NBA: Golden State vann áttunda sigurinn í röð á flautukörfu Iguodala Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2014 11:00 Andre Iguodala tryggði Golden State Warriors eins stigs sigur á Atlanta Hawks þegar hann skoraði þriggja stiga flautukörfu í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Clippers vann Dallas en missti leikstjórnandann sinn Chris Paul sem fór úr axlarlið. Pau Gasol átti góðan leik í sigri Los Angeles Lakers, Toronto Raptors liðið vann sinn fimmta leik í röð og James Harden skoraði 37 stig í sigri Houston Rockets á New York.Stephen Curry skoraði 22 stig og gaf 9 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 101-100 útisigur á Atlanta Hawks en þetta var áttundi sigurleikur liðsins í röð. David Lee skoraði 23 stig fyrir Golden State og Klay Thompson var með 21 stig. Atlanta Hawks var fimmtán stigum yfir í fjórða leikhlutanum en það dugði ekki til. Kyle Korver skoraði þriggja stiga körfu í 102. leiknum í röð og bætti enn við NBA-metið sitt.DeAndre Jordan setti persónulegt met þegar hann skoraði 25 stig í 119-112 sigri Los Angeles Clippers á Dallas Mavericks. Blake Griffin var einnig með 25 stig og Chris Paul skoraði 19 stig áður en hann fór út axlarlið um miðjan þriðja leikhluta. Paul verður væntanlega frá í þrjár til fimm vikur. Dirk Nowitzki skoraði 24 stig fyrir Dallas.Pau Gasol var með 23 stig og 17 fráköst þegar Los Angeles Lakers vann 110-99 sigur á Utah Jazz. Kendall Marshall varð sjötti leikmaður Lakers til að byrja sem leikstjórnandi og hann átti fínan leik, skoraði 20 stig og gaf 15 stoðsendingar. Fjórtán leikmenn hafa nú byrjað leik hjá Mike D'Antoni, þjálfara Lakers, í vetur. Gordon Hayward skoraði mest fyrir Utah eða 22 stig.DeMar DeRozan skoraði 20 stig og Kyle Lowry var með 19 stig og 11 stoðsendingar þegar Toronto Raptors fagnaði sínum fimmta sigri í röð með því að vinna 101-88 útisigur á Washington Wizards.James Harden var með 37 stig þegar Houston Rockets vann 102-100 sigur á New York Knicks. Aaron Brooks setti niður síðustu stigin af vítalínunni og New York tókst síðan ekki að nýta tvö skot í lokasókninni. Iman Shumpert skoraði 26 stig fyrir New York og Carmelo Anthony var með 25 stig.Anthony Davis skoraði 23 stig og tók 9 fráköst þegar New Orleans Pelicans vann 95-92 útisigur á Boston Celtics. Tyreke Evans var með 16 stig og mjög mikilvæga körfu á lokakafla leiksins. Ryan Anderson, leikmaður New Orleans, var hinsvegar borinn af velli eftir samstuð. Þetta var fjórði sigur Pelicans-liðsins í síðustu sex leikjum. Avery Bradley var stigahæstur hjá Boston með 22 stig.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Washington Wizards - Toronto Raptors 88-101 Atlanta Hawks - Golden State Warriors 100-101 Boston Celtics - New Orleans Pelicans 92-95 Houston Rockets - New York Knicks 102-100 Dallas Mavericks - Los Angeles Clippers 112-119 Denver Nuggets - Memphis Grizzlies 111-108 Los Angeles Lakers - Utah Jazz 110-99 NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira
Andre Iguodala tryggði Golden State Warriors eins stigs sigur á Atlanta Hawks þegar hann skoraði þriggja stiga flautukörfu í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Clippers vann Dallas en missti leikstjórnandann sinn Chris Paul sem fór úr axlarlið. Pau Gasol átti góðan leik í sigri Los Angeles Lakers, Toronto Raptors liðið vann sinn fimmta leik í röð og James Harden skoraði 37 stig í sigri Houston Rockets á New York.Stephen Curry skoraði 22 stig og gaf 9 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 101-100 útisigur á Atlanta Hawks en þetta var áttundi sigurleikur liðsins í röð. David Lee skoraði 23 stig fyrir Golden State og Klay Thompson var með 21 stig. Atlanta Hawks var fimmtán stigum yfir í fjórða leikhlutanum en það dugði ekki til. Kyle Korver skoraði þriggja stiga körfu í 102. leiknum í röð og bætti enn við NBA-metið sitt.DeAndre Jordan setti persónulegt met þegar hann skoraði 25 stig í 119-112 sigri Los Angeles Clippers á Dallas Mavericks. Blake Griffin var einnig með 25 stig og Chris Paul skoraði 19 stig áður en hann fór út axlarlið um miðjan þriðja leikhluta. Paul verður væntanlega frá í þrjár til fimm vikur. Dirk Nowitzki skoraði 24 stig fyrir Dallas.Pau Gasol var með 23 stig og 17 fráköst þegar Los Angeles Lakers vann 110-99 sigur á Utah Jazz. Kendall Marshall varð sjötti leikmaður Lakers til að byrja sem leikstjórnandi og hann átti fínan leik, skoraði 20 stig og gaf 15 stoðsendingar. Fjórtán leikmenn hafa nú byrjað leik hjá Mike D'Antoni, þjálfara Lakers, í vetur. Gordon Hayward skoraði mest fyrir Utah eða 22 stig.DeMar DeRozan skoraði 20 stig og Kyle Lowry var með 19 stig og 11 stoðsendingar þegar Toronto Raptors fagnaði sínum fimmta sigri í röð með því að vinna 101-88 útisigur á Washington Wizards.James Harden var með 37 stig þegar Houston Rockets vann 102-100 sigur á New York Knicks. Aaron Brooks setti niður síðustu stigin af vítalínunni og New York tókst síðan ekki að nýta tvö skot í lokasókninni. Iman Shumpert skoraði 26 stig fyrir New York og Carmelo Anthony var með 25 stig.Anthony Davis skoraði 23 stig og tók 9 fráköst þegar New Orleans Pelicans vann 95-92 útisigur á Boston Celtics. Tyreke Evans var með 16 stig og mjög mikilvæga körfu á lokakafla leiksins. Ryan Anderson, leikmaður New Orleans, var hinsvegar borinn af velli eftir samstuð. Þetta var fjórði sigur Pelicans-liðsins í síðustu sex leikjum. Avery Bradley var stigahæstur hjá Boston með 22 stig.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Washington Wizards - Toronto Raptors 88-101 Atlanta Hawks - Golden State Warriors 100-101 Boston Celtics - New Orleans Pelicans 92-95 Houston Rockets - New York Knicks 102-100 Dallas Mavericks - Los Angeles Clippers 112-119 Denver Nuggets - Memphis Grizzlies 111-108 Los Angeles Lakers - Utah Jazz 110-99
NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira