Hannar fyrir mörg af stærstu fótboltafélögum heims Júlía Margrét Einarsdóttir skrifar 4. janúar 2014 10:00 Vala var stödd á Íslandi með fjölskylduna yfir hátíðirnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Fatahönnuðurinn Vala Steinsdóttir er uppalin í Norðurbæ Hafnarfjarðar. Þar kynntist hún æskuástinni, Þorsteini Þorsteinssyni, aðeins 14 ára gömul, en tók saman við hann sjö árum síðar. Þau giftu sig sumarið 2006, eru nú búsett í Hollandi og eiga saman tvær dætur. Vala er fatahönnuður að mennt en starfar nú fyrir einn stærsta íþróttavöruframleiðanda í heimi, Nike. Hún vinnur við hönnun og kynningu á keppnisfatnaði og öðrum íþróttabúnaði fyrir heimsfræg fótboltafélög. Vala kíkti til landsins yfir jólin og ég tók við hana spjall um lífið í Hollandi. Hún var tiltölulega nýkomin heim þegar ég náði af henni tali og hafði haft í nógu að snúast. „Þegar maður býr svona erlendis þá kemur maður ekkert heim til að slappa af, það er alltaf svo mikið um að vera. Maður þarf auðvitað að hitta alla, og ekki bara einu sinni heldur að minnsta kosti tvisvar. En það er auðvitað rosalega gaman.“Þú ert búsett í Hollandi um þessar mundir ekki satt? „Jú, ég bý rétt fyrir utan Amsterdam þar sem höfuðstöðvar Nike í Evrópu eru staðsettar. Bærinn sem ég bý í heitir Hilversum. Þetta er í rauninni bara einsog lítið Nike-þorp, hér er fótboltavöllur, útitennisvellir, blakvellir og allt til alls. Hér gengur allt út á íþróttir.“Því meira sem maður lærir, því meira vill maður læraEn þú ert lærður fatahönnuður ekki satt, hvar lærðirðu? „Ég lærði tískuhönnun og þróun fyrir tískuiðnaðinn í London College of Fashion. Ég valdi þá braut því þar fékk ég kennslu í öllum tískuiðnaðinum eins og hann leggur sig. Ég hafði alltaf lagt áherslu á fatahönnun en það rann upp fyrir mér að mig langaði að læra allan bransann. Mín reynsla er sú að því meira sem maður lærir, því meira vill maður læra.“Hvað tók svo við hjá þér að námi loknu? „Þriðja árið í náminu var starfsreynsluár. Þá var meiningin að maður ynni í ár og skilaði skýrslu um það sem maður hafði verið að vinna á árinu að því loknu. Ég var þá að vinna hjá sprotafyrirtæki í London sem var að gera rosalega spennandi hluti. Þau höfðu þá nýverið fundið upp efni sem þau vissu ekki hvernig þau ættu að nota, og höfðu samband við skólann til að finna einhvern sem væri líklegur til að finna áhugaverðar leiðir til að nýta efnið í flíkur. Ég var ráðin þangað, og á innan við ári vorum við komin í framleiðslu. Það var dýrmæt reynsla fyrir mig, að fá að taka þátt í uppbyggingu fyrirtækisins alveg frá grunni.“Ertu svo ráðin til Nike strax að námi loknu? „Nei, ég vann fyrst um sinn sem hönnuður í London. Nike hafði svo samband við skólann þar sem þau eru að leita að fólki í prógramm sem var einskonar þjálfun í verkefnastjórnun. Hugmyndin var að ráða inn fólk sem kæmi til með að gegna stjórnunarstöðum hjá fyrirtækinu í framtíðinni. Leitin að rétta fólkinu í starfið fór fram um allan heim og upphaflega voru tekin viðtöl við um það bil 800 manns. Ég var beðin um að koma í viðtalið og hugsaði bara: Hvers vegna ekki? Ég leit fyrst og fremst á það sem góða reynslu, að komast í svona viðtal. Hópurinn var þrengdur niður í 60 