Sport

Kolbrún vann Sjómannabikarinn fjórða árið í röð og jafnaði met Birkis

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kolbrún Alda Stefánsdóttir með Sjómannabikarinn.
Kolbrún Alda Stefánsdóttir með Sjómannabikarinn. Mynd/ ÍF/Jón Björn
Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga fór fram í Laugardalslaug í dag. Kolbrún Alda Stefánsdóttir vann besta afrek mótsins og hlaut fyrir það hinn eftirsótta Sjómannabikar.

Þetta var fjórða árið í röð sem Kolbrún vinnur Sjómannabikarinn og þar með jafnaði hún Birki Rúnar Gunnarsson sem einnig vann Sjómannabikarinn fjórum sinnum í röð árin 1991-1994.

Heiðursgestur mótsins var Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra.

Kolbrún hlaut flest stig fyrir eitt sund er hún setti nýtt Íslandsmet í 50m bringusundi. Fyrir sundið fékk hún 701 stig en stigin eru reiknuð út frá ríkjandi heimsmeti í flokki Kolbrúnar sem syndir í flokki þroskahamlaðra (S14).

Með þessu hefur Kolbrún Alda nú lokið þátttökum sínum á Nýárssundmótum fatlaðra barna og unglinga sem eru fyrir sundmenn 17 ára og yngri. Nýtt nafn verður því greypt í Sjómannabikarinn eftirsótta að ári liðnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×