Jimenez vill vera fyrirliði Evrópu í næsta Ryder-bikar 16. október 2014 08:00 Jimenez á sér marga aðdáendur enda lífsglaður með eindæmum. AP/Getty Spánverjinn litríki, Miguel Angel Jimenez, hefur gefið það út að hann væri til í að vera fyrirliði Evrópuliðsins í næsta Ryder-bikar sem fram fer á Hazeltine vellinum í Bandaríkjunum árið 2016. Jimenez er sjálfur einn sigursælasti kylfingur í sögu Evrópumótaraðarinnar en hann hefur sigrað í 25 atvinnumótum á ferlinum. Þá er hann einnig hokinn af reynslu í Rydernum en hann hefur fjórum sinnum verið meðlimur í liði Evrópu ásamt því að hafa verið aðstoðarmaður fyrirliða tvisvar, fyrst hjá Seve Ballesteros árið 1997 og síðan aftur á Gleneagles í síðasta mánuði þar sem hann aðstoðaði Paul McGinley. „Ég myndi elska að fá tækifæri til að leiða Evrópuliðið, að vera fyrirliði er eitthvað sem alla kylfinga sem hafa leikið í Rydernum dreymir um,“ sagði Jimenez við fréttamenn í Hong Kong, þar sem hann freistar þess að verja titil sinn á Opna Hong Kong mótinu í þriðja sinn í röð um helgina. „Ég hef látið alla vita að ég hef áhuga á að fá þetta verkefni og vonandi verður mér treyst fyrir þessu.“ Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Spánverjinn litríki, Miguel Angel Jimenez, hefur gefið það út að hann væri til í að vera fyrirliði Evrópuliðsins í næsta Ryder-bikar sem fram fer á Hazeltine vellinum í Bandaríkjunum árið 2016. Jimenez er sjálfur einn sigursælasti kylfingur í sögu Evrópumótaraðarinnar en hann hefur sigrað í 25 atvinnumótum á ferlinum. Þá er hann einnig hokinn af reynslu í Rydernum en hann hefur fjórum sinnum verið meðlimur í liði Evrópu ásamt því að hafa verið aðstoðarmaður fyrirliða tvisvar, fyrst hjá Seve Ballesteros árið 1997 og síðan aftur á Gleneagles í síðasta mánuði þar sem hann aðstoðaði Paul McGinley. „Ég myndi elska að fá tækifæri til að leiða Evrópuliðið, að vera fyrirliði er eitthvað sem alla kylfinga sem hafa leikið í Rydernum dreymir um,“ sagði Jimenez við fréttamenn í Hong Kong, þar sem hann freistar þess að verja titil sinn á Opna Hong Kong mótinu í þriðja sinn í röð um helgina. „Ég hef látið alla vita að ég hef áhuga á að fá þetta verkefni og vonandi verður mér treyst fyrir þessu.“
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira