Fangar mótmæla líkamsleit á gestum þeirra 16. október 2014 17:43 Vísir/GVA/PJETUR Afstaða – Félag fanga mótmælir því að heimsóknargestir séu valdir af handahófi til að fara í líkamsleit. Á Facebook síðu Afstöðu segir að þetta hafi lagst mjög illa í heimsóknargesti sem bæði hafi snúið frá því að heimsækja aðstandanda sinn og liðið mikla niðurlægingu. „Þetta hefur nú viðgengist hér í mörg mörg ár. Það hefur alltaf viðgengist og viðgengst í öllum fangelsum að það er gerð leit,“ segir Margrét Frímannsdóttir forstöðumaður Litla Hrauns, í samtalið við Vísi. Hún segir leit gerða ef grunur leiki á að verið sé að reyna að koma smygli inn í fangelsið. „Eðlilega er leitað á fólki. Það geta flestir lent í því þegar þeir koma að þeir þurfi að fara í líkamsleit án snertingar. Ef þau neita er þeim boðið að fara í glerheimsókn eða að fara. Það gerist nú yfirleitt mjög sjaldan,“ Afstaða segir að ein manneskja sem kom í heimsókn hafi sagt aðstandendum sínum að henni hafi liðið afar illa og verið niðurlægð í slíkri leit. „Þess má geta að þessi tiltekna manneskja var líkamlega veik og gat ekki afklæðst án hjálpar, fangaverðir urðu að aðstoða hana til þess að afklæðast. Manneskjan hafði áður þurft að setja í geymslu veski sitt og fl. Á meðan á niðurlægingunni stóð sóttu fangaverðir veskið úr læstri geymslu og settu út á hvað hún væri með mikið af verkjalyfjum, þrátt fyrir að veskið hafi aldrei átt að fara lengra en í geymsluna. Verkjalyfin voru lögleg og aðeins ætluð konunni, sem var líkamlega veik,“ segir í tilkynningunni frá Afstöðu. Varðandi það segist Margrét ekki geta rætt tiltekin atvik í fangelsinu. Í tilkynningu Afstöðu segir einnig að í fangelsum á Norðurlöndunum séu ekki gerðar líkamsleitir á heimsóknargestum. Heldur séu þær gerðar fanganum sjálfum. Nema í undantekningartilfellum þar sem rökstuddur grunur liggi fyrir. Þá sé leitin framkvæmd af lögreglu. „Það eru undantekningatilvik þegar gestir fara í líkamsleit,“ segir Margrét. „Afstaða mótmælir harðlega þessu fyrirkomulagi og mun ekki sætta sig við þessi vinnubrögð,“ segir í tilkynningunni. „Það getur ekki verið rétta leiðin til að stemma stigu við eiturlyfjavandanum, að koma í veg fyrir að fangar fái ekki heimsóknir. Það hlýtur að vera auðveldara og sanngjarnara að leit sé gerð á fanganum sjálfum en ekki aðstandendum hans.“ Post by Afstaða - Til ábyrgðar. Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira
Afstaða – Félag fanga mótmælir því að heimsóknargestir séu valdir af handahófi til að fara í líkamsleit. Á Facebook síðu Afstöðu segir að þetta hafi lagst mjög illa í heimsóknargesti sem bæði hafi snúið frá því að heimsækja aðstandanda sinn og liðið mikla niðurlægingu. „Þetta hefur nú viðgengist hér í mörg mörg ár. Það hefur alltaf viðgengist og viðgengst í öllum fangelsum að það er gerð leit,“ segir Margrét Frímannsdóttir forstöðumaður Litla Hrauns, í samtalið við Vísi. Hún segir leit gerða ef grunur leiki á að verið sé að reyna að koma smygli inn í fangelsið. „Eðlilega er leitað á fólki. Það geta flestir lent í því þegar þeir koma að þeir þurfi að fara í líkamsleit án snertingar. Ef þau neita er þeim boðið að fara í glerheimsókn eða að fara. Það gerist nú yfirleitt mjög sjaldan,“ Afstaða segir að ein manneskja sem kom í heimsókn hafi sagt aðstandendum sínum að henni hafi liðið afar illa og verið niðurlægð í slíkri leit. „Þess má geta að þessi tiltekna manneskja var líkamlega veik og gat ekki afklæðst án hjálpar, fangaverðir urðu að aðstoða hana til þess að afklæðast. Manneskjan hafði áður þurft að setja í geymslu veski sitt og fl. Á meðan á niðurlægingunni stóð sóttu fangaverðir veskið úr læstri geymslu og settu út á hvað hún væri með mikið af verkjalyfjum, þrátt fyrir að veskið hafi aldrei átt að fara lengra en í geymsluna. Verkjalyfin voru lögleg og aðeins ætluð konunni, sem var líkamlega veik,“ segir í tilkynningunni frá Afstöðu. Varðandi það segist Margrét ekki geta rætt tiltekin atvik í fangelsinu. Í tilkynningu Afstöðu segir einnig að í fangelsum á Norðurlöndunum séu ekki gerðar líkamsleitir á heimsóknargestum. Heldur séu þær gerðar fanganum sjálfum. Nema í undantekningartilfellum þar sem rökstuddur grunur liggi fyrir. Þá sé leitin framkvæmd af lögreglu. „Það eru undantekningatilvik þegar gestir fara í líkamsleit,“ segir Margrét. „Afstaða mótmælir harðlega þessu fyrirkomulagi og mun ekki sætta sig við þessi vinnubrögð,“ segir í tilkynningunni. „Það getur ekki verið rétta leiðin til að stemma stigu við eiturlyfjavandanum, að koma í veg fyrir að fangar fái ekki heimsóknir. Það hlýtur að vera auðveldara og sanngjarnara að leit sé gerð á fanganum sjálfum en ekki aðstandendum hans.“ Post by Afstaða - Til ábyrgðar.
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira