Fangar mótmæla líkamsleit á gestum þeirra 16. október 2014 17:43 Vísir/GVA/PJETUR Afstaða – Félag fanga mótmælir því að heimsóknargestir séu valdir af handahófi til að fara í líkamsleit. Á Facebook síðu Afstöðu segir að þetta hafi lagst mjög illa í heimsóknargesti sem bæði hafi snúið frá því að heimsækja aðstandanda sinn og liðið mikla niðurlægingu. „Þetta hefur nú viðgengist hér í mörg mörg ár. Það hefur alltaf viðgengist og viðgengst í öllum fangelsum að það er gerð leit,“ segir Margrét Frímannsdóttir forstöðumaður Litla Hrauns, í samtalið við Vísi. Hún segir leit gerða ef grunur leiki á að verið sé að reyna að koma smygli inn í fangelsið. „Eðlilega er leitað á fólki. Það geta flestir lent í því þegar þeir koma að þeir þurfi að fara í líkamsleit án snertingar. Ef þau neita er þeim boðið að fara í glerheimsókn eða að fara. Það gerist nú yfirleitt mjög sjaldan,“ Afstaða segir að ein manneskja sem kom í heimsókn hafi sagt aðstandendum sínum að henni hafi liðið afar illa og verið niðurlægð í slíkri leit. „Þess má geta að þessi tiltekna manneskja var líkamlega veik og gat ekki afklæðst án hjálpar, fangaverðir urðu að aðstoða hana til þess að afklæðast. Manneskjan hafði áður þurft að setja í geymslu veski sitt og fl. Á meðan á niðurlægingunni stóð sóttu fangaverðir veskið úr læstri geymslu og settu út á hvað hún væri með mikið af verkjalyfjum, þrátt fyrir að veskið hafi aldrei átt að fara lengra en í geymsluna. Verkjalyfin voru lögleg og aðeins ætluð konunni, sem var líkamlega veik,“ segir í tilkynningunni frá Afstöðu. Varðandi það segist Margrét ekki geta rætt tiltekin atvik í fangelsinu. Í tilkynningu Afstöðu segir einnig að í fangelsum á Norðurlöndunum séu ekki gerðar líkamsleitir á heimsóknargestum. Heldur séu þær gerðar fanganum sjálfum. Nema í undantekningartilfellum þar sem rökstuddur grunur liggi fyrir. Þá sé leitin framkvæmd af lögreglu. „Það eru undantekningatilvik þegar gestir fara í líkamsleit,“ segir Margrét. „Afstaða mótmælir harðlega þessu fyrirkomulagi og mun ekki sætta sig við þessi vinnubrögð,“ segir í tilkynningunni. „Það getur ekki verið rétta leiðin til að stemma stigu við eiturlyfjavandanum, að koma í veg fyrir að fangar fái ekki heimsóknir. Það hlýtur að vera auðveldara og sanngjarnara að leit sé gerð á fanganum sjálfum en ekki aðstandendum hans.“ Post by Afstaða - Til ábyrgðar. Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Afstaða – Félag fanga mótmælir því að heimsóknargestir séu valdir af handahófi til að fara í líkamsleit. Á Facebook síðu Afstöðu segir að þetta hafi lagst mjög illa í heimsóknargesti sem bæði hafi snúið frá því að heimsækja aðstandanda sinn og liðið mikla niðurlægingu. „Þetta hefur nú viðgengist hér í mörg mörg ár. Það hefur alltaf viðgengist og viðgengst í öllum fangelsum að það er gerð leit,“ segir Margrét Frímannsdóttir forstöðumaður Litla Hrauns, í samtalið við Vísi. Hún segir leit gerða ef grunur leiki á að verið sé að reyna að koma smygli inn í fangelsið. „Eðlilega er leitað á fólki. Það geta flestir lent í því þegar þeir koma að þeir þurfi að fara í líkamsleit án snertingar. Ef þau neita er þeim boðið að fara í glerheimsókn eða að fara. Það gerist nú yfirleitt mjög sjaldan,“ Afstaða segir að ein manneskja sem kom í heimsókn hafi sagt aðstandendum sínum að henni hafi liðið afar illa og verið niðurlægð í slíkri leit. „Þess má geta að þessi tiltekna manneskja var líkamlega veik og gat ekki afklæðst án hjálpar, fangaverðir urðu að aðstoða hana til þess að afklæðast. Manneskjan hafði áður þurft að setja í geymslu veski sitt og fl. Á meðan á niðurlægingunni stóð sóttu fangaverðir veskið úr læstri geymslu og settu út á hvað hún væri með mikið af verkjalyfjum, þrátt fyrir að veskið hafi aldrei átt að fara lengra en í geymsluna. Verkjalyfin voru lögleg og aðeins ætluð konunni, sem var líkamlega veik,“ segir í tilkynningunni frá Afstöðu. Varðandi það segist Margrét ekki geta rætt tiltekin atvik í fangelsinu. Í tilkynningu Afstöðu segir einnig að í fangelsum á Norðurlöndunum séu ekki gerðar líkamsleitir á heimsóknargestum. Heldur séu þær gerðar fanganum sjálfum. Nema í undantekningartilfellum þar sem rökstuddur grunur liggi fyrir. Þá sé leitin framkvæmd af lögreglu. „Það eru undantekningatilvik þegar gestir fara í líkamsleit,“ segir Margrét. „Afstaða mótmælir harðlega þessu fyrirkomulagi og mun ekki sætta sig við þessi vinnubrögð,“ segir í tilkynningunni. „Það getur ekki verið rétta leiðin til að stemma stigu við eiturlyfjavandanum, að koma í veg fyrir að fangar fái ekki heimsóknir. Það hlýtur að vera auðveldara og sanngjarnara að leit sé gerð á fanganum sjálfum en ekki aðstandendum hans.“ Post by Afstaða - Til ábyrgðar.
Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira