Innlent

Leki í skipi á Ísafjarðardjúpi

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Fjórtán manns eru um borð í skipinu.
Fjórtán manns eru um borð í skipinu.
Björgunarskipið Gunnar Friðriksson og björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðar út vegna leka í skipinu Þorláki ÍS-15 á Ísafjarðardjúpi. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar eru á leið á staðinn.

Sjór var kominn upp á miðja vél en tvær dælur eru komnar frá Bolungarvík og telur skipverji að allt verði komið í samt lag innan skamms. Í fyrstu var greint frá því að skipið hefði misst vélaraflið en svo reyndist ekki vera.

Skipið er statt undir Grænuhlíð og er veður afleitt, hvasst og 5-10 metra ölduhæð. Fjórtán manns eru um borð í skipinu.

Uppfært klukkan 17.43:

Björgunarskipið Gunnar Friðriksson er komið að Þorláki og talið er að búið sé að koma í veg fyrir lekann. Vatn er farið að minnka í vélarrúminu en aðalvél er þó enn óvirk. Togarinn Páll Pálsson á stutt eftir að staðnum og mun taka skipið í tog í Ísafjarðarhöfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×