Fangar mótmæla líkamsleit á gestum þeirra 16. október 2014 17:43 Vísir/GVA/PJETUR Afstaða – Félag fanga mótmælir því að heimsóknargestir séu valdir af handahófi til að fara í líkamsleit. Á Facebook síðu Afstöðu segir að þetta hafi lagst mjög illa í heimsóknargesti sem bæði hafi snúið frá því að heimsækja aðstandanda sinn og liðið mikla niðurlægingu. „Þetta hefur nú viðgengist hér í mörg mörg ár. Það hefur alltaf viðgengist og viðgengst í öllum fangelsum að það er gerð leit,“ segir Margrét Frímannsdóttir forstöðumaður Litla Hrauns, í samtalið við Vísi. Hún segir leit gerða ef grunur leiki á að verið sé að reyna að koma smygli inn í fangelsið. „Eðlilega er leitað á fólki. Það geta flestir lent í því þegar þeir koma að þeir þurfi að fara í líkamsleit án snertingar. Ef þau neita er þeim boðið að fara í glerheimsókn eða að fara. Það gerist nú yfirleitt mjög sjaldan,“ Afstaða segir að ein manneskja sem kom í heimsókn hafi sagt aðstandendum sínum að henni hafi liðið afar illa og verið niðurlægð í slíkri leit. „Þess má geta að þessi tiltekna manneskja var líkamlega veik og gat ekki afklæðst án hjálpar, fangaverðir urðu að aðstoða hana til þess að afklæðast. Manneskjan hafði áður þurft að setja í geymslu veski sitt og fl. Á meðan á niðurlægingunni stóð sóttu fangaverðir veskið úr læstri geymslu og settu út á hvað hún væri með mikið af verkjalyfjum, þrátt fyrir að veskið hafi aldrei átt að fara lengra en í geymsluna. Verkjalyfin voru lögleg og aðeins ætluð konunni, sem var líkamlega veik,“ segir í tilkynningunni frá Afstöðu. Varðandi það segist Margrét ekki geta rætt tiltekin atvik í fangelsinu. Í tilkynningu Afstöðu segir einnig að í fangelsum á Norðurlöndunum séu ekki gerðar líkamsleitir á heimsóknargestum. Heldur séu þær gerðar fanganum sjálfum. Nema í undantekningartilfellum þar sem rökstuddur grunur liggi fyrir. Þá sé leitin framkvæmd af lögreglu. „Það eru undantekningatilvik þegar gestir fara í líkamsleit,“ segir Margrét. „Afstaða mótmælir harðlega þessu fyrirkomulagi og mun ekki sætta sig við þessi vinnubrögð,“ segir í tilkynningunni. „Það getur ekki verið rétta leiðin til að stemma stigu við eiturlyfjavandanum, að koma í veg fyrir að fangar fái ekki heimsóknir. Það hlýtur að vera auðveldara og sanngjarnara að leit sé gerð á fanganum sjálfum en ekki aðstandendum hans.“ Post by Afstaða - Til ábyrgðar. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Afstaða – Félag fanga mótmælir því að heimsóknargestir séu valdir af handahófi til að fara í líkamsleit. Á Facebook síðu Afstöðu segir að þetta hafi lagst mjög illa í heimsóknargesti sem bæði hafi snúið frá því að heimsækja aðstandanda sinn og liðið mikla niðurlægingu. „Þetta hefur nú viðgengist hér í mörg mörg ár. Það hefur alltaf viðgengist og viðgengst í öllum fangelsum að það er gerð leit,“ segir Margrét Frímannsdóttir forstöðumaður Litla Hrauns, í samtalið við Vísi. Hún segir leit gerða ef grunur leiki á að verið sé að reyna að koma smygli inn í fangelsið. „Eðlilega er leitað á fólki. Það geta flestir lent í því þegar þeir koma að þeir þurfi að fara í líkamsleit án snertingar. Ef þau neita er þeim boðið að fara í glerheimsókn eða að fara. Það gerist nú yfirleitt mjög sjaldan,“ Afstaða segir að ein manneskja sem kom í heimsókn hafi sagt aðstandendum sínum að henni hafi liðið afar illa og verið niðurlægð í slíkri leit. „Þess má geta að þessi tiltekna manneskja var líkamlega veik og gat ekki afklæðst án hjálpar, fangaverðir urðu að aðstoða hana til þess að afklæðast. Manneskjan hafði áður þurft að setja í geymslu veski sitt og fl. Á meðan á niðurlægingunni stóð sóttu fangaverðir veskið úr læstri geymslu og settu út á hvað hún væri með mikið af verkjalyfjum, þrátt fyrir að veskið hafi aldrei átt að fara lengra en í geymsluna. Verkjalyfin voru lögleg og aðeins ætluð konunni, sem var líkamlega veik,“ segir í tilkynningunni frá Afstöðu. Varðandi það segist Margrét ekki geta rætt tiltekin atvik í fangelsinu. Í tilkynningu Afstöðu segir einnig að í fangelsum á Norðurlöndunum séu ekki gerðar líkamsleitir á heimsóknargestum. Heldur séu þær gerðar fanganum sjálfum. Nema í undantekningartilfellum þar sem rökstuddur grunur liggi fyrir. Þá sé leitin framkvæmd af lögreglu. „Það eru undantekningatilvik þegar gestir fara í líkamsleit,“ segir Margrét. „Afstaða mótmælir harðlega þessu fyrirkomulagi og mun ekki sætta sig við þessi vinnubrögð,“ segir í tilkynningunni. „Það getur ekki verið rétta leiðin til að stemma stigu við eiturlyfjavandanum, að koma í veg fyrir að fangar fái ekki heimsóknir. Það hlýtur að vera auðveldara og sanngjarnara að leit sé gerð á fanganum sjálfum en ekki aðstandendum hans.“ Post by Afstaða - Til ábyrgðar.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira