Svo virðist sem fyrirtækið Netflix ætli sér að gera þjónustu sína notendavænni fyrir Íslendinga með því að bjóða upp á íslenskan texta. Kjartan Jónsson, þýðandi og pírati, hefur unnið að því undanfarið að yfirfara íslenska texta á erlendu sjónvarpsefni hjá Netflix. Í samtali við Vísi vildi hann ekki fara nánar út í einstök atriði við vinnu sína.
Í könnun sem MMR vann fyrir Viðskiptablaðið í maí kom fram að um 20 þúsund heimili hér á landi séu með aðgang að Netflix. Einn af hverjum sex Íslendingum væru með aðgang eða 16,7%. Þá sögðust 5,5% ætla sér að kaupa áskriftina á næsta hálfa ári.
Netflix hefur þó ekki heimild til að miðla efni á Íslandi sökum höfundarréttarsamninga. Af þeim sökum er lokað fyrir íslenskar IP-tölur á Netflax. Fjölmargir fara í kringum þá vörn með því að tengjast Netflix með erlendri IP-tölu í gegnum t.d. Apple TV.
Pírati fer yfir íslenska texta fyrir Netflix
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


Varað við svörtum eldhúsáhöldum
Neytendur


Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum
Atvinnulíf


Segja upp 52 sjómönnum
Viðskipti innlent

Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu
Viðskipti innlent

Segir skilið við Grillmarkaðinn
Viðskipti innlent

Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára
Viðskipti innlent

Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára
Viðskipti innlent