekki fór verr.“ Fréttaskýringar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Bílafloti slökkviliðanna í landinu er kominn til ára sinna, en sex af hverjum tíu slökkvibílum eru eldri en 25 ára og væru því gjaldgengir á fornbílaskrá. Aðeins tólf bílar af um 180 hafa verið keyptir á síðasta áratug. Þjálfun og endurmenntun slökkviliðsmanna um allt land hefur setið á hakanum á undanförnum árum. Eins og Fréttablaðið hefur fjallað um að undanförnu er útbreidd skoðun að gæta verði að uppbyggingu brunavarna í landinu. Brunavarnaáætlanir hafa ekki verið gerðar eða eru ekki uppfærðar, en í lögum segir að brunavarnaáætlun eigi að tryggja að slökkvilið hvers svæðis sé þannig mannað, skipulagt, útbúið tækjum, menntað og þjálfað að það ráði við þau verkefni sem því eru falin.Fornbílaklúbbar? Slökkviliðin í landinu eru 37 og bílakosturinn telur um 180 slökkvibíla. Innan við fjórðungur bílaflotans er yngri en 20 ára, og aðeins 6% bílanna keypt á síðasta áratug.Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins, samsinnir því að búnað slökkviliðanna þurfi að bæta og endurnýja.Jón Viðar Matthíasson„Þetta er sá þáttur þessarar starfsemi sem þarf sífellt að vinna í. Þjóðin varð hins vegar fyrir áfalli og þá hægði allverulega á uppbyggingu á búnaði slökkviliðanna. „Samkvæmt skilgreiningu tryggingafélaganna er stór hluti bílaflota slökkviliðanna fornbílar. Ég tek undir það að tölurnar er sláandi,“ segir Jón Viðar og nefnir bilanahættu í samhengi við þá staðreynd að rekstur gamalla tækja geti verið flókinn. „Það er ekkert sjálfsagt að finna varahluti. Það þekkist að menn leiti fyrir sér á e-bay til þess,“ segir Jón Viðar. Bedford Á árunum 1970 til 1972 var gert risaátak í að endurnýja búnað slökkviliðanna og voru um sjötíu bílar fluttir inn á þessu tímabili. Oft er talað um „Bedford-væðinguna“, eftir bílum af þessari gerð sem margir voru af 1962 árgerð. Margir þessara bíla eru enn í notkun, þótt þeir sitji við hliðarlínuna ef mikið stendur til. Mun afkastageta og áreiðanleiki dælu Bedfordsins vera ástæðan fyrir því að þessum bílum hefur ekki verið fyrir löngu komið fyrir á safni. Spurður hvort viðlíka átaks, á landsvísu, sé þörf svarar Jón Viðar að kannski sé sá tímapunktur að nálgast að huga verði að því. „Þarna þurfa menn hins vegar nýja hugsun. Samvinna og samnýting verður að vera ofarlega á baugi. Fjárfestingarnar verða að byggja á greiningum hvað hentar á hverju svæði fyrir sig,“ segir Jón Viðar, sem segir þetta eiga við um atvinnuslökkviliðin jafnt sem minni liðin úti um land. Hvað varðar slökkvilið höfuðborgarsvæðisins þurfi að huga að bílakaupum. „Maður finnur samt á sveitarstjórnarmönnum að þeir eru meðvitaðir um þennan vanda. Það er enginn að líta fram hjá þessu, en vandinn er kannski það stór að hendur manna eru bundnar. En við fáum þó góðan stuðning frá þessum stóru sveitarfélögum sem standa að baki okkur, og má nefna nýja og dýra bækistöð í Mosfellsbæ. Þannig að stuðningurinn er ekki bara í orði heldur líka á borði.“ Búnaður slökkviliða er fleira en bílarnir, þó þeir komi fyrst upp í hugann. Sama skurk þarf við endurnýjun annars búnaðar, hlífðarfatnaðar til dæmis. Nefnt hefur verið að gróðureldar útheimti sérstakan búnað, léttari og meðfærilegri, en slíkt er vandfundið hér. Spurður um þjálfun og endurmenntun slökkviliðsmanna segir Jón Viðar það renna í sama farvegi og tækjakaupin, vegna fjárhagsvandans. „Það liggur fyrir að endurmenntun og þjálfun þarf að vera betri hjá öllum. Það liggur í hlutarins eðli að þessir þættir sitja á hakanum þegar glíma þarf við stærri mál,“ segir Jón Viðar.Of mörg og smá Jón Viðar heldur því fram að slökkviliðin í landinu séu of mörg og vanmáttug mörg hver. Víða eru slökkviliðsstjórar í hlutastarfi og geta engan veginn uppfyllt kröfur, til dæmis um forvarnastarf, og margt sem fylgir stjórnsýslu dagsins í dag. Jón Viðar telur að líta megi til þess þegar málefni fatlaðra voru flutt til sveitarfélaganna frá ríkinu, og þá þess að átta þúsund manns væru að baki hvers þjónustusvæðis. Í Noregi til dæmis séu uppi raddir um að lögbinda lágmarksfjölda íbúa að baki slökkviliðs. „Það er engin spurning í mínum huga að víða á landinu muni verða mjög til bóta að sameina slökkvilið í stærri og sterkari einingar, og í raun aðeins tímaspursmál hvenær í þetta verður ráðist. Nú þegar hefur slökkviliðum fækkað verulega og atvinnuslökkviliðum fjölgað. Kröfurnar fara vaxandi og fólk er betur meðvitað um þessa þjónustu. Sveitarfélögin eru líka orðin meðvituð um það að ef þessi þjónusta er ekki ásættanleg þá spyrji bæði stór og lítil fyrirtæki sig þeirrar spurningar hvort fýsilegt sé að setja sig niður á viðkomandi svæði.“Hröð uppbygging Um þessar mundir er mikil uppsveifla í ferðaþjónustu, og eins og nauðsyn krefur fylgir uppbygging innviða. Hótel munu spretta upp sem gorkúlur ef áform ganga eftir, en færri ræða hvað verður að fylgja slíkri uppbyggingu. „Það er alltaf hættan í hraðri uppbyggingu að ekki séu allir þættir teknir inn í jöfnuna. Aukin umferð fólks og farartækja skapar óumflýjanlega aukna áhættu. Þá er alltaf stóra spurningin, ef eitthvað kemur fyrir, hvernig við erum í stakk búin til að bregðast við. Það er til dæmis ekkert gefið, þegar nýtt hótel er byggt á nýjum stað út um land, að til staðar séu innviðir í samræmi við það, og geti svarað kallinu,“ segir Jón Viðar og nefnir að í nýrri byggingareglugerð er tekið sérstaklega til þess að ef viðbragðstími og burðir viðkomandi slökkviliðs á svæði eru ónógir þá skuli gert ráð fyrir því í viðkomandi byggingu – til að vega upp á móti löngum viðbragðstíma eða getu slökkviliðs. Jón Viðar nefnir sem dæmi þegar álver Alcoa Fjarðaáls við Reyðarfjörð var byggt, að þá tóku sveitarfélögin á svæðinu sig saman ásamt fyrirtækinu og byggðu upp atvinnuslökkvilið. „Það hefur þegar sannað sig, og það hefur verið nefnt að þegar kviknaði í spennistöð verksmiðjunnar hafi starfsemin verið í hættu. Það er í raun þrekvirki slökkviliðsins á staðnum að þakka að ekki fór verr.“
Fréttaskýringar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira