Dagur hugsi yfir útspili Framsóknarflokksins Jón Júlíus Karlsson skrifar 29. maí 2014 20:02 Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er sammála Framsóknarmönnum um að ekki eigi að gefa lóðir undir trúfélög í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson er hugsi yfir útspili Framsóknar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ætlar ekki að blanda sér í umræðuna. Það voru eflaust ekki margir sem áttu von á því að helsta umræðuefnið tveimur dögum fyrir borgarstjórnarkosningar væri úthlutun lóðar fyrir mosku múslima í Reykjavík. Frá því að oddviti Framsóknar og flugvallavina lýsti því yfir að hún vildi afturkalla lóðina hefur fylgi flokksins rokkið upp á við - málflutningur sem hefur hlotið mikla gagnrýni. Stjórn ungra framsóknarmanna lýsti yfir fullkomnu vantrausti á Sveinbjörgu Birnu í gærkvöldi. Tilkynning SUF var fjarlægð skömmu síðar en í henni stóð að framganga oddvitans gangi í berhögg við grunnstefnu Framsóknarflokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sendi frá sér tilkynningu á Fésbókarsíðu sinni í dag þar sem hann sagðist ekki vilja blanda sér í umræðu um hvort Reykjavíkurborg eigi að gefa trúfélögum ókeypis lóðir eða ekki.Sjálfstæðismenn vilja ekki gefa lóðir til trúfélaga Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, er að hluta til sammála oddvita Framsóknarflokksins. „Við erum ekki á móti því að moska rísi í Reykjavík. Okkar fulltrúar sátu hjá í atkvæðagreiðslunni á sínum tíma vegna þess að þeim fannst staðsetningin ekki heppileg. Okkur finnst ekki rétt að gefa lóðir undir trúfélög,“ segir Halldór.Í samhengi við bylgju í Evrópu Oddvitar annarra framboða í Reykjavík eru ekki hrifnir af málflutningi Framsóknar í aðdraganda kosninga. „Ég setti þetta í samhengi við ákveðna bylgju í Evrópu þar sem hægriöfgaöfl og öfl sem að ala á ótta, hatri og öðru slíku voru að ná miklu fylgi í kosningum til Evrópuþingsins. Ég er alveg viss um að Reykvíkingar eru ekki að fara að láta bjóða sér þetta,“ segir S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar. Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, tekur í svipaðan streng. „Mér finnst þetta sorglegt. Pólitík sem byggir á misrétti, sem gengur gegn minnihlutahópum og elur á fordómum á ekkert erindi í borgarstjórn Reykjavíkur.“ „Mér finnst þetta bera svolítið bera mið af örvæntingu þegar Framsókn var ekki að fá mikið fylgi. Ég er hugsi yfir þessu útspili Framsóknarflokksins,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar. Tengdar fréttir Framsókn með einn borgarfulltrúa og 9,2% fylgi Allt stefnir í að Samfylkingin verði sigurvegari borgarstjórnarkosninganna. Flokkurinn fær rúman þriðjung atkvæða og sex borgarfulltrúa samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Sjálfstæðisflokkurinn fær aðeins þrjá borgarfulltrúa. 29. maí 2014 06:00 Forsætisráðherra vill ekki blanda sér í umræðuna um lóðamál trúfélaga Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir í yfirlýsingu á Fésbókarsíðu sinni að hann vilji ekki blanda sér í umræðu um hvort Reykjavíkurborg eigi að gefa trúfélögum ókeypis lóðir eða ekki. 29. maí 2014 12:22 Sóley: „Framsókn á ekkert erindi í borgarstjórn“ Sóley Tómasdóttir segir Framsókn stunda pólitík sem byggi á misrétti og ali á fordómum. Það eigi ekkert erindi í borgarstjórn Reykjavíkur. 29. maí 2014 12:43 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Fleiri fréttir Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er sammála Framsóknarmönnum um að ekki eigi að gefa lóðir undir trúfélög í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson er hugsi yfir útspili Framsóknar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ætlar ekki að blanda sér í umræðuna. Það voru eflaust ekki margir sem áttu von á því að helsta umræðuefnið tveimur dögum fyrir borgarstjórnarkosningar væri úthlutun lóðar fyrir mosku múslima í Reykjavík. Frá því að oddviti Framsóknar og flugvallavina lýsti því yfir að hún vildi afturkalla lóðina hefur fylgi flokksins rokkið upp á við - málflutningur sem hefur hlotið mikla gagnrýni. Stjórn ungra framsóknarmanna lýsti yfir fullkomnu vantrausti á Sveinbjörgu Birnu í gærkvöldi. Tilkynning SUF var fjarlægð skömmu síðar en í henni stóð að framganga oddvitans gangi í berhögg við grunnstefnu Framsóknarflokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sendi frá sér tilkynningu á Fésbókarsíðu sinni í dag þar sem hann sagðist ekki vilja blanda sér í umræðu um hvort Reykjavíkurborg eigi að gefa trúfélögum ókeypis lóðir eða ekki.Sjálfstæðismenn vilja ekki gefa lóðir til trúfélaga Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, er að hluta til sammála oddvita Framsóknarflokksins. „Við erum ekki á móti því að moska rísi í Reykjavík. Okkar fulltrúar sátu hjá í atkvæðagreiðslunni á sínum tíma vegna þess að þeim fannst staðsetningin ekki heppileg. Okkur finnst ekki rétt að gefa lóðir undir trúfélög,“ segir Halldór.Í samhengi við bylgju í Evrópu Oddvitar annarra framboða í Reykjavík eru ekki hrifnir af málflutningi Framsóknar í aðdraganda kosninga. „Ég setti þetta í samhengi við ákveðna bylgju í Evrópu þar sem hægriöfgaöfl og öfl sem að ala á ótta, hatri og öðru slíku voru að ná miklu fylgi í kosningum til Evrópuþingsins. Ég er alveg viss um að Reykvíkingar eru ekki að fara að láta bjóða sér þetta,“ segir S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar. Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, tekur í svipaðan streng. „Mér finnst þetta sorglegt. Pólitík sem byggir á misrétti, sem gengur gegn minnihlutahópum og elur á fordómum á ekkert erindi í borgarstjórn Reykjavíkur.“ „Mér finnst þetta bera svolítið bera mið af örvæntingu þegar Framsókn var ekki að fá mikið fylgi. Ég er hugsi yfir þessu útspili Framsóknarflokksins,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar.
Tengdar fréttir Framsókn með einn borgarfulltrúa og 9,2% fylgi Allt stefnir í að Samfylkingin verði sigurvegari borgarstjórnarkosninganna. Flokkurinn fær rúman þriðjung atkvæða og sex borgarfulltrúa samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Sjálfstæðisflokkurinn fær aðeins þrjá borgarfulltrúa. 29. maí 2014 06:00 Forsætisráðherra vill ekki blanda sér í umræðuna um lóðamál trúfélaga Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir í yfirlýsingu á Fésbókarsíðu sinni að hann vilji ekki blanda sér í umræðu um hvort Reykjavíkurborg eigi að gefa trúfélögum ókeypis lóðir eða ekki. 29. maí 2014 12:22 Sóley: „Framsókn á ekkert erindi í borgarstjórn“ Sóley Tómasdóttir segir Framsókn stunda pólitík sem byggi á misrétti og ali á fordómum. Það eigi ekkert erindi í borgarstjórn Reykjavíkur. 29. maí 2014 12:43 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Fleiri fréttir Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira
Framsókn með einn borgarfulltrúa og 9,2% fylgi Allt stefnir í að Samfylkingin verði sigurvegari borgarstjórnarkosninganna. Flokkurinn fær rúman þriðjung atkvæða og sex borgarfulltrúa samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Sjálfstæðisflokkurinn fær aðeins þrjá borgarfulltrúa. 29. maí 2014 06:00
Forsætisráðherra vill ekki blanda sér í umræðuna um lóðamál trúfélaga Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir í yfirlýsingu á Fésbókarsíðu sinni að hann vilji ekki blanda sér í umræðu um hvort Reykjavíkurborg eigi að gefa trúfélögum ókeypis lóðir eða ekki. 29. maí 2014 12:22
Sóley: „Framsókn á ekkert erindi í borgarstjórn“ Sóley Tómasdóttir segir Framsókn stunda pólitík sem byggi á misrétti og ali á fordómum. Það eigi ekkert erindi í borgarstjórn Reykjavíkur. 29. maí 2014 12:43