Fangar mótmæla líkamsleit á gestum þeirra 16. október 2014 17:43 Vísir/GVA/PJETUR Afstaða – Félag fanga mótmælir því að heimsóknargestir séu valdir af handahófi til að fara í líkamsleit. Á Facebook síðu Afstöðu segir að þetta hafi lagst mjög illa í heimsóknargesti sem bæði hafi snúið frá því að heimsækja aðstandanda sinn og liðið mikla niðurlægingu. „Þetta hefur nú viðgengist hér í mörg mörg ár. Það hefur alltaf viðgengist og viðgengst í öllum fangelsum að það er gerð leit,“ segir Margrét Frímannsdóttir forstöðumaður Litla Hrauns, í samtalið við Vísi. Hún segir leit gerða ef grunur leiki á að verið sé að reyna að koma smygli inn í fangelsið. „Eðlilega er leitað á fólki. Það geta flestir lent í því þegar þeir koma að þeir þurfi að fara í líkamsleit án snertingar. Ef þau neita er þeim boðið að fara í glerheimsókn eða að fara. Það gerist nú yfirleitt mjög sjaldan,“ Afstaða segir að ein manneskja sem kom í heimsókn hafi sagt aðstandendum sínum að henni hafi liðið afar illa og verið niðurlægð í slíkri leit. „Þess má geta að þessi tiltekna manneskja var líkamlega veik og gat ekki afklæðst án hjálpar, fangaverðir urðu að aðstoða hana til þess að afklæðast. Manneskjan hafði áður þurft að setja í geymslu veski sitt og fl. Á meðan á niðurlægingunni stóð sóttu fangaverðir veskið úr læstri geymslu og settu út á hvað hún væri með mikið af verkjalyfjum, þrátt fyrir að veskið hafi aldrei átt að fara lengra en í geymsluna. Verkjalyfin voru lögleg og aðeins ætluð konunni, sem var líkamlega veik,“ segir í tilkynningunni frá Afstöðu. Varðandi það segist Margrét ekki geta rætt tiltekin atvik í fangelsinu. Í tilkynningu Afstöðu segir einnig að í fangelsum á Norðurlöndunum séu ekki gerðar líkamsleitir á heimsóknargestum. Heldur séu þær gerðar fanganum sjálfum. Nema í undantekningartilfellum þar sem rökstuddur grunur liggi fyrir. Þá sé leitin framkvæmd af lögreglu. „Það eru undantekningatilvik þegar gestir fara í líkamsleit,“ segir Margrét. „Afstaða mótmælir harðlega þessu fyrirkomulagi og mun ekki sætta sig við þessi vinnubrögð,“ segir í tilkynningunni. „Það getur ekki verið rétta leiðin til að stemma stigu við eiturlyfjavandanum, að koma í veg fyrir að fangar fái ekki heimsóknir. Það hlýtur að vera auðveldara og sanngjarnara að leit sé gerð á fanganum sjálfum en ekki aðstandendum hans.“ Post by Afstaða - Til ábyrgðar. Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Sjá meira
Afstaða – Félag fanga mótmælir því að heimsóknargestir séu valdir af handahófi til að fara í líkamsleit. Á Facebook síðu Afstöðu segir að þetta hafi lagst mjög illa í heimsóknargesti sem bæði hafi snúið frá því að heimsækja aðstandanda sinn og liðið mikla niðurlægingu. „Þetta hefur nú viðgengist hér í mörg mörg ár. Það hefur alltaf viðgengist og viðgengst í öllum fangelsum að það er gerð leit,“ segir Margrét Frímannsdóttir forstöðumaður Litla Hrauns, í samtalið við Vísi. Hún segir leit gerða ef grunur leiki á að verið sé að reyna að koma smygli inn í fangelsið. „Eðlilega er leitað á fólki. Það geta flestir lent í því þegar þeir koma að þeir þurfi að fara í líkamsleit án snertingar. Ef þau neita er þeim boðið að fara í glerheimsókn eða að fara. Það gerist nú yfirleitt mjög sjaldan,“ Afstaða segir að ein manneskja sem kom í heimsókn hafi sagt aðstandendum sínum að henni hafi liðið afar illa og verið niðurlægð í slíkri leit. „Þess má geta að þessi tiltekna manneskja var líkamlega veik og gat ekki afklæðst án hjálpar, fangaverðir urðu að aðstoða hana til þess að afklæðast. Manneskjan hafði áður þurft að setja í geymslu veski sitt og fl. Á meðan á niðurlægingunni stóð sóttu fangaverðir veskið úr læstri geymslu og settu út á hvað hún væri með mikið af verkjalyfjum, þrátt fyrir að veskið hafi aldrei átt að fara lengra en í geymsluna. Verkjalyfin voru lögleg og aðeins ætluð konunni, sem var líkamlega veik,“ segir í tilkynningunni frá Afstöðu. Varðandi það segist Margrét ekki geta rætt tiltekin atvik í fangelsinu. Í tilkynningu Afstöðu segir einnig að í fangelsum á Norðurlöndunum séu ekki gerðar líkamsleitir á heimsóknargestum. Heldur séu þær gerðar fanganum sjálfum. Nema í undantekningartilfellum þar sem rökstuddur grunur liggi fyrir. Þá sé leitin framkvæmd af lögreglu. „Það eru undantekningatilvik þegar gestir fara í líkamsleit,“ segir Margrét. „Afstaða mótmælir harðlega þessu fyrirkomulagi og mun ekki sætta sig við þessi vinnubrögð,“ segir í tilkynningunni. „Það getur ekki verið rétta leiðin til að stemma stigu við eiturlyfjavandanum, að koma í veg fyrir að fangar fái ekki heimsóknir. Það hlýtur að vera auðveldara og sanngjarnara að leit sé gerð á fanganum sjálfum en ekki aðstandendum hans.“ Post by Afstaða - Til ábyrgðar.
Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Sjá meira