manns sem boðið var að koma til Hollands og kynna sig. Það fóru fram pallborðsumræður sem tóku rosalega á. Þá sátu fyrir framan mig fjórar manneskjur og spurðu um það bil erfiðustu spurninga sem hægt er að ímynda sér. Í kjölfarið tók við hópverkefni en þá var okkur skipt í hópa og okkur skipað að leysa krefjandi verkefni á sem stystum tíma. Á meðan stóð Nike-fólkið í kringum okkur og dæmdi. Að lokum var valinn tólf manna hópur, en hann samanstóð af fólki alls staðar að úr heiminum. Þetta er alveg frábær hópur, allir með mismunandi styrkleika og saman myndum við góða heild.“Hvað er langt síðan þú hófst störf fyrir fyrirtækið? „Það eru sjö ár síðan ég byrjaði. Síðan þá hef ég komið ótrúlega víða við og unnið fjölbreytta vinnu. Ég hef fengið yfirsýn og reynslu á flestum sviðum fyrirtækisins, í markaðsmálum, hönnun, í söludeildinni og víðar. Þetta byrjaði með svona þjálfunarferli og svo fékk ég stöðuna. Þetta var ótrúlega skemmtilegt ferli og þessi reynsla gerir mér kleift að geta hoppað inn í hvaða aðstæður sem er og tekist á við krefjandi verkefni.“Í dag starfarðu mestmegnis við hönnun á búningum ekki satt? „Jú ég hef síðustu tvö ár verið í þeirri deild. Ég byrjaði fyrir þremur árum að vinna sem vörustjóri fyrir rúgbí og ég vissi ekkert um íþróttina til að byrja með. Mitt starf fólst í að hanna hugmyndina að línunni, segja hönnuðunum hver hugsunin væri og hvernig andrúmsloftið ætti að vera. Í rúgbí var ég að vinna með enska og franska landsliðið og svo tvö félagslið. Núna er ég hins vegar komin yfir í fótboltann og er að sinna sama starfi fyrir nokkur félagslið og ég gerði fyrir rúgbíliðin.“ Á vellinum með Luis Figo og Francesco ToldoHvaða lið eru það sem þú vinnur fyrir? „Ég er að hanna fyrir Manchester United og Arsenal á Englandi og Inter Milan, AS Roma og Juventus á Ítalíu. Ég er aðallega að sjá um ítölsku klúbbana núna. Mitt starf felst í að setja línuna upp og þegar hönnuðirnir hafa klárað að teikna fer ég út og kynni hana fyrir liðunum. Hugmyndin með búningunum er svona „heim og að heiman“ hugsun. Það er mikið sótt í þjóðlegar hefðir, en það er hugsað sérstaklega fyrir klúbbana. Það er rosalega margt sem þarf að huga að, það eru margir til dæmis mjög hjátrúarfullir í þessum bransa. Ef liðinu gengur illa á einhverju móti vilja leikmenn ekki sjá sömu búningana aftur.“Ég verð að fá að forvitnast, ertu ekki vaðandi í frægu íþróttafólki í þessu starfi? „Jú, maður hittir auðvitað leikmenn og þjálfara þegar maður er á svæðinu (hlær). Svo hitti ég forseta klúbbanna þegar ég kynni línuna.“Geturðu gefið mér dæmi um einhverja fræga sem þú hefur hitt? Já, ég fór til dæmis á fund hjá David Gill, fyrrverandi framkvæmdastjóra Manchester United, daginn eftir 6-1 tap á móti erkifjendum þeirra í Manchester City. Í Mílanó um daginn fór ég á leik hjá Inter Milan á móti Sampdoria með indverska milljarðamæringnum Erick Thohir. Þá hitti ég til dæmis fyrrverandi fótboltahetjurnar Luis Figo og Francesco Toldo. En annars hitti ég auðvitað alltaf leikmenn þegar ég er að ferðast.“Þú ferðast mjög mikið í starfinu, ekki satt? „Jú, ég er núna til dæmis alveg með annan fótinn á Ítalíu, að fara á fundi að fá samþykki fyrir því sem við erum að gera. Það er mjög margt sem við hönnum fyrir liðin, ekki bara keppnisbúningar heldur allur útbúnaður sem leikmenn þurfa á ferðalaginu. Þetta er allt hluti af svokallaðri lífsstílslínu Nike.“Góður maki er lykillinnÞú ert fjölskyldumanneskja, er erfitt að samræma heimilislíf og starf? „Það getur alveg verið erfitt að vera svona mikið á ferðinni og í burtu frá fjölskyldunni. Ég bý hér með manninum mínum og tveimur dætrum okkar. Maðurinn minn er alveg ótrúlega góður. Lykillinn að því að geta samræmt þetta tvennt er að vera með frábæran mann eins og hann.“Hvað gerir maðurinn þarna úti, ásamt því að sjá um heimilið? „Maðurinn minn er í sölustarfi hérna úti. Það er mjög sveigjanlegt starf svo hann sinnir heimilinu og sækir stelpurnar.“Hvað eru stelpurnar ykkar gamlar? „Við eigum tvær stelpur, tveggja og fimm ára. Þær fæddust báðar í Hollandi og hafa búið hér alla sína ævi. Yngri stelpan okkar er nú þegar orðin tvítyngd og eldri stelpan er meira að segja þrítyngd. Hún byrjaði í skóla fjögurra ára eins og vaninn er hér í Hollandi. Skólinn sem hún er í er alþjóðlegur og kennslan fer fram á ensku. Hún er ótrúleg, orðin þrítyngd fimm ára gömul eins og ekkert sé sjálfsagðara. Það er afskaplega gaman að fylgjast með henni og hvað þetta er lítið mál fyrir hana. Ég hafði áhyggjur af þessu fyrst þegar hún var að byrja í skólanum en þá sagði systir mín við mig: „Vala, ef þú lætur bara eins og þetta sé ekkert mál, þá er þetta ekkert mál.“ Og þá var þetta auðvitað ekkert mál. Börn hafa svo ótrúlega aðlögunarhæfni að það er aðdáunarvert.“Eruð þið dugleg að koma til Íslands að hitta fjölskylduna? „Við höfum reyndar ekki komið heim í ár en við erum í stöðugu sambandi við fólkið heima. Heimurinn er svo breyttur, núna getum við alltaf hist og talað saman í gegnum Skype. Amma og afi stelpnanna eru til dæmis mjög dugleg að hringja og spjalla við stelpurnar þegar þær eru bara að leika sér. Þá er í raun eins og þau séu bara að hanga saman og þannig stundir eru mjög dýrmætar. Svo er alltaf jafn gaman þegar maður kemur heim, dóttir mín var til dæmis svo spennt þegar við vorum að koma núna að hún öskraði „Íslaaaand!“ alla leiðina í flugvélinni. Svo hljóp hún í fangið á ömmu og afa og faðmaði alla fjölskylduna eins og hún hefði verið hérna síðast í gær.“Þegar ég fletti þér upp á Facebook varð ég vör við hvað við eigum marga sameiginlega vini úr Hafnarfirði, þú ert þaðan ekki satt? „Já, ég bjó á Sævanginum í Norðurbænum þegar ég var yngri. Ég kynntist einmitt manninum mínum þar. Við kynntumst fjórtán ára en á þeim tíma var ég eins og fjórtán ára unglingar eru, ég var bara skotin í öllum. Það tók okkur sjö ár að byrja saman, en við höfum verið saman síðan. Við giftum okkur árið 2006.“ Ísland er farið að togaHvernig gekk að aðlagast lífinu í Hollandi? „Það gekk alveg ótrúlega vel. Fyrstu tvö árin bjuggum við á besta stað í Amsterdam og það var alveg æðisleg lífsreynsla að búa svona í miðri stórborg. Svo þegar dóttir mín fæddist áttaði ég mig á því að ég gæti eiginlega ekki hugsað mér það lengur að bæði vinna svona langan vinnudag og að langar lestarferðir bættust ofan á þá. Það var afráðið að við flyttumst nær höfuðstöðvunum svo ég gæti verið meira heima. Við sjáum ekkert eftir því, það er öðru vísi að búa í svona litlum bæ en það er líka alveg yndislegt.“Pabbi þinn var einn sá fyrsti til að stofna flugsendingafyrirtæki á Íslandi, heldurðu að þú hafir framtakssemina frá honum? „Já, alveg bókað (hlær). Pabbi hefur alveg rosalegan kraft. Hann byrjaði með Flutningsmiðlun og var í rekstri árum saman. Hann seldi fyrirtækið síðar til Jónar Transport og er enn að vinna hjá þeim. Hann tekur tarnir, vinnur mikið í sjö mánuði og nýtir svo restina af árinu í að eiga stundir með mömmu og ferðast um.“Þið eruð frekar samheldin fjölskylda, ekki satt? „Jú, alveg rosalega. Við erum þrjár systurnar og svo mamma og pabbi. Elsta systir mín bjó í Englandi í fjölda ára, sem var að mörgu leyti ástæðan fyrir því að ég flutti þangað. Á tímabili bjuggu mamma og pabbi þar líka svo stór hluti fjölskyldunnar var samankominn á Englandi á sama tíma. Núna eru þau hins vegar öll á Íslandi nema ég. Mamma er heimavinnandi, elsta systir mín er flugfreyja og Tinna vinnur í Heilsu.“Að lokum, hvað er á döfinni hjá þér á nýju ári? „Það er nóg að gera hjá mér á næstunni. HM er handan við hornið og ég vinn þessa dagana hörðum höndum að því að kynna og vinna búningalínu klúbbanna fyrir árið 2015. Svo erum við byrjuð að leggja drögin að landsliðsbúningunum fyrir Evrópumótið 2016. Ég viðurkenni samt alveg að það er líka svakalega margt spennandi að gerast hér heima og ekki laust við að Ísland og fjölskyldan séu aðeins farin að toga í. Það væri algjör draumur að geta verið að vinna svona spennandi starf á Íslandi og verið með fjölskyldu og vini í kringum sig. En við sjáum hvað framtíðin ber í skauti sér.“ RFF Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Fatahönnuðurinn Vala Steinsdóttir er uppalin í Norðurbæ Hafnarfjarðar. Þar kynntist hún æskuástinni, Þorsteini Þorsteinssyni, aðeins 14 ára gömul, en tók saman við hann sjö árum síðar. Þau giftu sig sumarið 2006, eru nú búsett í Hollandi og eiga saman tvær dætur. Vala er fatahönnuður að mennt en starfar nú fyrir einn stærsta íþróttavöruframleiðanda í heimi, Nike. Hún vinnur við hönnun og kynningu á keppnisfatnaði og öðrum íþróttabúnaði fyrir heimsfræg fótboltafélög. Vala kíkti til landsins yfir jólin og ég tók við hana spjall um lífið í Hollandi. Hún var tiltölulega nýkomin heim þegar ég náði af henni tali og hafði haft í nógu að snúast. „Þegar maður býr svona erlendis þá kemur maður ekkert heim til að slappa af, það er alltaf svo mikið um að vera. Maður þarf auðvitað að hitta alla, og ekki bara einu sinni heldur að minnsta kosti tvisvar. En það er auðvitað rosalega gaman.“Þú ert búsett í Hollandi um þessar mundir ekki satt? „Jú, ég bý rétt fyrir utan Amsterdam þar sem höfuðstöðvar Nike í Evrópu eru staðsettar. Bærinn sem ég bý í heitir Hilversum. Þetta er í rauninni bara einsog lítið Nike-þorp, hér er fótboltavöllur, útitennisvellir, blakvellir og allt til alls. Hér gengur allt út á íþróttir.“Því meira sem maður lærir, því meira vill maður læraEn þú ert lærður fatahönnuður ekki satt, hvar lærðirðu? „Ég lærði tískuhönnun og þróun fyrir tískuiðnaðinn í London College of Fashion. Ég valdi þá braut því þar fékk ég kennslu í öllum tískuiðnaðinum eins og hann leggur sig. Ég hafði alltaf lagt áherslu á fatahönnun en það rann upp fyrir mér að mig langaði að læra allan bransann. Mín reynsla er sú að því meira sem maður lærir, því meira vill maður læra.“Hvað tók svo við hjá þér að námi loknu? „Þriðja árið í náminu var starfsreynsluár. Þá var meiningin að maður ynni í ár og skilaði skýrslu um það sem maður hafði verið að vinna á árinu að því loknu. Ég var þá að vinna hjá sprotafyrirtæki í London sem var að gera rosalega spennandi hluti. Þau höfðu þá nýverið fundið upp efni sem þau vissu ekki hvernig þau ættu að nota, og höfðu samband við skólann til að finna einhvern sem væri líklegur til að finna áhugaverðar leiðir til að nýta efnið í flíkur. Ég var ráðin þangað, og á innan við ári vorum við komin í framleiðslu. Það var dýrmæt reynsla fyrir mig, að fá að taka þátt í uppbyggingu fyrirtækisins alveg frá grunni.“Ertu svo ráðin til Nike strax að námi loknu? „Nei, ég vann fyrst um sinn sem hönnuður í London. Nike hafði svo samband við skólann þar sem þau eru að leita að fólki í prógramm sem var einskonar þjálfun í verkefnastjórnun. Hugmyndin var að ráða inn fólk sem kæmi til með að gegna stjórnunarstöðum hjá fyrirtækinu í framtíðinni. Leitin að rétta fólkinu í starfið fór fram um allan heim og upphaflega voru tekin viðtöl við um það bil 800 manns. Ég var beðin um að koma í viðtalið og hugsaði bara: Hvers vegna ekki? Ég leit fyrst og fremst á það sem góða reynslu, að komast í svona viðtal. Hópurinn var þrengdur niður í 60 manns sem boðið var að koma til Hollands og kynna sig. Það fóru fram pallborðsumræður sem tóku rosalega á. Þá sátu fyrir framan mig fjórar manneskjur og spurðu um það bil erfiðustu spurninga sem hægt er að ímynda sér. Í kjölfarið tók við hópverkefni en þá var okkur skipt í hópa og okkur skipað að leysa krefjandi verkefni á sem stystum tíma. Á meðan stóð Nike-fólkið í kringum okkur og dæmdi. Að lokum var valinn tólf manna hópur, en hann samanstóð af fólki alls staðar að úr heiminum. Þetta er alveg frábær hópur, allir með mismunandi styrkleika og saman myndum við góða heild.“Hvað er langt síðan þú hófst störf fyrir fyrirtækið? „Það eru sjö ár síðan ég byrjaði. Síðan þá hef ég komið ótrúlega víða við og unnið fjölbreytta vinnu. Ég hef fengið yfirsýn og reynslu á flestum sviðum fyrirtækisins, í markaðsmálum, hönnun, í söludeildinni og víðar. Þetta byrjaði með svona þjálfunarferli og svo fékk ég stöðuna. Þetta var ótrúlega skemmtilegt ferli og þessi reynsla gerir mér kleift að geta hoppað inn í hvaða aðstæður sem er og tekist á við krefjandi verkefni.“Í dag starfarðu mestmegnis við hönnun á búningum ekki satt? „Jú ég hef síðustu tvö ár verið í þeirri deild. Ég byrjaði fyrir þremur árum að vinna sem vörustjóri fyrir rúgbí og ég vissi ekkert um íþróttina til að byrja með. Mitt starf fólst í að hanna hugmyndina að línunni, segja hönnuðunum hver hugsunin væri og hvernig andrúmsloftið ætti að vera. Í rúgbí var ég að vinna með enska og franska landsliðið og svo tvö félagslið. Núna er ég hins vegar komin yfir í fótboltann og er að sinna sama starfi fyrir nokkur félagslið og ég gerði fyrir rúgbíliðin.“ Á vellinum með Luis Figo og Francesco ToldoHvaða lið eru það sem þú vinnur fyrir? „Ég er að hanna fyrir Manchester United og Arsenal á Englandi og Inter Milan, AS Roma og Juventus á Ítalíu. Ég er aðallega að sjá um ítölsku klúbbana núna. Mitt starf felst í að setja línuna upp og þegar hönnuðirnir hafa klárað að teikna fer ég út og kynni hana fyrir liðunum. Hugmyndin með búningunum er svona „heim og að heiman“ hugsun. Það er mikið sótt í þjóðlegar hefðir, en það er hugsað sérstaklega fyrir klúbbana. Það er rosalega margt sem þarf að huga að, það eru margir til dæmis mjög hjátrúarfullir í þessum bransa. Ef liðinu gengur illa á einhverju móti vilja leikmenn ekki sjá sömu búningana aftur.“Ég verð að fá að forvitnast, ertu ekki vaðandi í frægu íþróttafólki í þessu starfi? „Jú, maður hittir auðvitað leikmenn og þjálfara þegar maður er á svæðinu (hlær). Svo hitti ég forseta klúbbanna þegar ég kynni línuna.“Geturðu gefið mér dæmi um einhverja fræga sem þú hefur hitt? Já, ég fór til dæmis á fund hjá David Gill, fyrrverandi framkvæmdastjóra Manchester United, daginn eftir 6-1 tap á móti erkifjendum þeirra í Manchester City. Í Mílanó um daginn fór ég á leik hjá Inter Milan á móti Sampdoria með indverska milljarðamæringnum Erick Thohir. Þá hitti ég til dæmis fyrrverandi fótboltahetjurnar Luis Figo og Francesco Toldo. En annars hitti ég auðvitað alltaf leikmenn þegar ég er að ferðast.“Þú ferðast mjög mikið í starfinu, ekki satt? „Jú, ég er núna til dæmis alveg með annan fótinn á Ítalíu, að fara á fundi að fá samþykki fyrir því sem við erum að gera. Það er mjög margt sem við hönnum fyrir liðin, ekki bara keppnisbúningar heldur allur útbúnaður sem leikmenn þurfa á ferðalaginu. Þetta er allt hluti af svokallaðri lífsstílslínu Nike.“Góður maki er lykillinnÞú ert fjölskyldumanneskja, er erfitt að samræma heimilislíf og starf? „Það getur alveg verið erfitt að vera svona mikið á ferðinni og í burtu frá fjölskyldunni. Ég bý hér með manninum mínum og tveimur dætrum okkar. Maðurinn minn er alveg ótrúlega góður. Lykillinn að því að geta samræmt þetta tvennt er að vera með frábæran mann eins og hann.“Hvað gerir maðurinn þarna úti, ásamt því að sjá um heimilið? „Maðurinn minn er í sölustarfi hérna úti. Það er mjög sveigjanlegt starf svo hann sinnir heimilinu og sækir stelpurnar.“Hvað eru stelpurnar ykkar gamlar? „Við eigum tvær stelpur, tveggja og fimm ára. Þær fæddust báðar í Hollandi og hafa búið hér alla sína ævi. Yngri stelpan okkar er nú þegar orðin tvítyngd og eldri stelpan er meira að segja þrítyngd. Hún byrjaði í skóla fjögurra ára eins og vaninn er hér í Hollandi. Skólinn sem hún er í er alþjóðlegur og kennslan fer fram á ensku. Hún er ótrúleg, orðin þrítyngd fimm ára gömul eins og ekkert sé sjálfsagðara. Það er afskaplega gaman að fylgjast með henni og hvað þetta er lítið mál fyrir hana. Ég hafði áhyggjur af þessu fyrst þegar hún var að byrja í skólanum en þá sagði systir mín við mig: „Vala, ef þú lætur bara eins og þetta sé ekkert mál, þá er þetta ekkert mál.“ Og þá var þetta auðvitað ekkert mál. Börn hafa svo ótrúlega aðlögunarhæfni að það er aðdáunarvert.