Innlent

Sóley: „Framsókn á ekkert erindi í borgarstjórn“

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Mynd/VÍSIR
Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir stöðu flokksins í borginni alvarlega. Vinstri græn fá 5,8% fylgi í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem birt var í morgun. Flokkurinn fær einn mann í borgarstjórn, en hann stendur afar tæpt.

„Ef að svo færi að Vinstri græn dyttu út úr borgarstjórn þá myndi þar með hverfa rödd sem hefur verið mjög mikilvæg frá því að Vinstri græn buðu fyrst fram. Við erum eini skýri valkosturinn sem talar fyrir raunverulegu félagslegu réttlæti, fyrir umhverfisvernd, kvenfrelsi og friðsælli borg. Við verðum að vera inni í borgarstjórn til að halda öðrum flokkum við það efni,“ segir Sóley.

Framsókn og flugvallavinir fá 9,2% fylgi í sömu könnun. Fylgi Framsóknar hefur rokið upp í borginni eftir að oddviti flokksins, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir lýsti sig mosku sem rísa á í Sogamýri við enda Suðurlandsbrautar. Sóley gagnrýnir málflutning Framsóknar harðlega.

„Mér finnst þetta sorglegt. Pólitík sem byggir á misrétti, sem gengur gegn minnihlutahópum og elur á fordómum á ekkert erindi í borgarstjórn Reykjavíkur.“

Stórsigur Samfylkingar

Það er allt sem bendir til þess að Samfylkingin vinni stórsigur í borginni. Samfylkingin er langstærsti flokkurinn í Reykjavík, fær 35,5% atkvæða og sex borgarfulltrúa. Samfylkingin tvöfaldar nærri fylgi sitt frá í síðustu kosningum en þá fékk flokkurinn 19,1% og þrjá borgarfulltrúa.

„Ég lít á þetta sem viðurkenning, ekki bara til okkar í Samfylkingunni heldur til meirihlutans. Borgarbúar vilja áfram hafa ró og ákveðin vinnufrið sem hefur skapast á þessu kjörtímabili,“ segir Dagur B. Eggertsson.


Tengdar fréttir

„Við erum ekki rasistar“

Skiptar skoðanir eru uppi innan Framsóknarflokksins um ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins í Reykjavík.

Sveinbjörg Birna kæmist í borgarstjórn

Niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sýna að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, kæmist í borgarstjórn. Þetta er fyrsta skoðanakönnunin sem birtist síðan hún lét umdeild ummæli um mosku í Reykjavík falla.

Framsókn með einn borgarfulltrúa og 9,2% fylgi

Allt stefnir í að Samfylkingin verði sigurvegari borgarstjórnarkosninganna. Flokkurinn fær rúman þriðjung atkvæða og sex borgarfulltrúa samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Sjálfstæðisflokkurinn fær aðeins þrjá borgarfulltrúa.

Klofningur vegna ummæla oddvita Framsóknar

„Það er því með sorg í hjarta sem ég læt hér með vita af því að ég styð ekki lengur framboð Framsóknar og flugvallarvina til borgarstjórnar í Reykjavík,“ segir Hreiðar Eiríksson.

Enn þegir Sigmundur Davíð

Vaxandi óþol er gagnvart því að forysta Framsóknarflokksins taki ekki afgerandi um afstöðu til mjög svo umdeildrar afstöðu oddvita flokksins í Reykjavík sem túlkuð hefur verið sem andúð í garð innflytjenda.

Samfylking og Björt framtíð ná meirihluta

Samfylkingin og Björt framtíð mælast með rúmlega 53% fylgi í borginni samkvæmt nýrri könnun MMR. Það er nánast sama fylgi og Samfylkingin og Besti flokkurinn náðu í kosningunum fyrir fjórum árum. Framsóknarflokkurinn nær ekki inn manni samkvæmt könnuninni.

Á að afturkalla lóðir trúfélaga?

Nýr oddviti Framsóknar í Reykjavík, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, hefur nú lýst yfir þeirri afstöðu sinni að ekki beri að „úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku rétttrúnaðarkirkjuna“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×