Viðskipti innlent

Tveir milljarðar í rannsókn á markaðsmisnotkunarmáli

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
"Það þarf skilning til að sjá hvort um refsiverða háttsemi sé að ræða. En þegar ekki er hlustað þá eru dregnar rangar ályktanir,“ sagði verjandinn í dag.
"Það þarf skilning til að sjá hvort um refsiverða háttsemi sé að ræða. En þegar ekki er hlustað þá eru dregnar rangar ályktanir,“ sagði verjandinn í dag. Vísir/Rósa
Kostnaður við rannsókn sérstaks saksóknara á meintu markaðsmisnotkunarmáli þriggja fyrrverandi starfsmanna Landsbankans var hátt á annan milljarð króna. Þetta kom fram í máli Helga Sigurðarsonar, verjanda Júlíusar Steinars Heiðarssonar, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Gagnrýndi hann ákæruvaldið harðlega og sagði bæði skilning skorta á málinu ásamt því að rannsókn málsins væri ábótavant.  Þá fór hann fram á að Júlíus verði sýknaður eða dæmdur til lægstu mögulegu refsingar og að allur sakarkostnaður legðist á ríkissjóð.

„Ákæruvaldinu hefur tekist að gera einföld mál flókin og óskiljanleg. Yfirferð á (kauphallar) hermi er dæmi um það,“ sagði Helgi.

„Útaf fyrir sig er ekkert óeðlilegt að reyna að líkja eftir raunveruleikanum með því að útbúa hermi og til að setja hlutina í eðlilegt samhengi. En það er hins vegar ekki tilgangurinn með þessum hermi því þarna er verið að slíta hlutina úr samhengi,“ bætti hann við.

Helgi fór um víðan völl í málflutningi sínum enda málið stórt og viðamikið. Eitt það stærsta sem embætti sérstaks saksóknara hefur haft til rannsóknar í kjölfar efnahagshrunsins. Vék hann þó oftast nær að því hversu illa ákæruvaldið hefði borið sig að við rannsókn málsins, við öflun sönnunargagna og vægi þeirra. Þá sagði hann málið sérkennilegt og að ákæruvaldið sliti hlutina algjörlega úr samhengi.   

„Það er sérstök upplifun fyrir verjanda þegar búið erað eyða löngum tíma í að fara yfir ákæru með ákærða og lesa þúsundir blaðsíðna af viðamiklum gögnum sem lögð voru fram, að ákærði skuli spyrja „Fyrir hvað er ég ákærður?“. Hann spyr af fyllstu einlægni og leggur sig allan fram til að skilja fyrir hvað hann er sakaður,“ sagði Helgi og bætti við að það sé öllum sameiginlegt sem að dómsmálum koma að þurfa stundum að fást við mál sem þeir eru engir sérfræðingar í. Það þýði að leggja þurfi aðeins meira á sig til að skilja málið.

„Það þarf skilning til að sjá hvort um refsiverða háttsemi sé að ræða. En þegar ekki er hlustað þá eru dregnar rangar ályktanir.“

Munnlegur málflutningur stendur nú yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur.


Tengdar fréttir

Bankastjórinn reiddi sig á eftirlitsaðila

Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, segist hafa treyst því að Kauphöllin, FME og innra eftirlit bankans myndu láta sig vita ef eitthvað óeðliegt ætti sér stað með viðskipti bankans með eigin bréf.

Ósáttur við að vera kallaður til sem vitni

Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, baðst undan því að bera vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í markaðsmisknotkunarmáli bankans.

Þvertók fyrir að hafa haft áhrif á hlutabréfaverð

Björgólfur Thor Björgólfsson, stærsti eigandi Landsbankans fyrir hrun, kvaðst fyrir Héraðsdómi í dag hafa rætt hvernig ætti að bregðast við óveðri en ekki hvernig ætti að hafa áhrif á veðrið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×