Golf

Tiger missir af öðru risamóti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Tiger Woods tilkynnti í gærkvöldi að hann yrði ekki meðal keppenda á Opna bandaríska meistaramótinu í næsta mánuði.

Tiger hefur ekki spilað síðan í mars og er að jafna sig eftir uppskurð vegna þrálátra bakmeiðsla.

„Ég er enn bjartsýnn fyrir árið hjá mér og framtíðina í golfinu þrátt fyrir að ég hafi misst af fyrstu tveimur stórmótum ársins,“ sagði Tiger í yfirlýsingu sem hann birti á heimasíðu sinni í gær.

Hann missti af Masters-mótinu í apríl en Opna bandaríska fer fram í Norður-Karólínu frá 12. til 15. júní. Það verður sjötta stórmótið sem Tiger missir af vegna meiðsla síðan hann gerðist atvinnukylfingur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×