“Eruð þið dugleg að koma til Íslands að hitta fjölskylduna? „Við höfum reyndar ekki komið heim í ár en við erum í stöðugu sambandi við fólkið heima. Heimurinn er svo breyttur, núna getum við alltaf hist og talað saman í gegnum Skype. Amma og afi stelpnanna eru til dæmis mjög dugleg að hringja og spjalla við stelpurnar þegar þær eru bara að leika sér. Þá er í raun eins og þau séu bara að hanga saman og þannig stundir eru mjög dýrmætar. Svo er alltaf jafn gaman þegar maður kemur heim, dóttir mín var til dæmis svo spennt þegar við vorum að koma núna að hún öskraði „Íslaaaand!“ alla leiðina í flugvélinni. Svo hljóp hún í fangið á ömmu og afa og faðmaði alla fjölskylduna eins og hún hefði verið hérna síðast í gær.“Þegar ég fletti þér upp á Facebook varð ég vör við hvað við eigum marga sameiginlega vini úr Hafnarfirði, þú ert þaðan ekki satt? „Já, ég bjó á Sævanginum í Norðurbænum þegar ég var yngri. Ég kynntist einmitt manninum mínum þar. Við kynntumst fjórtán ára en á þeim tíma var ég eins og fjórtán ára unglingar eru, ég var bara skotin í öllum. Það tók okkur sjö ár að byrja saman, en við höfum verið saman síðan. Við giftum okkur árið 2006.“ Ísland er farið að togaHvernig gekk að aðlagast lífinu í Hollandi? „Það gekk alveg ótrúlega vel. Fyrstu tvö árin bjuggum við á besta stað í Amsterdam og það var alveg æðisleg lífsreynsla að búa svona í miðri stórborg. Svo þegar dóttir mín fæddist áttaði ég mig á því að ég gæti eiginlega ekki hugsað mér það lengur að bæði vinna svona langan vinnudag og að langar lestarferðir bættust ofan á þá. Það var afráðið að við flyttumst nær höfuðstöðvunum svo ég gæti verið meira heima. Við sjáum ekkert eftir því, það er öðru vísi að búa í svona litlum bæ en það er líka alveg yndislegt.“Pabbi þinn var einn sá fyrsti til að stofna flugsendingafyrirtæki á Íslandi, heldurðu að þú hafir framtakssemina frá honum? „Já, alveg bókað (hlær). Pabbi hefur alveg rosalegan kraft. Hann byrjaði með Flutningsmiðlun og var í rekstri árum saman. Hann seldi fyrirtækið síðar til Jónar Transport og er enn að vinna hjá þeim. Hann tekur tarnir, vinnur mikið í sjö mánuði og nýtir svo restina af árinu í að eiga stundir með mömmu og ferðast um.“Þið eruð frekar samheldin fjölskylda, ekki satt? „Jú, alveg rosalega. Við erum þrjár systurnar og svo mamma og pabbi. Elsta systir mín bjó í Englandi í fjölda ára, sem var að mörgu leyti ástæðan fyrir því að ég flutti þangað. Á tímabili bjuggu mamma og pabbi þar líka svo stór hluti fjölskyldunnar var samankominn á Englandi á sama tíma. Núna eru þau hins vegar öll á Íslandi nema ég. Mamma er heimavinnandi, elsta systir mín er flugfreyja og Tinna vinnur í Heilsu.“Að lokum, hvað er á döfinni hjá þér á nýju ári? „Það er nóg að gera hjá mér á næstunni. HM er handan við hornið og ég vinn þessa dagana hörðum höndum að því að kynna og vinna búningalínu klúbbanna fyrir árið 2015. Svo erum við byrjuð að leggja drögin að landsliðsbúningunum fyrir Evrópumótið 2016. Ég viðurkenni samt alveg að það er líka svakalega margt spennandi að gerast hér heima og ekki laust við að Ísland og fjölskyldan séu aðeins farin að toga í. Það væri algjör draumur að geta verið að vinna svona spennandi starf á Íslandi og verið með fjölskyldu og vini í kringum sig. En við sjáum hvað framtíðin ber í skauti sér.“
RFF Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira